Fréttablaðið - 24.08.2007, Blaðsíða 68

Fréttablaðið - 24.08.2007, Blaðsíða 68
Undanfarin ár hafa fréttir af mótmælend- um verið fyrirferðar- miklar í íslenskum fjölmiðlum. Sérstak- lega hafa þessar frétt- ir verið áberandi yfir sumarmánuðina, enda er sumarið nokkurs konar vertíð mótmæl- enda. Sumir þessara mótmælenda koma vel fyrir og hafa margt til síns máls en aðrir eru svo óheill- andi að maður er helst á því að þeir vinni gegn málstaðnum sem þeir vilja svo hart berjast fyrir. Í gærmorgun vaknaði ég upp við þær fréttir í útvarpinu að frestur til að hreyfa mótmæli við fyrirhuguðum breytingum í Kola- portinu hefði verið framlengdur. Af einhverri undarlegri ástæðu hefur allt tal um breytingar á Kolaportinu farið fram hjá mér til þessa. Eflaust hafa fréttir af því fengið minni sess í fjölmiðlum en fréttir af aðgerðum mótmælenda víða um land. Ég ákvað því að fara á netið og kynna mér um hvað málið snerist. Til stendur að minka gólfflöt Kolaportsins um 500 fermetra og fækka inngöngum. Þá á að lækka lofthæð verulega. Þetta á að gera til að koma fyrir bílastæðahúsi í hluta þess rýmis þar sem Kola- portið er nú. Í ofanálag verður Kolaportið lokað í hálft annað ár ef af þessum fyrirhuguðu fram- kvæmdum verður. Mér rann kalt vatn milli skinns og hörunds við þennan lestur. Ég er ekki eldri en svo að fyrir mér er Kolaportið bráðnauðsynlegur hluti af bæjarbragnum í Reykja- vík. Enda fer ég þangað oftar en flestir sem ég þekki og hef í ófá skipti gert mín bestu kaup þar. Það má segja að í Kolaportinu sameinist erlend markaðstorg- asteming íslenskri sveitarómant- ík. Enda hefur það í senn þjóðlegt og alþjóðlegt yfirbragð. Ég ætla því að fylgjast vel með framvindu þessa máls og ef illa fer er aldrei að vita nema maður verði sjálfur fréttaefni næsta sumars þegar maður mætir með mótmælaspjöldin og dredda í hárinu fyrir utan Kolaportið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.