Fréttablaðið


Fréttablaðið - 31.08.2007, Qupperneq 2

Fréttablaðið - 31.08.2007, Qupperneq 2
 Samkvæmt breytingum á samkeppnislögum sem sam- þykktar voru á Alþingi á vor- dögum geta einstaklingar sætt refsiábyrgð vegna brota á bann- ákvæði samkeppnislaga um ólögmætt samráð. Ein frávísunar- ástæðna í máli olíuforstjóranna laut að því að refsiheimildir samkeppnislaga væru ekki nægjanlega skýrar til að einstaklingum yrði refsað. Þetta var meðal þess sem fram kom á fundi Samkeppniseftir- litsins sem haldinn var í nýjum höfuðstöðvum eftirlitsins í Borgartúni. Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins, benti einnig sérstaklega á heimild sem er að finna í nýbreyttum samkeppnislögum og felur Samkeppniseftirlitinu þá heimild að kæra ekki einstakling, hafi hann eða fyrirtæki sem hann starfar í eða er í stjórn hjá, haft frumkvæði að því að láta í té upplýsingar eða gögn vegna ólögmæts samráðs. „Þarna er löggjafinn að setja afar skýr skilaboð inn á markaðinn um að minni hagsmunir verði að víkja fyrir meiri,“ sagði Páll Gunnar Pálsson á fundi með fréttamönnum. Gylfi Magnússon, formaður stjórnar Samkeppniseftirlitsins, sagði óvíðar jafnmikla þörf á öflugu samkeppniseftirliti og hér á landi. Hér væri grimm samkeppni á mörgum sviðum. „Þetta er þó svolítið tvískipt. Þau innlendu fyrirtæki sem eiga ekki í samkeppni við erlend fyrirtæki skila kannski ekki alltaf íslenskum viðskiptavinum jafngóðum kjörum og þekkjast erlendis. Þetta er áhyggjuefni sem þessi stofnun hlýtur að láta til sín taka.“ Hægt að refsa einstaklingum Sjávarútvegur getur ekki tryggt núverandi byggða- mynstur, sem myndaðist við allt aðrar aðstæður en nú eru uppi, á tímum þegar strandsiglingar voru mikilvægari samgönguleið en vegakerfi landsmanna. Þetta kom fram í máli Ásgeirs Jónssonar, forstöðumanns grein- ingardeildar Kaupþings banka, á málþingi um sjávarútvegsmál og byggðaþróun sem Rannsóknar- miðstöð um samfélags- og efna- hagsmál stóð fyrir í Háskóla Íslands í gær. Ásgeir varaði við því að sjávar- útvegur fari í sama far og landbún- aður fór í um miðja síðustu öld með niðurgreiðslum og höftum, þjóðin hafi ekki efni á því. Allar tilraunir til þess að þröngva sjávarútvegi í þann farveg að viðhalda núverandi byggðamynstri muni hola þessa atvinnugrein innan. „Af hverju er það slæmt að fimm stór fyrirtæki eigi 80 pró- sent af aflaheimildunum? Ef þau geta borgað sæmileg laun, borgað sína skatta, geta skilað sínu og búið til verðmæti er ekkert að því,“ sagði Ásgeir. Hann sagði enga skynsamlega ástæðu fyrir banni við fjárfestingar erlendra aðila í sjávarútvegi. Engin ástæða sé til að óttast að sjávarútvegsfyr- irtæki verði stór, kraftmikil og alþjóðleg. Fólksfækkun á landsbyggðinni á undanförnum árum hefur ekki einskorðast við sjávarbyggðir, sagði Sveinn Agnarsson, hagfræð- ingur hjá Hagfræðistofnun Háskóla Íslands, í erindi á málþinginu í gær. Hann sagði rannsóknir sínar ekki hafa leitt í ljós neitt tölfræði- legt samband milli fólksfækkunar í sjávarbyggðum og sölu aflaheim- ilda úr bæjarfélögunum. Miklu meira máli skipti hvar aflinn sé unninn, enda virðist samdráttur í landvinnslu á sjávarfangi skila sér í fólksfækkun. Þess vegna sagði Sveinn það áhyggjuefni að á síðasta ári hafi ríflega helmingur af botnfiskafla sem landað var hér á landi ekki verið unninn í landi, heldur ýmist unninn um borð í togurum eða seldur óunninn úr landi. Það hafi aukist verulega á undanförnum árum og árið 1992 hafi tveir þriðju hlutar aflans verið unninn í fiskvinnslum í landi. Sjávarútvegur við- heldur ekki byggð Aðrar aðstæður eru uppi nú en þegar núverandi byggðamynstur myndaðist. Til- raunir til að nota sjávarútveg til að viðhalda byggðum geta haft slæmar afleið- ingar fyrir atvinnugreinina. Ekki samband milli fólksfækkunar og sölu kvóta. Margrét, hvernig segir maður hijo de puta á íslensku? „Ég gef lítið fyrir rök þessara fræðinga. Vegurinn mun auka eitthvað umferðina, en var ekki verið að setja þjóðgarð- inn á heimsminjaskrá einmitt til að opna hann fyrir ferðafólki?