Fréttablaðið - 24.08.2007, Blaðsíða 72
Leikfélag Akureyrar hefur
gengið vel undanfarin ár
undir stjórn Magnúsar
Geirs Þórðarsonar. Verk-
efnaskrá vetrarins var
kynnt á miðvikudag og er
glæsileg blanda nýrra verka
og eldri: nóg verður í boði,
bæði í Samkomuhúsinu og
í Rýminu, tilraunasviði LA.
Bíða menn nú spenntir að
sjá hvort árleg aðsóknarmet
þar nyrðra eru orðin regla
og bendir margoft til að efni
sé í enn einn metvetur LA.
Fyrsta frumsýning vetrarins er á
fjölskylduleikritinu Óvitar! eftir
Guðrúnu Helgadóttur í leikstjórn
Sigurðar Sigurjónssonar. Óvitar
voru afar vinsælir fyrir fjölda ára
á sviði Þjóðleikhússins en hafa
ekki sést áður nyrðra: þar leika
fullorðnir börn og börn hina full-
orðnu í lítilli bæjarsögu nútíma-
lífshátta. Frumsýning er 15. sept-
ember og ekki að efa að sýningin
mun njóta mikilla vinsælda enda
vandað til í hvívetna með stórum
hóp listrænna stjórnenda undir
forystu Sigurðar Sigurjónssonar
leika og leikstjóra. Alls taka 24
leikarar þátt í sýningunni.
Önnur mikil vinsældasýning er í
vændum um jól þegar flutt verð-
ur þýðing og leikgerð Gísla Rún-
ars Jónssonar á aldargömlum
farsa, Fló á skinni, sem LR lék í
tvígang á liðinni öld og tugir þús-
unda sáu, bæði á áttunda og seint
á níunda áratugnum. Hér reynir á
ungan leikarahóp í leikformi sem
talið er eitt erfiðasta, farsaleikn-
um. Gísli hefur þegar getið sér
frægðarorð fyrir að feta slóð
Emils Thoroddsen í hnyttnum til-
færslum á sígildum gamanleikj-
um í íslenskt umhverfi. Magnús
Geir leikhússtjóri leikstýrir.
Það eru alvarlegri tónar í tveimur
verkum sem koma á svið eftir
áramótin: Ökutímar eftir Paulu
Vogel er nokkurra ára verðlauna-
verk og verður frumsýnt í byrjun
nóvember en tónlistarkonan Lay
Low semur og flytur tónlistina í
sýningunni. Í Ökutímum er tekið
á erfiðu máli í fjölskyldu, hvernig
nákominn ættingi nýtir sér
aðstæður til að koma fram fýsn
sinni til unglingsstúlku. María
Reyndal leikstýrir en meðal leik-
enda eru Þröstur Leó Gunnars-
son, Guðjón Davíð Karlsson, og
Þrúður Vilhjálmsdóttir. Frumsýn-
ing er 2. nóvember í Rýminu en
sýningar þar mun TM styrkja á
þessum vetri.
Eftir áramót verður nýtt
íslenskt leikrit, Dubbeldusch eftir
Björn Hlyn Haraldsson, frumsýnt
en það er sett upp í samstarfi við
Vesturport. Leikrit um ástina,
lífið, tilviljanir og erfiða valkosti.
Leikritið er frumraun Björns
Hlyns Haraldssonar sem leik-
skálds. Frumsýnt um miðjan mars
í Rýminu. Meðal leikenda eru
Ólafur Darri Ólafsson, Víkingur
Kristjánsson, Harpa Arnardóttir
og Elma Lísa Gunnarsdóttir.
Í vetur verður efnt til leiklestrar-
raðar undir nafninu Krónuleikhús
en þar verður íslenskri leikhús-
klassík gerð góð skil. Flutt verða
leikritin Skugga Sveinn, Fjalla
Eyvindur og Piltur og Stúlka.
Einnig verður leiklesin ný leik-
gerð upp úr ævi og sögum Nonna
sem skrifuð hefur verið fyrir LA.
Að minnsta kosti fimm gesta-
sýningar verða á fjölum LA í
vetur og má þar nefna sýningu
Íslenska dansflokksins á þremur
verkum í október: Íslenski dans-
flokkurinn heldur í þriggja vikna
sýningarferðalag um Bandaríkin
en kemur norður fyrst. Sýnd
verða þrjú af bestu verkum
flokksins undanfarið: Maðurinn
er alltaf einn eftir Ólöfu Ingólfs-
dóttur, Elsa eftir Láru Stefáns-
dóttur og Critic´s choice? eftir
Peter Anderson. Sýningin er í
senn aðgengileg og kraftmikil og
við hæfi allrar fjölskyldunnar.
Þá kemur Kristján Ingimarsson
með nýtt verk norður, Frelsarann,
sem verður sýnt í tvígang í nóv-
ember. Jón Páll Eyjólfsson leik-
stýrir sýningunni, en hann er
Akureyringum að góðu kunnur
fyrir uppsetningar sínar á Maríu-
bjöllunni og Herra Kolbert. Killer
Joe, hin lofaða sýning Skámána,
kemur norður, Þú ert nú meiri
jólasveinninn sem Ágústa Skúla-
dóttir leikstýrir en útlit hannar
Katrín Þorvaldsdóttir.
