Fréttablaðið - 24.08.2007, Page 26

Fréttablaðið - 24.08.2007, Page 26
Sparisjóðirnir hafa verið nokkuð í umræðunni að undanförnu. Viðskiptaráð telur þá staðnaða og á fallanda fæti, deilur hafa verið um formbreytingar Sparisjóðs Skagafjarðar, Spron er að breytast í öflugt hlutaféag og eftirspurn er eftir stofnfjárhlutum margra sparisjóða. Aukinn áhugi á sparisjóðunum á sér mjög eðlilegar skýringar, þ.e. að rekstur þeirra hefur almennt gengið vel á undanförnum árum, þeir hafa vaxið mjög að umfangi og eigin fé og veita viðskipavinum betri þjónustu en aðrar fjármála- stofnanir. Ef til vill stafar gremja Viðskiptaráðs ekki síst af því að augljóst er af árangri sparisjóðanna að unnt er að reka fjármálastofnan- ir með góðum árangri í öðru formi en sem hlutafélag. Eðli og tilgangi sparisjóðann er vel lýst af fyrrverandi stjórnarfor- manni Sparisjóðs Mýrasýslu, Magnúsi Sigurðssyni á Gilsbakka, í formála bókar um 90 ára sögu Sparisjóðs Mýrasýslu sem út kom árið 2003, en þar segir Magnús m.a. „Mestu máli skiptir þó, að hér má lesa, bæði með beinum orðum, en ekki síður milli línanna, að spari- sjóðurinn er af grunni risinn sem félagsleg stofnun; honum var og er ætlað það hlutverk að þjóna héraðinu, með því að ávaxta aflögufé manna í þörfum verkefn- um fyrirtækja og einstaklinga í héraði. Hann hefur því engan veginn eðli hlutafélagsbanka, sem reknir eru til ábata fyrir eigendur hlutafjár. Samskipti hans við einstaklinga og fyrirtæki hafa jafnan mótast af þessarri hugsun“. Um stofnfé sparisjóðanna segir Magnús: „Af þeirri félagslegu hugmyndafræði, sem sparisjóðir byggjast á, leiðir líka, að stofnfjáreig- endur, sem nú eiga að lögum að standa að hverjum sparisjóði, eru engan veginn eigendur sjóðanna, heldur trúnaðar- menn umhverfisins, sem falið er að gæta þessa fjöreggs byggðanna. Ræki þeir hlutverk sitt eins og til er ætlast í þeirri hugmyndafræði, verða sparisjóðirnir aldrei „fé án hirðis“. Þetta er mikilvægt að allir skilji.“ Vert er að hugleiða frekar stöðu og hlutverk sparisjóða á landsbyggðinni.Einkavæðing og fénýting síðustu ára hefur ekki reynst landsbyggðinni heilladrjúg. Hún hefur í flestum tilfellum fært fyrstu eigendum fénýtingarinnar mikla fjármuni en síðari notendur þurfa síðan að bera kostnaðinn af mikilli fjárbindingu. Má þar nefna fénýtingu fiskveiðikvóta og mjólkurkvóta, sölu grunnnets fjarskipta og sala ríkisbankanna hefur ekki bætt þjónustu þeirra á landsbyggðinni. Fénýting eigin fjár sparisjóðanna í þágu stofnfjáreigenda, sem Viðskiptaráð virðist telja sjálfsagða, mun með sama hætti leiða af sér mikla fjárbindingu sem bera þarf kostnað af. Nálægð við fjármála- þjónustu og aðgangur að lánsfé er forsenda atvinnu og mannlífs í hverri byggð. Þessa þjónustu hafa sparisjóðirninr veitt hver á sínu starfssvæði. Er ekki eðlilegt að þeir sem notið hafa þjónustu Sparisjóðs Mýrasýslu eða annarra sparisjóða geri kröfu um að það rekstrarform sparisjóðanna sem reynst hefur vel í 100 ár eigi völ á að lifa í friði, og viðurkennt sé að það hefur kosti ekki síður en græðgi og fénýting? Höfundur er stjórnarformaður Sparisjóðs Suður-Þingeyinga. Þankar um sparisjóði Kristni er í huga flestra háð því að ákveðnir atburðir hafi í raun