Fréttablaðið - 24.08.2007, Blaðsíða 79

Fréttablaðið - 24.08.2007, Blaðsíða 79
Söngkonan Christina Aguilera á ekki sjö dagana sæla um þessar mundir, því óléttan reynist henni erfið. Heimildir herma að Aguil- era sé nú komin fjóra mánuði á leið. Væntanlegur erfingi er fyrsta barn hennar og eiginmanns hennar, Jordan Bratman. „Fyrstu fjórir mánuðirnir hafa verið mjög erfiðir hjá henni,“ segir einn kunningi söngkonunn- ar. Aguilera þjáist af öndunarerf- iðleikum, mikilli morgunógleði og almennri þreytu. Þrátt fyrir vandamálin hélt söngkonan þó í tónleikaferð, sem til allrar ham- ingju er nú lokið. Hvorki Aguilera né eiginmað- ur hennar hafa staðfest þungun- ina. Erfið ólétta hjá Aguilera Klámstjarnan Jenna Jameson hefur látið fjarlægja sílikonpúða úr frægum brjóstum sínum og hefur sagt skilið við klámheiminn. Jameson kveðst hundrað prósent ákveðin í að leggja klámið á hill- una, en það mun hafa haft sín áhrif á brjóstaminnkunina. Jameson segist upplifa nýtt frelsi með minni brjóst á bringunni. „Nú get ég skokkað án þess að halda utan um brjóst- in á mér,“ sagði hún. Stjarnan segir að henni hafi fundist þau óþægileg. „Ég varð feimin á ströndinni. Ég veit að það hljómar skringilega, en ég var vön að klæða mig í boli með háu hálsmáli, nema þegar ég var á klám- myndaráðstefnum. Svo ég hugsaði með mér, „Af hverju ekki að verða sú sem ég er og taka púðana úr?“ sagði stjarnan. Kærasti Jameson, bardagaí- þróttakappinn Tito Ortiz, sem keppir í Ultimate Fighting, var staddur í Írak þegar hún fór í aðgerðina, en ku hafa verið sáttur við ákvörðunina. Á næsta ári mun Jameson senda frá sér fatalínu, teikni- myndafígúru í líki hennar, ásamt því að kvikmynd um líf fyrrum klámstjörnunnar kemur í bíóhúsin. „Ég myndi vilja að Scarlett Johansson léki mig. Rachel McAdams og Sienna Miller eru líka frábær- ar,“ sagði stjarn- an. Losar sig við brjóstin Verslunin ER og hársnyrti- stofan 101 Hárhönnun standa fyrir tískusýningu á Skólavörðustígnum á laug- ardag. Þar fyrir utan mun Þórhildur Ýr Jóhannesdótt- ir kynna nýja fatalínu sína undir nafninu Tóta Design. Tískusýning á vegum ER og Hár- hönnunar er nú haldin í annað skipti. „Í fyrra gekk þetta allt vonum framar. Við ákváðum að halda hana aftur í ár, af því okkur fannst þetta líka alveg ótrúlega gaman,“ sagði Þórhildur, annar eig- andi hárgreiðslustofunnar. Auk hennar standa Áslaug Harðardótt- ir hjá ER, og Hildur Sif Kristborg- ardóttir, förðunarfræðingur og meðeigandi Þórhildar, fyrir sýn- ingunni. Bæði ER og 101 Hárhönnun eru við Skólavörðustíginn, sem varð því fyrir valinu sem sýningarstað- ur. „Okkur fannst það svona ný og skemmtileg hugmynd að hafa „run- wayið“ á götunni sjálfri. Skóla- vörðustígurinn er líka að blómstra núna, svo þetta er líka dálítil kynn- ing fyrir hann,“ útskýrði Þórhildur, sem iðulega er kölluð Tóta. Tóta kynnir eigið fatamerki í ár, undir nafninu Tóta Design. „Ég er búin að vera að hanna og sauma svona af og til í nokkur ár, en er núna að senda frá mér línu í fyrsta skipti. Ég er í rauninni að þessu af því að mér finnst þetta svo skemmtilegt, ég er ekki menntuð á þessu sviði,“ útskýrði hún. „Eftir að við ákváðum að halda sýningu aftur fannst mér þetta bara kjörið tækifæri til að skella mér út í djúpu laugina,“ bætti hún við. Tóta hefur áður selt dálítið af hönnun sinni á 101 Hárhönnun og föt úr nýju lín- unni verða fáanleg þar. Vegna tískusýningarinnar verð- ur Skólavörðustígnum lokað á milli 14 og 17 á laugardag. Á sýningunni verður sýndur klæðnaður frá þekktum fatahönnuðum á borð við Rundholz og Annette Görtz. Léttar veitingar verða í boði fyrir sýning- una, sem er opin öllum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.