Fréttablaðið - 14.06.2007, Page 16
Samkvæmt nýrri skýrslu Ríkisendur-
skoðunar greiðir Háskólinn á Bifröst (HB)
hæst laun kennara í viðskiptafræði á landinu,
eða 7.515.000 á ári á stöðugildi. Launatengd
gjöld eru meðtalin.
Þetta er tæplega 1,3 milljónum króna lægri
upphæð en Háskólinn í Rotterdam greiðir, sem
er 8.809.000 krónur, og mun meira en kostnað-
ur Háskóla Íslands (HÍ) vegna sinna kennara,
sem er 4.692.000 krónur á stöðugildi.
Bifröst er eini íslenski háskólinn sem stenst
alþjóðlegan samanburð Ríkisendurskoðunar
hvað þetta varðar, en Háskólinn í Reykjavík er
skammt undan. HÍ borgar hins vegar lang-
minnst fyrir hvert stöðugildi, miðað við sjö
samanburðarháskóla, innan- sem utanlands.
Sé litið til fjölda nemenda miðað við kennara
eru HB og Háskólinn á Akureyri (HA) lægstir.
Í HB er hver kennari í viðskiptafræði að
meðaltali með sautján nemendur og HA með
nítján. Við HÍ eru 23 nemendur um kennarann
en í Háskólanum í Rotterdam eru þeir 53.
Viðskiptaháskólinn í Rotterdam er hluti
Erasmus-ríkisháskólans og með tæplega 8.000
nemendur. Hann hefur fengið gæðavottun frá
viðurkenndum evrópskum og bandarískum
vottunaraðilum. Háskólinn á Bifröst hafði hins
vegar 669 nemendur árið 2005. Enginn
íslenskur háskóli hefur hlotið gæðavottun frá
viðurkenndum erlendum vottunarstofnunum.
Almennir viðskiptavinir
Landsvirkjunar greiða yfir tvo
milljarða á ári í „stóriðjuskatt“
vegna byggingar Kárahnjúkavirkj-
unar og álversins á Reyðarfirði, að
því er fram kemur í skýrslu
Atvinnulífshóps Framtíðarlands-
ins sem kynnt var í gær. Þessu
vísar framkvæmdastjóri fjármála-
sviðs Landsvirkjunar á bug.
Í skýrslunni, sem rædd var á
fundi í Norræna húsinu í gær, er
svara leitað við þeirri spurningu
hvort bygging Kárahnjúkavirkj-
unar og álversins hafi verið skyn-
samleg miðað við arðsemi,
umhverfiskostnað, lýðræði,
byggðasjónamið og hagstjórn.
Svarið er afdráttarlaust nei, að
mati skýrsluhöfunda.
Hagfræðingurinn Sigurður
Jóhannesson er einn skýrsluhöf-
unda. Hann benti á að Kárahnjúka-
virkjun hefði fallið á einkaarð-
semisprófinu þar sem einkaaðilar
hefðu ekki viljað setja fé í hana.
Ljóst sé að verulegt tap verði á
framkvæmdinni ef reiknað er með
lágmarksafnotagjaldi af landi og
bótum fyrir umhverfisspjöll.
Ákvörðunin um að ráðast í fram-
kvæmdirnar hafi eingöngu verið
tekin á grundvelli byggðasjónar-
miða, og hagsmunir skattgreið-
enda látnir lönd og leið.
Stefán Pétursson, framkvæmda-
stjóri fjármálasviðs Landsvirkj-
unar, er ósammála. „Við teljum að
verkefni eins og Kárahnjúkavirkj-
un standi vel undir sér. Annars
hefðum við aldrei farið út í það.“
Sigurður sagði jafnframt að
hann væri eindregið þeirrar skoð-
unar að einkavæða skyldi Lands-
virkjun til að arðsemi fram-
kvæmda yrði ávallt höfð að
leiðarljósi í stað byggðasjónar-
miða. Stefán tók undir með Sig-
urði að einkavæðing væri skyn-
samleg, þrátt fyrir að Landsvirkjun
fái nú afar hagstæð lánakjör sem
opinbert fyrirtæki.
Þórunn Sveinbjarnardóttir
umhverfisráðherra tók þátt í pall-
borðsumræðum að kynningu skýrsl-
unnar lokinni. Hún sagði að eðlilegt
hefði verið að taka umhverfis-
kostnað sem fylgir framkvæmdinni
með í reikninginn í upphafi.
„Ríkisvæðing stóriðju hefur
komið okkur þangað sem við
erum,“ sagði Þórunn jafnframt, og
talaði fyrir því að „kapítalískum
markaðslögmálum“ yrði beitt í
þágu umhverfisverndar.
Almenningur
greiðir tapið
Verulegt tap verður á byggingu Kárahnjúkavirkjunar
og viðskiptavinir Landsvirkjunar þurfa að greiða millj-
arða fyrir. Þetta segir í nýrri skýrslu Framtíðarlandsins.
Landsvirkjun segir að framkvæmdin muni borga sig.
Lögreglan í Noregi
greindi í gær frá því að hún hefði
flett ofan af eiturlyfjahring þar
sem yfir tuttugu manns voru
handteknir og 273 kíló af eitur-
lyfjum gerð upptæk. „Við teljum
okkur hafa flett ofan af víðfeðmum
og sérlega vel skipulögðum sam-
tökum,“ sagði Geir Bang
Danielsen lögregluvarðstjóri.
Handtökurnar voru afrakstur
margra mánaða vinnu og hinir
grunuðu eru bæði Norðmenn og
útlendingar að sögn Danielsen.
Hald var lagt á 94 kíló af
amfetamíni, 160 kíló af hassi,
sextán kíló af heróíni og þrjú kíló
af kókaíni.
Fletti ofan af eiturlyfjahring
Miele ryksugur
á einstöku tilboðsverði
Tilboð:
Kr. 15.990
Fáanlegir fylgihlutir t.d.:
AFSLÁTTUR
35%