Margt fleira er á verkefnaskrá
LA: Settur verður á laggirnar leik-
listarskóli í samstarfi við Söng-
list, farið í leikhúsferð til London
og áfram verður boðið upp á leik-
húslíf sem valgrein í grunnskól-
um Akureyrar. Nú er unnið að
þróun fjögurra nýrra íslenskra
leikrita á vegum leikhússins sem
munu birtast á fjölum LA á næstu
árum.
21 22 23 24 25 26 27
Á laugardag verður opnuð sýning
á verkum listakonunnar Nínu
Sæmundson í Sögusetrinu á Hvols-
velli. Jónína Sæmundsdóttir eða
Nína eins og hún kallaði sig, var
fædd í Nikulásarhúsum í Fljóts-
hlíð 1892. Nínu var aðeins 23 ára
þegar hún fékk inni í Tekniske
skole í Kaupmannahöfn 1915-16.
Síðan fer hún í Konunglegu lista-
akademíuna þar sem hún er við
nám til 1920. Nína veikist af berkl-
um 1920 og átti við heilsuleysi að
stríða um nokkurt skeið. Það
stoppaði hana ekki í að fara til
Rómar þar sem hún dvaldi í ár og
lagði frekari grunn að myndlistar-
ferli sínum.
Henni bauðst að sýna í New
York 1926, og eftir það var hún um
kyrrt fyrir vestan, fyrst í New
York og síðan í Hollywood. Þar bjó
hún og starfaði í þrjá áratugi. Í
Bandaríkjunum vann hún mörg
opinber verkefni og öðlaðist vin-
sældir sem næmur og fágaður
portrettlistamaður. Meðal opin-
berra verkefna hennar má nefna
Afrekshug fyrir Waldorf Astoria
hótelið í New York 1931, mynd af
Prómeþeif í Los Angeles 1935 og
minnisvarða um Leif Eiríksson
1936, einnig í Los Angeles. Af
mannamyndum má nefna portrett
af Hedy Lamarr, Peter Freuchen
og Vilhjálmi Stefánssyni en hún
var virtur portret-málari þar í
borg. Nína hélt alltaf íslenskum
ríkisborgararétti sínum. Síðustu
árin tók hún nokkurn þátt í
íslensku listalífi, m.a. með sýning-
um á höggmyndum og olíumál-
verkum. Hún lést 1965.
Meðal verka Nínu á Íslandi eru
Móðurást í Lækjargötu í Reykja-
vík. Maríumynd í Selfosskirkju,
Rökkur á Sólheimum í Grímsnesi,
Ung móðir við Hlíðarendakirkju í
Fljótshlíð og Þorsteinn Erlingsson
í Þorsteinslundi í Fljótshlíð og
Njáll á Sögusetrinu.
Árni Mathiesen opnar sýning-
una kl. 14.00 og mun hún standa til
22. september. -
Sýning á verkum Nínu
Menningargnægð
Norræna húsið
18. – 26. ágúst 2007
Föstudagur 24. ágúst
Glerskáli:
Norræna húsið:
Listsýningar alla daga á
meðan á hátíðinni stendur:
Hönnunarsýning frá
Álandseyjum
Ljósmyndasýning um
arkitektúr
Ljósmyndasýning
Rebekku Guðleisfdóttur
Global Village Heimsþorp
“Sköpun úr rusli” og
ljósmyndasýning
Vinnuskóla Reykjavíkur
Sýning á verkum
leikskólabarna
Tónleikar:
Kl. 19:30 Ólöf Arnalds
Kl. 21:00 Budam
Kl. 22:30 Jens Lekman
Kl. 16:00
Lavaland, verkstæði
fyrir unglinga í kjallara
hússins.
Kl. 16:00
Finnska heimildarmyndin
Mitt liv i Spanien eftir
finnska leikstjórann
Janne Leivo. Enskur texti.
Kl. 17:00
Fyrirlestur:
Eduardo Grutzky
og Amnesty International
Island
Kl. 18:00 – 20:00
Sögustund:
Kl. 18:00
Unnur Guðjónsdóttir
Kl. 19:00
Einar Kárason
Kl. 20:00
Med andra ord,
sirkussýning
www.nordice.is - www.reyfi.is
norra na huside -
-
FÖS 24. ÁGÚST
DJ Andrea Jóns
LAU 25. ÁGÚST KL 23:59
The Musik Zoo
DJ Sonic
FIM 30. ÁGÚST KL 21:00
Jan Mayen
Útgáfutónleikar
FÖS 31. ÁGÚST KL 23:00
Drep
Vonbrigði
HAFNARSTRÆTI 1-3, BAKHÚS
SUN-FIM 19:00-01:00 FÖS-LAU 19:00-05:00
WWW.MYSPACE.COM/ORGANREYKJAVIK
Sýningar haustsins komnar í sölu á netinu!
Miðasala á netinu!
www.leikhusid.is
Auglýsingasími
– Mest lesið