Fréttablaðið - 24.08.2007, Qupperneq 76
Icelandic Music Export, í samstarfi
við aðstandendur tónlistarhátíð-
arinnar Iceland Airwaves, mun
gefa út sérstakan safndisk í til-
efni hátíðarinnar sem fáanlegur
verður á iTunes í Bandaríkjun-
um. Er þetta í fyrsta sinn í níu ára
sögu Iceland Airwaves sem
slíkur safndiskur er gefin út
en um er að ræða mikla og
góða kynningu á nokkrum af
fremstu hljómsveitum lands-
ins. Platan mun heita „Ice-
land Airwaves Eruption“ og
inniheldur lög eftir sveitir
á borð við Mugison, Lay Low,
Ampop, Seabear, Sign, Mínus
og fleiri. iTunes nýtur gríðar-
legra vinsælla í Bandaríkjun-
um og veltir tugum milljarða
árlega með sölu á breiðskífum
og einstaka lögum.
„Við erum að nýta okkur
tengiliði sem við höfum innan
iTunes til að koma þessum
listamönnum á framfæri í
gegnum stafrænt
umhverfi,“ segir Anna
Hildur Hildibrands-
dóttir, framkvæmda-
stjóri IMX. „Við
erum með almanna-
tengil ytra að vinna
fyrir okkur og mann í
að koma plötunni á
framfæri á útvarpsstöðvum. Hún verð-
ur send á um 600 útvarpsplötusnúða í
Bandaríkjunum og yfir 300 vef- og
prentmiðla þannig að um frábæra kynn-
ingu er að ræða,“ segir Anna.
Iceland Airwaves á iTunes
Elsti faðir heims stendur
heldur betur undir nafni
og hefur nú eignast sitt 21.
barn, níræður að aldri.
Indverski bóndinn Nanu Ram Jogi
er orðinn 90 ára gamall en er frjó-
samur sem aldrei fyrr. Hann er
skráður í heimsmetabók Guinnes
sem elsti pabbi í heimi og fyrir
tveimur vikum sló Jogi sitt eigið
heimsmet þegar hann eignaðist sitt
21. barn á lífsleiðinni, dótturina
Girija Rajkumari. Jogi eignaðist
dótturina með sinni fjórðu eigin-
konu og hefur í hyggju að halda
áfram að eignast börn þar til hann
verður 100 ára.
„Konur elska mig,“ segir Jogi.
„Ég vill eignast fleiri börn. Ég er
við hestaheilsu og get lifað nokkra
áratugi til viðbótar. Ég vill eignast
börn allavega þar til ég verð 100
ára - þá hætti ég kannski,“ segir
hann.
Fyrsta plata Pink Floyd, The
Piper at the Gates of Dawn,
verður endurútgefin á þremur
diskum hinn 3. september í til-
efni af fjörutíu ára afmæli
hljómsveitarinnar.
Tvær áður óútgefnar útgáfur
af lögunum Matilda Mother og
Apples and Oranges verða á
endurútgáfunni auk tveggja
sjaldgæfra útgáfa af laginu Int-
erstellar Overdrive.
Plata kom upphaflega út hinn
5. ágúst 1967. Var hún tekin upp
í hljóðverinu Abbey Road á
sama tíma og Bítlarnir unnu að
gerð Sgt. Pepper´s Lonely
Hearts Club Band. Gítarleikar-
inn og söngvarinn Syd Barrett,
Frumburðurinn
Nám í tónvinnslu
og lagasmíðum
- í samstarfi við Digidesign framleiðanda Pro-Tools
Tónvinnsluskólinn „Sponsored Digidesign School“
Nýlega gerðu Tónvinnsluskólinn og Digidesign með sér
samstarfssamning um þjálfun nemenda í Pro-Tools og kallast nú
Tónvinnsluskólinn „Digidesign Sponsored School“.
Þetta veitir okkur rétt til að kenna til alþjóðlega viðurkennds prófs
Pro-Tools 101 og Pro-Tools 110. 101 gráðan gerir mönnum kleift að nota
Pro-Tools til eigin hagsmuna við lagasmíðar og upptökur meðan að 110
gráðan gerir mönnum kleift að nota Pro-Tools í hljóðversumhverfi
atvinnumannsins.
Veitir rétt til framhaldsnáms
Eftir að hafa tekið þessi próf geta nemendur farið beint í 201 og 210
gráðurnar erlendis sem gerir menn að viðurkenndum „Pro-Tools
Operator“ sem gefur möguleika á störfum hér og erlendis í hljóðverum
og kvikmyndaverum.
Hvernig klárar maður lag frá A til Ö
Að öðru leiti er námskeiðið óbreytt, farið er í ferlið frá því að hugmynd
að lagi kviknar þar til lag er tilbúið til útgáfu, hvernig gengið er frá
hljómablöðum (lead sheets) og samskiptum í hljóðveri.
Kennt er á midiforritið Reason, hljóðforritið Melodine, farið í almennar
upptökur, míkrófóntækni og staðsetningar, eftirvinnslu, hljóðblöndun og
lokahljóðjöfnun.
HAUSTNÁMSKEIÐIN ERU AÐ HEFJAST
Námskeiðin
hefjast í
september.
Skráningar í
síma 534 9090
eða á
heimasíðunni
www.tonvinnslu
skoli.is
4 mánaða nám, 160 klst.
319.900,- kr.
(veittur er 15% staðgreiðsluafsláttur)
Fleiri greiðslumöguleikar í boði.
Sponsored Digidesign School