Fréttablaðið - 24.08.2007, Side 22

Fréttablaðið - 24.08.2007, Side 22
Magnús Jónsson, forstjóri Atorku Group, reiknar með að á næstu sex til átján mánuðum muni félagið leysa út hagnað af 2-4 fjárfesting- um á svipaðri stærðargráðu og Jarðboranir. Þær voru seldar til Geysis Green Energy á dögunum fyrir 17,7 milljarða króna og inn- leysti Atorka um ellefu milljarða króna á fjárfestingunni frá upp- hafi. Í staðinn gerðist Atorka hluthafi í Geysi í ágúst með kaupum á 32 prósenta hlut. Magnús er bjart- sýnn á hraða uppbyggingu Geysis á sviði fjárfestinga í orkugeiran- um og nefnir að hugsanlega verði félagið skráð á hlutabréfamarkað innan átján mánaða. Þá stefna eigendur Promens, með Atorku í broddi fylkingar, að skrá félagið í Kauphöll um áramót- in, að því gefnu að ekki verði farið í stærri yfirtökur og markaðsað- stæður verði í lagi. Nær væri þó að horfa á fyrsta ársfjórðung næsta árs þar sem stækkun Promens virðist vera á borðinu sem gæti tafið undirbúning skráningar. „Við erum með nokkur spennandi mál til frekari stækkunar á Promens, bæði með innri vexti og fyrir- tækjakaupum. Promens hefur verið að klára stór verkefni, meðal annars kaupin á Polimoon í fyrra. Við erum því klár í næstu bita.“ Promens hagnaðist um 800 millj- ónir króna fyrir skatta á fyrri hluta ársins áður en reiknaðir eru vextir á láni frá hluthöfum sem breytan- legt er í hlutafé. Fjárfestingargeta Atorku er mikil eftir söluna á Jarðborunum en eiginfjárhlutfall móðurfélags var um 39 prósent um mitt árið. Magnús segir að félagið horfi til fjárfestinga ákveðnum vaxtar- geirum þar sem markaðurinn hefur ekki enn þá verðlagt vöxt- inn. „Eins og við gerðum í sjálfu sér þegar við fórum inn í sólar- orkuna með kaupum í Romag í Bretlandi.“ Hann vill ekki nefna þá geira sem félagið horfir til að svo stöddu. Móðurfélag Atorku skilaði ríf- lega sex milljarða króna hagnaði á fyrri hluta ársins sem var um 24 prósenta auking á milli ára. Hagn- aður félagsins var þrír milljarðar króna á öðrum ársfjórðungi. Hins vegar tapaði samstæða Atorku 226 milljónum króna á fyrra hluta árs- ins. [Hlutabréf] Síminn hefur keypt danska fjar- skiptafyrirtækið BusinessPhone Group sem er sérhæft í fjarskipta- þjónustu við minni og meðalstór fyrirtæki. Starfsmenn félagsins eru fimmtán og viðskiptavinir um fimmtán hundruð. Heildartekjur BusinessPhone árið 2006 námu rúmum 550 milljónum íslenskra króna. Kaupverð er ekki gefið upp. „Við erum fyrst og fremst að þessu til að fylgja á eftir útrás okkar ágætu viðskiptavina,“ segir Brynjólfur Bjarnason, forstjóri Símans. Segir hann að stefnt sé að því veita þeim fyrirtækjum þjón- ustu auk þess að bæta við dönskum viðskiptavinum. Í mars á þessu ári keypti Síminn símafyrirtækið Aerofone í Bretlandi með það sama að markmiði sem Brynjólfur segir að vel hafi tekist til með. Þá segir hann að Síminn muni halda áfram í víkingi í Skandinavíu. Síminn sækir inn á danska markaðinn Breska samstæðan Virgin Group ætlar að breyta um stefnu og skrá nokkrar af eignum samstæðunnar á markað á næstunni. Stephen Murp- hy, forstjóri samstæðunnar, segir í viðtali við breska blaðið The Times að Virgin Group líti nú á sig sem fjárfestingafélag á borð við Black- stone Group. Skráning farsímahluta Virgin í Bandaríkjunum er langt komin en líklegt þykir að skráning líkams- ræktarkeðjunnar Virgin Active og fleiri fyrirtækja verði næst á dag- skrá, svo sem Virgin Atlantic. Virg- in Group mun halda eftir stórum hlutum og gera engar breytingar á stjórnendateyminu. Undir fyrir- tækjahatti sam- stæðunnar eru tugir fyrirtækja, þar á meðal fjöldi flugfélaga og hljómplötuút- gáfa. Virgin Group hefur áður komið við sögu