og veru átt sér stað, að þeir séu sagnfræðilegar staðreyndir. Fræði- menn hafa átt það til að komast að öðrum niðurstöðum og veikja þar með grundvöllinn að kennivaldi kirkjunnar og jafnvel hefur verið litið á vísindi og trú sem andstæður. Sú afstaða hefst að mestu með upplýsingastefnunni. Kenningar kirkjunnar taka margar að láta á sjá og ákveðin andkristni verður vinsæl meðal menntamanna. Í lok 18. aldar er sagnfræðing- urinn mikli Edward Gibbon ekki í vafa um að kristni var ein af helstu orsökunum fyrir hnignun og falli Rómvarveldis og gerir óspart grín að galdrakukli frum- kristinna. Á sama tíma birtast fyrstu efa- semdarit þýskra guðfræðinga sem rannsakað höfðu texta biblí- unnar með gagnrýnu hugarfari. Á nítjándu öld kollvörpuðu nátt- úruvísindin endanlega hinni kristnu heimsmynd og rannsókn- ir guðfræðinga og sagnfræðinga á biblíutextum sýndi hversu óáreiðanlegir þeir voru. Kristnin stóð orðið verulega höll- um fæti og brugðust guðfræð- ingar við því með nýrri og fjáls- lyndari guðfræði. Jón Helgason var biskup 1916 til 1938 og taldist til nýguðfræð- inga. Ekki voru allir sáttir við þessa nýju stefnu, enda sagði séra Árna aðspurður að enn væri biskupinn „allt of ern“. Samkvæmt nýguð- fræðinni er ekki gert ráð fyrir að neitt í Biblíunni sé bókstaf- lega rétt heldur beri að túlka allt sem þar stendur og túlki þá hver fyrir sig. Ekki fær kirkjan mikið hlutverk þarna og jafnframt virðist stutt í trúleysi enda litu margir svo á. Jón Helgason gekk til náms í Kaupmannahöfn og þar er enn að finna mjög svo frjálslynda rót- tæka guðfræðinga. Ekki fer miklum sögum af þeim hér á landi. Eftir því sem veldi Ottómana hnignaði reyndist auðveldara að stunda fornleifarannsóknir í Pal- estínu og meðal stórmenna sem það gerðu var W.F. Albright við upphaf 20. aldarinnar. Gengu menn þar til verks með biblíuna í annarri hendinni en múrskeiðina í hinni. Eftir stofnun Ísraelsríkis tóku við menn á borð við Yigael Yadin við rannsóknum. Markmið Yad- ins og annarra var einnig að stað- festa sagnfræði Biblíunnar en nú í þeim tilgangi að rökstyðja yfir- ráð gyðinga í Palestínu. Leitið og þér munuð finna er sagt og víst er að sannanir á biblíusögum reyndust á hverju strái. Jeríkó og aðrar borgir sýndu augljós merki um innrás Jósúa, en í Megiddo og Hazor fundu menn ummerki um stór- veldi Davíðs og Salómons. Hver uppgröfturinn á fætur öðrum staðfesti sagnfræði Gamla testa- mentisins. Eftir því sem mönnum varð kunnugt um þessar rannsóknir á seinni hluta 20. aldarinnar færð- ist klerkum kapp í kinn og sú bylgja strangtrúnaðar sem geng- ið hefur yfir Bandaríkin undan- farna þrjá áratugi eða svo er ein afleiðing þess að nú þóttust menn hafa sannað Biblíuna, alla vega fyrri hluta og þann sem skiptir máli fyrir rísandi stórveldi. Eftir sex daga stríðið 1967 opn- aðist ísraelskum fornleifafræð- ingum fyrst aðgangur að hinum fornu svæðum Ísraels og Júdeu eins og þeim er lýst í Biblíunni en þau eru á því svæði sem kall- ast Vesturbakkinn. Nýjum aðferðum var beitt og trú á sagn- fræði Biblíunnar var ekki lengur talin forsenda. Þeir Finkelstein og Silberman hafa tekið saman rannsóknarnið- urstöður síðustu áratugi í tveim- ur bókum frá 2001 og 2006. Í stuttu