Fréttablaðið - 24.08.2007, Blaðsíða 72

Fréttablaðið - 24.08.2007, Blaðsíða 72
Leikfélag Akureyrar hefur gengið vel undanfarin ár undir stjórn Magnúsar Geirs Þórðarsonar. Verk- efnaskrá vetrarins var kynnt á miðvikudag og er glæsileg blanda nýrra verka og eldri: nóg verður í boði, bæði í Samkomuhúsinu og í Rýminu, tilraunasviði LA. Bíða menn nú spenntir að sjá hvort árleg aðsóknarmet þar nyrðra eru orðin regla og bendir margoft til að efni sé í enn einn metvetur LA. Fyrsta frumsýning vetrarins er á fjölskylduleikritinu Óvitar! eftir Guðrúnu Helgadóttur í leikstjórn Sigurðar Sigurjónssonar. Óvitar voru afar vinsælir fyrir fjölda ára á sviði Þjóðleikhússins en hafa ekki sést áður nyrðra: þar leika fullorðnir börn og börn hina full- orðnu í lítilli bæjarsögu nútíma- lífshátta. Frumsýning er 15. sept- ember og ekki að efa að sýningin mun njóta mikilla vinsælda enda vandað til í hvívetna með stórum hóp listrænna stjórnenda undir forystu Sigurðar Sigurjónssonar leika og leikstjóra. Alls taka 24 leikarar þátt í sýningunni. Önnur mikil vinsældasýning er í vændum um jól þegar flutt verð- ur þýðing og leikgerð Gísla Rún- ars Jónssonar á aldargömlum farsa, Fló á skinni, sem LR lék í tvígang á liðinni öld og tugir þús- unda sáu, bæði á áttunda og seint á níunda áratugnum. Hér reynir á ungan leikarahóp í leikformi sem talið er eitt erfiðasta, farsaleikn- um. Gísli hefur þegar getið sér frægðarorð fyrir að feta slóð Emils Thoroddsen í hnyttnum til- færslum á sígildum gamanleikj- um í íslenskt umhverfi. Magnús Geir leikhússtjóri leikstýrir. Það eru alvarlegri tónar í tveimur verkum sem koma á svið eftir áramótin: Ökutímar eftir Paulu Vogel er nokkurra ára verðlauna- verk og verður frumsýnt í byrjun nóvember en tónlistarkonan Lay Low semur og flytur tónlistina í sýningunni. Í Ökutímum er tekið á erfiðu máli í fjölskyldu, hvernig nákominn ættingi nýtir sér aðstæður til að koma fram fýsn sinni til unglingsstúlku. María Reyndal leikstýrir en meðal leik- enda eru Þröstur Leó Gunnars- son, Guðjón Davíð Karlsson, og Þrúður Vilhjálmsdóttir. Frumsýn- ing er 2. nóvember í Rýminu en sýningar þar mun TM styrkja á þessum vetri. Eftir áramót verður nýtt íslenskt leikrit, Dubbeldusch eftir Björn Hlyn Haraldsson, frumsýnt en það er sett upp í samstarfi við Vesturport. Leikrit um ástina, lífið, tilviljanir og erfiða valkosti. Leikritið er frumraun Björns Hlyns Haraldssonar sem leik- skálds. Frumsýnt um miðjan mars í Rýminu. Meðal leikenda eru Ólafur Darri Ólafsson, Víkingur Kristjánsson, Harpa Arnardóttir og Elma Lísa Gunnarsdóttir. Í vetur verður efnt til leiklestrar- raðar undir nafninu Krónuleikhús en þar verður íslenskri leikhús- klassík gerð góð skil. Flutt verða leikritin Skugga Sveinn, Fjalla Eyvindur og Piltur og Stúlka. Einnig verður leiklesin ný leik- gerð upp úr ævi og sögum Nonna sem skrifuð hefur verið fyrir LA. Að minnsta kosti fimm gesta- sýningar verða á fjölum LA í vetur og má þar nefna sýningu Íslenska dansflokksins á þremur verkum í október: Íslenski dans- flokkurinn heldur í þriggja vikna sýningarferðalag um Bandaríkin en kemur norður fyrst. Sýnd verða þrjú af bestu verkum flokksins undanfarið: Maðurinn er alltaf einn eftir Ólöfu Ingólfs- dóttur, Elsa eftir Láru Stefáns- dóttur og Critic´s choice? eftir Peter Anderson. Sýningin er í senn aðgengileg og kraftmikil og við hæfi allrar fjölskyldunnar. Þá kemur Kristján Ingimarsson með nýtt verk norður, Frelsarann, sem verður sýnt í tvígang í nóv- ember. Jón Páll Eyjólfsson leik- stýrir sýningunni, en hann er Akureyringum að góðu kunnur fyrir