Fréttablaðið - 24.08.2007, Side 44

Fréttablaðið - 24.08.2007, Side 44
tíska&fegurð6 Hárið varð einnig meðfærilegra eftir þetta og ekki mikið mál fyrir Ruth að laga það sjálf í framhaldinu,“ segir hún en það er einmitt nokkuð sem flestir kunna að meta í dagsins önn. Um förðun fyrirsætunnar sá Fjóla Finnbogadóttir, snyrti- og förðunarfræð- ingur hjá Snyrtimiðstöðinni Lancomé. „Það er alveg merkilegt hvað svona getur kennt manni að farða sig upp á nýtt,“ sagði Ruth um förðunina en eins og flestar konur kannast við er auðvelt að fest- ast í sama farinu þegar kemur að þessum málum. Fjóla notaðist aðallega við fjólu- bláa tóna við augn- förðunina þar sem sá litur var helst áberandi í fatnaði Ruthar og fer vel við aðra hlutlausari liti. Sjálf var Ruth hæstánægð með útkom- una og sagði vini og vandamenn einnig hafa tekið breytingunni vel. „Fyndnasta athugasemdin kom svo frá vinnufélaga sem leit á mig hissa og sagði -Guð hvað þú lítur vel út, ertu að skilja eða hvað!?,“ segir Ruth og skellir upp úr. Bestu þakkir til Hótel Borgar fyrir lánið á svítunni, Salon Veh fyrir umsjón með hári og Snyrtimiðstöðvar Lancomé fyrir snyrtingu og förðun. Umsjón og texti: Margrét H. Gústavsdóttir Ruth fyrir breytingar. Fjóla farðaði Ruth með Absolute Teint Nr. 1 frá Lancomé. Þar á eftir notaði hún hyljara þar sem við átti og Absolute Poudre yfir allt andlitið. Því næst var allt augnlokið þakið með Color Focus nr. 305 og skyggt með Color Focus nr. 308. Lína var dregin með augnblýanti nr. 37 í kringum augu og vatnsheldur augnblýantur nr. 9 var notaður inn á augnhvarminn. Augabrúnirnar skyggðar með Color Focus Duo nr. 201 og línan í kringum varirnar var dregin með varablýanti nr. 106. Fjóla notaði Juicy Wear varalit nr. 398 og að lokum setti hún punktinn yfir i-ið með Juicy Tube gloss nr. 31. Stígvél kr. 38.980, hvít skyrta á 12.980, dásamlega dýrðleg mokkakápa á 189.980 kr. og gallabuxur 14.980 kr. Öll fötin tilheyra Boss Orange kvenfatalínunni og fást hjá Boss í Kringlunni. 24. ÁGÚST 2007 FÖSTUDAGUR

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.