Fréttablaðið - 24.08.2007, Qupperneq 80
Fréttablaðið hefur nú
gert upp 7.-12. umferð Lands-
bankadeildar karla og samkvæmt
einkunnagjöf Fréttablaðsins var
Gunnleifur Gunnleifsson, mark-
vörður HK, besti leikmaður þess
hluta mótsins. Hann var vitanlega
ánægður með þá viðurkenningu.
„Ég er ánægður enda auðvitað
mikill heiður fyrir mig,“ sagði
hann við Fréttablaðið. Hann segir
að sínir menn hafi bætt leik sinn
mikið í síðustu tveimur leikjum
sínum. „Það var mjög margt
jákvætt í leikjum okkar gegn
Keflavík og FH. Vonandi náum við
að halda áfram á þessari braut.“
HK fékk fjögur stig úr þessum
tveimur leikjum sem gætu reynst
ansi dýrmæt þegar uppi verður
staðið. HK er ekki laust við fall-
drauginn en stendur þó best af
þeim fjórum liðum sem eru í hvað
mestri fallhættu.
„Fyrst og fremst hefur okkur
HK-ingum þótt alveg hrikalega
gaman að spila fótbolta í sumar,“
sagði Gunnleifur aðspurður um
hvað stæði upp úr það sem af er
móti. „Fyrirfram var talað um
okkur eins og við værum alger-
lega lausir við alla hæfileika og
okkur spáð rakleitt beint niður um
deild aftur. Það getur auðvitað
ennþá gerst en ég tel að við höfum
nú þegar afsannað ýmislegt sem
sagt var um okkur fyrir mót. Við
höfum notið þess í botn að spila
með þeim bestu og ætlum að halda
því áfram.“
Hann segist engar áhyggjur
hafa af því að reynsluleysi verði
liðinu að falli en HK er nú að spila
í efstu deild í fyrsta sinn í sögu
félagsins. „Við erum á uppleið,
liðið er að spila betur og hugarfar-
ið er betra. Okkur finnst bara svo
gaman að spila fótbolta að ég hef
engar áhyggjur af þessu.“
Næsta sunnudag mæta HK-
ingar í heimsókn til Framara á
Laugardalsvelli og ljóst að gríðar-
lega mikið er undir í þeim leik.
„Þetta er auðvitað algjör úrslita-
leikur upp á framhaldið að gera.
Annað hvort slítum við okkur frá
þessum botnslag eða verðum í
basli fram í síðustu umferð. Leik-
urinn verður auðvitað mjög erfið-
ur og væntanlega mikið barist.
Það lið vinnur sem vill einfaldlega
sigurinn meira og ég er handviss
um að það lið verði HK.“
Árangur á útivelli er reyndar
ekkert til að hrópa húrra fyrir en
eftir markalaust jafntefli við Vík-
ing á útivelli hefur HK ekki náð
stigi nema á heimavelli og fengið
á sig fimmtán mörk gegn aðeins
einu skoruðu marki.
„Ég hef engar skýringar á þessu
en batnandi mönnum og batnandi
liðum er best að lifa. Við tökum
þetta bara núna.“
Gunnleifur Gunnleifsson markvörður HK er besti leikmaður 7.-12. umferðar
Landsbankadeildar karla samkvæmt einkunnagjöf Fréttablaðsins. Hann segir að
HK-menn hafi skemmt sér mikið í sumar og ætli að halda áfram í efstu deild.
Það voru langmestu fram-
farirnar hjá Skagamönnum þegar
borin er saman tölfræði fyrstu sex
umferða Landsbankadeildar karla
við tölfræði 7. til 12. umferðar.
Meistaraliðin í fyrra, Íslands-
meistarar FH og bikarmeistarar
Keflavíkur, gáfu hinsvegar mest
eftir.
Skagamenn fengu 11 fleiri stig,
skoruðu 7 fleiri mörk og fengu 6
færri á sig í miðhluta mótsins en
markatala liðsins fór út 9-12 í
fyrsta hlutanum í 16-6 í umferðum
7 til 12. Það voru þrjú önnur félög
sem náðu að bæta árangur sinn en
KR, Fram og Breiðablik fengu öll
fleiri stig. Valsmenn voru síðan eina liðið í deildinni sem fékk jafn- mörg stig út úr báðum hlutum.
Það vekur athygli að FH-ingar
fengu átta fleiri mörk á sig í mið-
hluta Íslandsmótsins en í upphafi
þess. FH-liðið fékk aðeins á sig 3
mörk í fyrstu sex umferðunum en
mörk mótherja þeirra voru hins-
vegar 11 í 7. til 12. umferðar. FH-
liðið lækkaði sig einnig mest í
stigaöflun eða um fimm stig, náði
í 16 af 18 mögulegum stigum í
upphafi móts en 11 stig í miðhlut-
anum.
Keflvíkingar misstu dampinn í
þessum hluta mótsins, meðalein-
kunn liðsins lækkaði mest af öllum
liðum og þeir skoruðu auk þess
fimm færri mörk.
Skagamenn bættu sig mest milli hluta
Kristinn Jakobsson og
Eyjólfur Magnús Kristinsson
voru með hæstu meðaleinkunn
dómara í 7. til 12. umferð en báðir
voru þeir með 7,5 í meðaleinkunn,
Kristinn í fjórum leikjum en
Eyjólfur í tveimur. Magnús
Þórisson og Garðar Örn Hinriks-
son voru jafnir í þriðja sætinu
með 7,25 í meðaleinkunn í fjórum
dæmdum leikjum.
Kristinn og Eyj-
ólfur efstir
Danska úrvalsdeildarlið-
ið FC Nordsjælland sendi
útsendara sína til Íslands til að
skoða FH-ingana Matthías
Guðmundsson og Matthías
Vilhjálmsson í landsleikjunum við
Kanada og Kýpur.
Matthías Guðmundsson kom
ekkert við sögu í jafntefli A-
landsliðsins við Kanada en nafni
hans Vilhjálmsson spilaði fyrsta
klukktímann í fremstu víglínu í 0-
1 tapi 21 ársliðsins fyrir Kýpur.
Þetta kom fram í danska blaðinu
Ekstra bladet í gær.
Komu til að
skoða FH-inga
Krossbandaslitin eru ekki arfgeng