Fréttablaðið - 14.06.2007, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 14.06.2007, Blaðsíða 16
Samkvæmt nýrri skýrslu Ríkisendur- skoðunar greiðir Háskólinn á Bifröst (HB) hæst laun kennara í viðskiptafræði á landinu, eða 7.515.000 á ári á stöðugildi. Launatengd gjöld eru meðtalin. Þetta er tæplega 1,3 milljónum króna lægri upphæð en Háskólinn í Rotterdam greiðir, sem er 8.809.000 krónur, og mun meira en kostnað- ur Háskóla Íslands (HÍ) vegna sinna kennara, sem er 4.692.000 krónur á stöðugildi. Bifröst er eini íslenski háskólinn sem stenst alþjóðlegan samanburð Ríkisendurskoðunar hvað þetta varðar, en Háskólinn í Reykjavík er skammt undan. HÍ borgar hins vegar lang- minnst fyrir hvert stöðugildi, miðað við sjö samanburðarháskóla, innan- sem utanlands. Sé litið til fjölda nemenda miðað við kennara eru HB og Háskólinn á Akureyri (HA) lægstir. Í HB er hver kennari í viðskiptafræði að meðaltali með sautján nemendur og HA með nítján. Við HÍ eru 23 nemendur um kennarann en í Háskólanum í Rotterdam eru þeir 53. Viðskiptaháskólinn í Rotterdam er hluti Erasmus-ríkisháskólans og með tæplega 8.000 nemendur. Hann hefur fengið gæðavottun frá viðurkenndum evrópskum og bandarískum vottunaraðilum. Háskólinn á Bifröst hafði hins vegar 669 nemendur árið 2005. Enginn íslenskur háskóli hefur hlotið gæðavottun frá viðurkenndum erlendum vottunarstofnunum. Almennir viðskiptavinir Landsvirkjunar greiða yfir tvo milljarða á ári í „stóriðjuskatt“ vegna byggingar Kárahnjúkavirkj- unar og álversins á Reyðarfirði, að því er fram kemur í skýrslu Atvinnulífshóps Framtíðarlands- ins sem kynnt var í gær. Þessu vísar framkvæmdastjóri fjármála- sviðs Landsvirkjunar á bug. Í skýrslunni, sem rædd var á fundi í Norræna húsinu í gær, er svara leitað við þeirri spurningu hvort bygging Kárahnjúkavirkj- unar og álversins hafi verið skyn- samleg miðað við arðsemi, umhverfiskostnað, lýðræði, byggðasjónamið og hagstjórn. Svarið er afdráttarlaust nei, að mati skýrsluhöfunda. Hagfræðingurinn Sigurður Jóhannesson er einn skýrsluhöf- unda. Hann benti á að Kárahnjúka- virkjun hefði fallið á einkaarð- semisprófinu þar sem einkaaðilar hefðu ekki viljað setja fé í hana. Ljóst sé að verulegt tap verði á framkvæmdinni ef reiknað er með lágmarksafnotagjaldi af landi og bótum fyrir umhverfisspjöll. Ákvörðunin um að ráðast í fram- kvæmdirnar hafi eingöngu verið tekin á grundvelli byggðasjónar- miða, og hagsmunir skattgreið- enda látnir lönd og leið. Stefán Pétursson, framkvæmda- stjóri fjármálasviðs Landsvirkj- unar, er ósammála. „Við teljum að verkefni eins og Kárahnjúkavirkj- un standi vel undir sér. Annars hefðum við aldrei farið út í það.“ Sigurður sagði jafnframt að hann væri eindregið þeirrar skoð- unar að einkavæða skyldi Lands- virkjun til að arðsemi fram- kvæmda yrði ávallt höfð að leiðarljósi í stað byggðasjónar- miða. Stefán tók undir með Sig- urði að einkavæðing væri skyn- samleg, þrátt fyrir að Landsvirkjun fái nú afar hagstæð lánakjör sem opinbert fyrirtæki. Þórunn Sveinbjarnardóttir umhverfisráðherra tók þátt í pall- borðsumræðum að kynningu skýrsl- unnar lokinni. Hún sagði að eðlilegt hefði verið að taka umhverfis- kostnað sem fylgir framkvæmdinni með í reikninginn í upphafi. „Ríkisvæðing stóriðju hefur komið okkur þangað sem við erum,“ sagði Þórunn jafnframt, og talaði fyrir því að „kapítalískum markaðslögmálum“ yrði beitt í þágu umhverfisverndar. Almenningur greiðir tapið Verulegt tap verður á byggingu Kárahnjúkavirkjunar og viðskiptavinir Landsvirkjunar þurfa að greiða millj- arða fyrir. Þetta segir í nýrri skýrslu Framtíðarlandsins. Landsvirkjun segir að framkvæmdin muni borga sig. Lögreglan í Noregi greindi í gær frá því að hún hefði flett ofan af eiturlyfjahring þar sem yfir tuttugu manns voru handteknir og 273 kíló af eitur- lyfjum gerð upptæk. „Við teljum okkur hafa flett ofan af víðfeðmum og sérlega vel skipulögðum sam- tökum,“ sagði Geir Bang Danielsen lögregluvarðstjóri. Handtökurnar voru afrakstur margra mánaða vinnu og hinir grunuðu eru bæði Norðmenn og útlendingar að sögn Danielsen. Hald var lagt á 94 kíló af amfetamíni, 160 kíló af hassi, sextán kíló af heróíni og þrjú kíló af kókaíni. Fletti ofan af eiturlyfjahring Miele ryksugur á einstöku tilboðsverði Tilboð: Kr. 15.990 Fáanlegir fylgihlutir t.d.: AFSLÁTTUR 35%
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.