Fréttablaðið - 24.08.2007, Blaðsíða 79
Söngkonan Christina Aguilera á
ekki sjö dagana sæla um þessar
mundir, því óléttan reynist henni
erfið. Heimildir herma að Aguil-
era sé nú komin fjóra mánuði á
leið. Væntanlegur erfingi er
fyrsta barn hennar og eiginmanns
hennar, Jordan Bratman.
„Fyrstu fjórir mánuðirnir hafa
verið mjög erfiðir hjá henni,“
segir einn kunningi söngkonunn-
ar. Aguilera þjáist af öndunarerf-
iðleikum, mikilli morgunógleði
og almennri þreytu. Þrátt fyrir
vandamálin hélt söngkonan þó í
tónleikaferð, sem til allrar ham-
ingju er nú lokið.
Hvorki Aguilera né eiginmað-
ur hennar hafa staðfest þungun-
ina.
Erfið ólétta hjá Aguilera
Klámstjarnan Jenna Jameson
hefur látið fjarlægja sílikonpúða
úr frægum brjóstum sínum og
hefur sagt skilið við klámheiminn.
Jameson kveðst hundrað prósent
ákveðin í að leggja klámið á hill-
una, en það mun hafa haft sín
áhrif á brjóstaminnkunina.
Jameson segist upplifa
nýtt frelsi með minni
brjóst á bringunni. „Nú
get ég skokkað án þess
að halda utan um brjóst-
in á mér,“ sagði hún.
Stjarnan segir að
henni hafi fundist
þau óþægileg. „Ég
varð feimin á
ströndinni. Ég veit
að það hljómar
skringilega, en ég
var vön að klæða
mig í boli með háu
hálsmáli, nema
þegar ég var á klám-
myndaráðstefnum.
Svo ég hugsaði með
mér, „Af hverju ekki að verða sú
sem ég er og taka púðana úr?“
sagði stjarnan.
Kærasti Jameson, bardagaí-
þróttakappinn Tito Ortiz, sem
keppir í Ultimate Fighting, var
staddur í Írak þegar hún fór í
aðgerðina, en ku hafa verið
sáttur við ákvörðunina.
Á næsta ári mun Jameson
senda frá sér fatalínu, teikni-
myndafígúru í líki hennar,
ásamt því að kvikmynd um
líf fyrrum klámstjörnunnar
kemur í bíóhúsin. „Ég
myndi vilja að Scarlett
Johansson léki mig.
Rachel McAdams
og Sienna Miller
eru líka frábær-
ar,“ sagði stjarn-
an.
Losar sig við brjóstin
Verslunin ER og hársnyrti-
stofan 101 Hárhönnun
standa fyrir tískusýningu á
Skólavörðustígnum á laug-
ardag. Þar fyrir utan mun
Þórhildur Ýr Jóhannesdótt-
ir kynna nýja fatalínu sína
undir nafninu Tóta Design.
Tískusýning á vegum ER og Hár-
hönnunar er nú haldin í annað
skipti. „Í fyrra gekk þetta allt
vonum framar. Við ákváðum að
halda hana aftur í ár, af því okkur
fannst þetta líka alveg ótrúlega
gaman,“ sagði Þórhildur, annar eig-
andi hárgreiðslustofunnar. Auk
hennar standa Áslaug Harðardótt-
ir hjá ER, og Hildur Sif Kristborg-
ardóttir, förðunarfræðingur og
meðeigandi Þórhildar, fyrir sýn-
ingunni.
Bæði ER og 101 Hárhönnun eru
við Skólavörðustíginn, sem varð
því fyrir valinu sem sýningarstað-
ur. „Okkur fannst það svona ný og
skemmtileg hugmynd að hafa „run-
wayið“ á götunni sjálfri. Skóla-
vörðustígurinn er líka að blómstra
núna, svo þetta er líka dálítil kynn-
ing fyrir hann,“ útskýrði Þórhildur,
sem iðulega er kölluð Tóta.
Tóta kynnir eigið fatamerki í ár,
undir nafninu Tóta Design. „Ég er
búin að vera að hanna og sauma
svona af og til í nokkur ár, en er
núna að senda frá mér línu í fyrsta
skipti. Ég er í rauninni að þessu af
því að mér finnst þetta svo
skemmtilegt, ég er ekki menntuð á
þessu sviði,“ útskýrði hún. „Eftir
að við ákváðum að halda sýningu
aftur fannst mér þetta bara kjörið
tækifæri til að skella mér út í djúpu
laugina,“ bætti hún við. Tóta hefur
áður selt dálítið af hönnun sinni á
101 Hárhönnun og föt úr nýju lín-
unni verða fáanleg þar.
Vegna tískusýningarinnar verð-
ur Skólavörðustígnum lokað á milli
14 og 17 á laugardag. Á sýningunni
verður sýndur klæðnaður frá
þekktum fatahönnuðum á borð við
Rundholz og Annette Görtz. Léttar
veitingar verða í boði fyrir sýning-
una, sem er opin öllum.