uppsetningar sínar á Maríu- bjöllunni og Herra Kolbert. Killer Joe, hin lofaða sýning Skámána, kemur norður, Þú ert nú meiri jólasveinninn sem Ágústa Skúla- dóttir leikstýrir en útlit hannar Katrín Þorvaldsdóttir. Margt fleira er á verkefnaskrá LA: Settur verður á laggirnar leik- listarskóli í samstarfi við Söng- list, farið í leikhúsferð til London og áfram verður boðið upp á leik- húslíf sem valgrein í grunnskól- um Akureyrar. Nú er unnið að þróun fjögurra nýrra íslenskra leikrita á vegum leikhússins sem munu birtast á fjölum LA á næstu árum. 21 22 23 24 25 26 27 Á laugardag verður opnuð sýning á verkum listakonunnar Nínu Sæmundson í Sögusetrinu á Hvols- velli. Jónína Sæmundsdóttir eða Nína eins og hún kallaði sig, var fædd í Nikulásarhúsum í Fljóts- hlíð 1892. Nínu var aðeins 23 ára þegar hún fékk inni í Tekniske skole í Kaupmannahöfn 1915-16. Síðan fer hún í Konunglegu lista- akademíuna þar sem hún er við nám til 1920. Nína veikist af berkl- um 1920 og átti við heilsuleysi að stríða um nokkurt skeið. Það stoppaði hana ekki í að fara til Rómar þar sem hún dvaldi í ár og lagði frekari grunn að myndlistar- ferli sínum. Henni bauðst að sýna í New York 1926, og eftir það var hún um kyrrt fyrir vestan, fyrst í New York og síðan í Hollywood. Þar bjó hún og starfaði í þrjá áratugi. Í Bandaríkjunum vann hún mörg opinber verkefni og öðlaðist vin- sældir sem næmur og fágaður portrettlistamaður. Meðal opin- berra verkefna hennar má nefna Afrekshug fyrir Waldorf Astoria hótelið í New York 1931, mynd af Prómeþeif í Los Angeles 1935 og minnisvarða um Leif Eiríksson 1936, einnig í Los Angeles. Af mannamyndum má nefna portrett af Hedy Lamarr, Peter Freuchen og Vilhjálmi Stefánssyni en hún var virtur portret-málari þar í borg. Nína hélt alltaf íslenskum ríkisborgararétti sínum. Síðustu árin tók hún nokkurn þátt í íslensku listalífi, m.a. með sýning- um á höggmyndum og olíumál- verkum. Hún lést 1965. Meðal verka Nínu á Íslandi eru Móðurást í Lækjargötu í Reykja- vík. Maríumynd í Selfosskirkju, Rökkur á Sólheimum í Grímsnesi, Ung móðir við Hlíðarendakirkju í Fljótshlíð og Þorsteinn Erlingsson í Þorsteinslundi í Fljótshlíð og Njáll á Sögusetrinu. Árni Mathiesen opnar sýning- una kl. 14.00 og mun hún standa til 22. september. - Sýning á verkum Nínu Menningargnægð Norræna húsið 18. – 26. ágúst 2007 Föstudagur 24. ágúst Glerskáli: Norræna húsið: Listsýningar alla daga á meðan á hátíðinni stendur: Hönnunarsýning frá Álandseyjum Ljósmyndasýning um arkitektúr Ljósmyndasýning Rebekku Guðleisfdóttur Global Village Heimsþorp “Sköpun úr rusli” og ljósmyndasýning Vinnuskóla Reykjavíkur Sýning á verkum leikskólabarna Tónleikar: Kl. 19:30 Ólöf Arnalds Kl. 21:00 Budam Kl. 22:30 Jens Lekman Kl. 16:00 Lavaland, verkstæði fyrir unglinga í kjallara hússins. Kl. 16:00 Finnska heimildarmyndin Mitt liv i Spanien eftir finnska leikstjórann Janne Leivo. Enskur texti. Kl. 17:00 Fyrirlestur: Eduardo Grutzky og Amnesty International Island Kl. 18:00 – 20:00 Sögustund: Kl. 18:00 Unnur Guðjónsdóttir Kl. 19:00 Einar Kárason Kl. 20:00 Med andra ord, sirkussýning www.nordice.is - www.reyfi.is norra na huside - - FÖS 24. ÁGÚST DJ Andrea Jóns LAU 25. ÁGÚST KL 23:59 The Musik Zoo DJ Sonic FIM 30. ÁGÚST KL 21:00 Jan Mayen Útgáfutónleikar FÖS 31. ÁGÚST KL 23:00 Drep Vonbrigði HAFNARSTRÆTI 1-3, BAKHÚS SUN-FIM 19:00-01:00 FÖS-LAU 19:00-05:00 WWW.MYSPACE.COM/ORGANREYKJAVIK Sýningar haustsins komnar í sölu á netinu! Miðasala á netinu! www.leikhusid.is Auglýsingasími – Mest lesið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.