“ spyr Kjartan Lárusson, sveitar- stjórnarmaður Bláskógabyggðar. Hann telur rök vatnalíffræð- inganna „mjög furðuleg og ég vísa þeim til föðurhúsanna. Ég held að eitthvað annað liggi að baki þeim en að hugsa um mann- réttindi.“ Að stytta ekki leið skólabarna milli Laugarvatns og Þingvalla um áttatíu kílómetra, eða klukkustund á dag, er klárt mannréttindabrot, að mati Kjartans. Annarleg sjón- armið væru að baki slíkri ákvörð- un. „Þetta eru samtals 7,5 sólar- hringar á ári og ég spyr núverandi umhverfisráðherra hvort hún væri til í að sitja svo lengi í skóla- bíl,“ segir Kjartan. Hann kannast ekki við að þing- menn kjördæmisins hafi verið beittir „gífurlegum þrýstingi“, líkt og Árni Finnson, formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands, hefur getið sér til. „Við höfum beðið eftir þessum vegi í rúma öld og ég skil ekki hvers við eigum að gjalda að fá ekki vegabætur. Við höfum verið afar róleg en nú er mikill hiti í fólki. Ég segi það ekki hér og nú hvað við gerum, en það verður harka hér heima.“ Gefur lítið fyrir rök fræðinga Húsin á Laugavegi 4 og 6 verða rifin til að rýma fyrir nýrri hótel- og verslunarbygg- ingu á fjórum hæðum. Meirihluti borgarráðs samþykkti þetta í gær gegn andmælum minnihlutans sem lagði til að borgaryfirvöld reyndu að kaupa núverandi hús í þeim tilgangi að halda götumynd- inni við Laugaveg sem mest óbreyttri. Íbúðareigandi andvígur fyrirhugaðri byggingu hefur þegar kært deiliskipulagið sem samþykkt var í fyrra og er forsenda þess að hægt sé að fjarlægja lágreistu nítjándu aldar húsin og reisa hótelbygginguna. Laugavegshús rifin fyrir hótel Öllum nemendum við Háskóla Íslands barst í gær með tölvupósti ósk um náin kynni frá stúlku að nafninu Jody Hopper. Bréfið reyndist vera ruslpóstur, sem barst á svokallaðan HÍ-nem póstlista, en allir nemendur skólans fá þann póst. Í bréfinu var viðtakandanum boðið að hafa samband við Jody. „Halló! Ég er þreytt í kvöld. Ég er góð stúlka, sem vill spjalla. Ef þú vilt sjá myndir af mér.“ Dagný Ósk Aradóttir, formaður Stúdentaráðs, segir að Stúdenta- ráð þurfi að samþykkja allan póst sem er sendur á HÍ-nem póstlist- ann. Þessi hafi að sjálfsögðu ekki verið samþykktur og hún viti því ekki hvernig þetta hafi gerst. Boð um bólfarir til nemenda HÍ Í nýrri skipulagstil- lögu fyrir allt að 700 þúsund fermetra af atvinnuhúsnæði á Hólmsheiði er gert ráð fyrir aðflugsgeislum fyrir hugsanleg- an innanlands- flugvöll. Hanna Birna Kristjáns- adóttir, formaður skipulagsráðs Reykjavíkur, segir þetta ekki fela í sér ákvörðun um framtíðar- staðsetningu flugvallar. „Það kemur fram í skilmálum að þarna sé einn af kostunum sem menn hafi rætt varðandi fyrirhugaðan framtíðarflugvöll og það er einfaldlega tekið mið af því að það gæti komið til þess,“ segir Hanna Birna sem kveður nýju lóðirnar mæta eftirspurn sem verið hafi í nokkurn tíma: „Ég á von á því að lóðirnar fari hratt.“ Gert ráð fyrir flugvallarstæði Slökkvilið stóð í gær í ströngu við að ráða niðurlög- um síðasta stóra skógareldsins í Suður-Grikklandi, eftir að tekist hafði að slökkva hundruð annarra elda sem geisuðu í heila viku í stórum hluta landsins. Hamfarirn- ar hafa valdið milljarðatjóni og 64 hafa látið lífið. Gríska fjármálaráðuneytið birti í gær bráðabirgðamat á tjóninu og sagði það munu nema minnst 0,6 prósentum af þjóðarframleiðslu, andvirði yfir 100 milljarða króna. Óttast var að ný hitabylgja ásamt sterkum vindi kynni um helgina að blása aftur í glæður sumra eldanna. Barist við síð- ustu eldana Tveir voru fluttir á slysa- deild með sjúkrabílum eftir fjögurra bíla árekstur á Höfða- bakkabrú í gær. Flytja þurfti tvo bíla á brott með dráttarbíl. Ökumennirnir voru allir einir í bílunum. Harður árekstur
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.