hluta- bréfamarkaðar en félagið var skráð á markað árið 1986. Richard Branson, stofnandi samstæðunnar og stjórnarformað- ur, var hins vegar óánægður með tauminn sem skráningin batt hann í og keypti alla hluti félagsins aftur tveimur árum síðar. Skrá eignir á markað Stjórn japanska seðlabankans ákvað í gærmorgun að halda stýrivöxtum óbreyttum í 0,5 prósentum. Grein- endur höfðu flestir hverjir gert ráð fyrir þessari niðurstöðu í skugga hræringa á alþjóðlegum fjármála- mörkuðum síðustu vikur. Fyrir lá að hækka stýrivexti bankans líkt og vilji var til á þar- síðasta fundi bankastjórnarinnar. Flestir í stjórninni voru hins vegar fylgjandi því að halda vöxtum óbreyttum að sinni þar sem órói á fjármálamörkuðum hafi sett mikið álag á japanska fjárfesta og fjár- málafyrirtæki auk þess sem hátt heimsmarkaðsverð á hráolíu sam- hliða sterku gengi jensins geti haft neikvæðar afleiðingar fyrir útflutn- ing, ekki síst til Bandaríkjanna. Stýrivextir í Japan voru núllstillt- ir fyrir sjö árum til að blása í glæð- ur hagkerfisins í kjölfar efnahags- lægðar sem reið yfir Asíu fyrir áratug. Vextirnir voru ekki hækk- aðir fyrir en í júlí í fyrra og hafa verið hækkaðir um fjórðung úr pró- senti í tvígang síðan þá. Óbreyttir vextir í skugga samdráttar Samkvæmt frétt þýska blaðsins Manager Magazine mun Klaus- Peter Müller, hinn 62 ára gamall forstjóri Commerzbank, stíga niður af forstjórastóli í maí á næsta ári og eftirláta Martin Blessing veldis- sprotann. Müller, sem hefur stýrt Commerzbank á liðnum sex árum, er samningsbundinn bankanum til ársins 2010. Blaðið segir að hann taki við formennsku í stjórn þessa annars stærsta banka Þýskalands. Blessing ber ábyrgð á viðskipt- um bankans við meðalstór fyrir- tæki. FL Group er einn stærsti hluthaf- inn í Commerzbank með um 3,24 prósenta hlut sem metinn er á um 56 milljarða króna. Breytingar á stjórn Commerzbank? Hlutabréf í finnska fjármálafyr- irtækinu Sampo Group tóku stökk upp á við í fyrradag þegar stjórn félagsins greindi frá því að hún hygðist nýta heimild til kaupa á eigin hlutabréfum sem næmi allt að 4,8 prósentum hlutafjár í bankanum. Hækkaði gengi Sampo um fimm prósent á miðvikudaginn eftir að hafa lækkað skarpt frá því miðjan ágúst. Exista er stærsti hluthafinn í Sampo með tæpan fimmtungs- hlut. Sá hlutur er metinn á rúma 210 milljarða króna. Sampo kaupir eigin bréf Peningaskápurinn... Aganefnd OMX-kauphallarinnar í Svíþjóð hefur sektað Kaupþing þar í landi um 200 þúsund sænskra króna, tæpar 1,9 milljónir íslenskra, vegna brota eins miðl- ara á tilkynningaskyldu vegna viðskipta með hlutabréf í janúar og febrúar á þessu ári. Brotin ná til fimmtán færslna með bréf í sænsku félagi sem skráð er á First -North hlutabréfamarkaðinn. Í tilkynningu frá OMX segir að rannsókn á málinu hafi leitt í ljós að gögn um viðskiptin hafi skort auk þess sem misræmis hafi gætt í gengisskráningu þeirra. Hins vegar er tekið fram að erfitt sé að glöggva sig á málinu þar sem við- skiptin hafi ekki verið færð nógu vel til bókar. Aganefndin telur þó ekki sýnt að brotin hafi verið vís- vitandi. Jón Sigurgeirsson, fram- kvæmdastjóri samskiptasviðs Kaupþings, segir þetta leiðinda- mistök sem enginn hafi hagnast á. Starfsmaðurinn, sem hefur verið lengi hjá bankanum, hafi fengið ávítur frá sænska fjármálaeftir- litinu en ekki misst réttindi sín. Þá verður hann fluttur til í starfi, að sögn Jónasar. Kaupþing sektað í Svíþjóð Atorka horfir til að innleysa hagnað Geysir Green Energy gæti farið á markað innan eins og hálfs árs. Frekari fyrir- tækjakaup Promens eru í skoðun sem gætu tafið skráningu félagsins lítillega. ü

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.