Fréttablaðið - 24.08.2007, Blaðsíða 6
„Í fjármálaráðuneyt-
inu eru reglur um að stofnanir
þurfi að senda inn skýringar á
ársfjórðungsfresti varðandi sínar
fjárreiður og þeir munu fylgja því
mjög fast eftir, að þær haldi sér
innan fjárlagarammans,“ segir
Gunnar Svavarsson, formaður
fjárlaganefndar.
Fjárlaganefnd hlýddi á fulltrúa
fjármálaráðuneytisins í gær-
morgun vegna ágreinings milli
Ríkisendur-
skoðunar og
fjármálaráðu-
neytisins um
framkvæmd
fjárlaga. Meðal
annars varð að
samkomulagi
að hert verði á
ofangreindum
reglum.
„Ég held að
það sé auðvitað
vilji hjá öllum
að gera þetta á
réttan hátt,
sagði Gunnar.
„Fjármálaráðu-
neytið ber
ábyrgð á fram-
kvæmd fjárlaga
gagnvart þing-
inu og það er
mikilvægt að
nýta skýringar stofnana til að sjá
af hverju þær fara fram úr fjár-
lögum, svo það liggi fyrir þegar
farið er að úthluta fjármunum
næsta árs.“ Hann segir þetta fyr-
irkomulag ýta undir að „menn séu
sífellt á tánum“.
Baldur Guðlaugsson, ráðuneyt-
isstjóri fjármálaráðuneytis, tekur
fram að ráðuneytið hafi ekki
boðvald yfir öðrum ráðuneytum í
þessum efnum. Hann segir að
nokkur reynsla sé komin af
umræddri skýrslugerð.
„En það má kannski segja, eins
og bent er á í skýrslu Ríkisendur-
skoðunar, að allur gangur hafi
verið á því hversu fast einstök
ráðuneyti hafa fylgt þessum regl-
um eftir. Það er vilji til að herða
það og það verður gengið frekar
eftir því,“ segir Baldur.
Erindi Einars Hermannssonar
skipaverkfræðings var lagt fram
á fundinum. Í því skýrir hann sína
aðkomu að kaupum á Grímseyjar-
ferjunni.
„Fulltrúar Vegagerðarinnar
lýstu störfum Einars í gegnum
tíðina og bentu á að aðrir ráðgjaf-
ar hafi komið að málinu á síðari
stigum þess. Verkfræðistofan
Navís Fengur sá til dæmis um
ráðgjöfina eftir að skipið kom til
landsins,“ segir Gunnar.
Vegagerðin hafi tekið ábyrgð á
því að hafa farið eftir aðkeyptri
ráðgjöf og mistökum vegna ferj-
unnar. Einar skýrir mál sitt frek-
ar á næsta fundi nefndarinnar.
Ráðuneyti fjármála
herðir vinnureglur
Formaður fjárlaganefndar segir þetta ýta undir að „menn séu sífellt á tánum“.
Vegagerðin tók enn á sig ábyrgð vegna Grímseyjarferju á fundi fjárlaganefndar.
Einar Hermannsson skipaverkfræðingur skýrir mál sitt betur á næsta fundi.
Ferðaskrifstofa
„Það er ómögulegt að
tímasetja tvöföldun Suðurlands-
vegar. Þetta er flókin framkvæmd
og fjöldi sveitarfélaga sem kemur
að þessu. Sérstaklega er erfitt að
áætla þetta út af skipulagsmál-
um,“ segir Kristján Möller sam-
gönguráðherra.
Kristján undirbýr nú að láta tvö-
falda allan veginn milli Reykja-
víkur og Selfoss og brýr, einnig
brúna yfir Ölfusá. Hann kveður
undirbúninginn á fleygiferð.
Mikið verk sé
hins vegar óunn-
ið, enda þurfi
allir 2x2 vegir
að fara skilyrð-
islaust í
umhverfismat.
„Sums staðar
er rætt um að
hafa veginn
svipaðan
Reykjanesbrautinni með bili á
milli. Annars staðar gæti verið
hentugast að breikka og hafa
vegrið á milli,“ segir hann.
Margt komi til álita, til dæmis
þurfi að skoða hvort borgi sig að
framkvæmdin verði unnin í áföng-
um og þá hvernig. Einnig hvort
einkaaðilar verði fengnir til verks-
ins eða það verði hefðbundin ríkis-
framkvæmd.
Innan skamms tíma verði fund-
að með sveitarstjórnarmönnum á
svæðinu til að ræða málin betur.
Styður þú að prestar fái heimild
til að gefa saman samkyn-
hneigð pör?
Ertu óttasleginn þegar þú ert á
ferð um miðbæ Reykjavíkur?
„Ég tel að í þessu felist færi til
að koma fleiri einstaklingum til hjálpar en
nokkurn tímann hefur verið möguleiki,“ segir
Jón H. B. Snorrason, aðstoðarlögreglustjóri
höfuðborgarsvæðisins, um samkomulag sem
lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu,
dómsmálaráðuneyti og SÁÁ hafa gert með sér
um áfengis- og fíkniefnamálefni.
Jón segir samkomulagið gríðarstórt fram-
faraskref en það felur meðal annars í sér að
SÁÁ mun tryggja lögreglu sjúkrarými fyrir fólk
með bráðan fíkniefnavanda. Auk þess mun
sjúkrahúsið á Vogi taka við fólki sem hefur
verið dæmt í meðferð. Því er gert að ljúka henni
og þarf þar að auki að standast eftirmeðferð og
eftirlit sem henni fylgir. Meðferðin kæmi í stað
skilorðsbundinnar refsingar. Standist menn
meðferðina ekki eða neiti að una meðferð þurfa
þeir að afplána refsingu í fangelsi.
Jón segir lögreglu nú hafa tryggingu fyrir því
að Vogur geti tekið á móti fólki í bráðum vanda.
Afar sárt hafi verið fyrir lögreglumenn að horfa
upp á síendurtekin vandræði sem margir
einstaklingar koma sér í vegna fíknar sinnar án
þess að þeir gætu tryggt að fólk fengi aðstoð
fagfólks.
„Nú verður hægt að meðhöndla áfengis- og
fíkniefnaneytendur sem sjúklinga en ekki
sakamenn,“ segir Þórarinn Tyrfingsson,
yfirlæknir á Vogi.
Samkomulagið er ekki talið hafa í för með sér
aukinn kostnað. Það verði til þess að auðveldara
verði að forgangsraða og meðferðin talin
árangursríkari þar sem í henni felst tækifæri og
þrýstingur til að halda sig innan ramma laganna
og frá vímugjöfum.
Meðferð í stað fangelsisvistar