máli er búið að koll- varpa flestu því sem á undan var gengið. Nánast engin ummerki finnast um neitt af því sem segir frá í Biblíunni fyrr en komið er fram á 9. öld f.o.t. Enginn Ísra- elslýður í Sínai, engin innrás Jósúa, ekkert stórveldi Davíðs og Salómons. Gríðarleg gróska er á þessu sviði og merkar nýjungar sífellt að koma fram en það er sérstakt til þess að hugsa að ófriður sá, sem nú stendur yfir í Palestínu skuli hindra rannsóknir á trú- verðugleika þeirra bókar er ófriðnum olli til að byrja með. Heimildaskrá þessarar greinar má finna á blogg.visir.is/binntho. Höfundur er verkamaður. Enn af sagnfræði og trú Bæjarstjórinn í Vestmannaeyj- um, Elliði Vignisson, sendi mér tóninn í Fréttablaðinu á mið- vikudag. Talar hann um „draugasögur“ og „dómsdagsspár“ og gerir lítið úr þátt- töku minni í umræðunni um samgöngur á sjó til Vestmanna- eyja. Sem skipstjóri um árabil, þekkjandi sjólag og allar aðstæður við suðurströndina, og nú sem þingmaður Suður- kjördæmis, tel ég mér skylt að taka þátt í umræðunni um fyr- irhugaða hafnargerð í Bakka- fjöru. Ég hef m.a. vakið athygli á rifinu fyrir framan fyrirhug- aða höfn og varað við því að þar gætu skapast hættulegar aðstæður, ef ekki væri farið í fullnægjandi framkvæmdir, strax í upphafi, til að lágmarka hættuna á grunnbrotum. Um lengingu varnargarða segir Elliði: „Hið sanna er að lenging garða um 300 metra hefur enga skynsamlega samsvörun við verkefnið og skilar engum ábata nema síður sé.“ Það væri synd að segja að bæjarstjórinn þjáðist af hógværð og minnimáttarkend. Í stað þess að taka ábending- um um það sem betur mætti fara fagnandi og koma þeim áleiðis í umræðunni og undirbúningi, þá gerir hann lítið úr þeim. Það lýsir ekki mikilli dóm- greind heldur hroka sem bæjarstjórinn þyrfti að losa sig við. Ef tekst að byggja hafnarmannvirki í Bakkafjöru, sem eru örugg og fullnægj- andi fyrir Vest- mannaeyinga, þá fagna ég því. En í mínum huga er það verkefni vandasamt og ekki hafið yfir gagnrýni og mál- efnalega umræðu. Ef litið er til framtíðar sýnist mér að höfn í Bakkafjöru muni geta minnkað umsvif úti í Eyjum frá því sem nú er. Löndun á fiski gæti færst í Bakkafjöru og ýmis þjónusta, sem nú fer fram í Eyjum, gæti færst upp á land. Framtíðin mun skera úr um hvort Bakkafjöruhöfn muni leysa samgöngumál Vest- mannaeyinga á sjó með fullnægjandi hætti. Ég hvet til þess, enn og aftur, að allar hliðar málsins verði skoðaðar betur, áður en endanlegar ákvarðanir verða teknar. Það er nóg komið af skyndiákvörð- unum stjórnvalda og nægir þar að minnast á Grímseyjar- ferjuna. Að lokum skal þeirri hugmynd varpað fram að Elliði bæjarstjóri beiti sér fyrir Því að Vestmannaeyingar fái tækifæri til að kjósa um hvort þeir vilja höfn í Bakka- fjöru eða hraðskreiðari nýjan Herjólf sem sigli til Þorláks- hafnar eins og verið hefur til þessa. Höfundur er þingmaður Frjáls- lynda flokksins fyrir Suðurkjör- dæmi. Til bæjarstjóra Vestmannaeyinga AÐ KAUPA VÍN ER EKKERT GRÍN Haf›u skilríkin me›fer›is. Takk fyrir að sýna okkur skilríki að eigin frumkvæði þegar þú kemur í Vínbúðina. Þannig leggjumst við á eitt um að takmarka aðgengi unglinga að áfengi.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.