Fréttablaðið - 31.08.2007, Síða 4

Fréttablaðið - 31.08.2007, Síða 4
Epli, gulrætur og enginn viðbættur sykur Aðeins 46 hitaeiningar í 100 g Þrjátíu og tveir voru handteknir á Ítalíu í gær í viðamik- illi aðgerð lögreglunnar þar gegn mafíunni. Flestir voru handteknir í þorpinu San Luca syðst á Ítalíu, þar sem innbyrðis átök tveggja mafíuhópa hafa kostað fimmtán manns lífið á sextán árum. Samkvæmt fjölmiðlum á Ítalíu eru í hópi hinna handteknu bræð- ur tveggja þeirra sex manna sem myrtir voru í Þýskalandi nýverið. Aðalforingjar beggja ættanna eru einnig meðal þeirra sem hand- teknir voru. Þrír hinna handteknu fundust í kjallara undir byggingu í miðbæ San Luca. Á sjónvarpsstöðinni Sky TG24 TV voru sýndar myndir af lög- reglumönnum skríða gegnum op á vegg þar sem fylgsni virtist hafa verið fyrir innan. Aðgerðir lög- reglunnar virðast hafa komið fólk- inu í opna skjöldu. Renato Cortese, yfirmaður í lög- reglunni í Reggio Calabria, höfuð- stað héraðsins, segist telja að með handtökunum hafi verið komið í veg fyrir frekara ofbeldi hópanna tveggja. „Að öllum líkindum mátti búast við viðbrögðum, þar sem hatrið milli þessara tveggja fjölskyldna er svo mikið,“ sagði Cortese, en bætti því þó við að lögreglan hefði ekki haft vitneskju um nein ákveð- in áform um hefndaraðgerðir vegna morðanna í Þýskalandi. Ákærur á hendur hinum hand- teknu snúast meðal annars um morð, vopnasölu og tengsl við mafíuna. Lögreglunni tókst þó ekki að hafa hendur í hári tólf manns af þeim 44 sem ætlunin var að handtaka í aðgerðinni. San Luca er lítið þorp í Kalabríuhéraði á Ítalíu, stendur á „tánni“ syðst í landinu. Einungis þröngt sund skilur Kalabríu frá Sikiley. Í San Luca eru höfuðstöðvar ´Ndrangheta, suður-ítölsku mafí- unnar sem á síðustu árum hefur smám saman orðið voldugri en Cosa Nostra, mafían alræmda á Sikiley. Fæðardeilur milli tveggja vold- ugra hópa í ´Ndrangheta-mafíunni hófust árið 1991, og hefur síðan gengið á með morðum á báða bóga allt þar til sex manns voru myrtir í Duisburg í Þýskalandi 15. ágúst síðastliðinn. Giuliano Amato innanríkisráð- herra segir handtökurnar vera „sterk og nauðsynleg viðbrögð af hálfu ríkisins til þess að rjúfa maf- íudeilurnar milli andstæðra fjölskylduhópa“. Í gær, eftir að handtökunum var lokið, hittust rannsóknarlögreglu- menn frá Þýskalandi og Ítalíu í Reggio Calabria til þess að fara yfir stöðu rannsóknarinnar, meta árangurinn af þessari síðustu aðgerð og skiptast á upplýsingum. Lögreglan stöðvar vítahring morða Hundruð lögreglumanna réðust í gær gegn skipulagðri glæpastarfsemi á sunn- anverðri Ítalíu og handtóku meira en þrátíu manns. Meðal hinna handteknu eru ættingjar mafíósa sem myrtir voru í Duisburg í Þýskalandi fyrir skemmstu. Icelandair hefur sagt upp 39 flugfreyjum og flugþjónum og 25 flugmönnum frá og með 1. desember. Alls eru stöðugildin 29 talsins. Guðjón Arngrímsson, upplýs- ingafulltrúi Icelandair, segir óljósa stöðu verkefna á þessum árstíma vera eina af orsökum uppsagnanna. „Það er sífellt unnið að öflun verkefna og samningagerða og við vonumst til að það skili jákvæðari niðurstöðu síðar.“ Hann segir Icelandair vera með eitt þúsund manns í áhöfnum yfir sumartímann og 700 manns yfir vetrartímann. „Ef fólk hefur áhuga þá verður það allt komið til starfa í apríl.“ 64 flugfreyjum og flugmönn- um sagt upp Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna, segir stjórnarandstöð- una enn bíða þverpólitísks samráðsvett- vangs um öryggismál, sem hún lofaði fyrir ári að setja á fót. „Það hefur ekkert gerst í þessu ennþá, þrátt fyrir að margt hafi verið á dagskrá í varnarmálum,“ segir Steingrímur. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra sagði í ræðu í Norræna húsinu á miðvikudag að slíkum samráðsvettvangi yrði komið á fót og ógnarmat fyrir Ísland yrði unnið af fagaðilum. „Ég hefði leitað að betra orði en „ógnarmat“, en ég hef oft sagt að áherslan ætti að vera á almannavarnir og varnir gegn náttúruhamförum, frekar en annað,“ segir Steingrímur. Bíður enn sam- ráðsvettvangs Persónuvernd hefur borist kvörtun vegna fingrafaraskanna sem notaðir eru í mötuneytum tveggja skóla í Hafnarfirði. Þetta staðfestir Særún María Gunnarsdóttir, lögfræðingur hjá Persónuvernd. Fréttablaðið hefur greint frá því að sams konar skannar hafi verið úrskurðaðir brot á persón- uverndarlögum í Svíþjóð. Málið er komið í farveg hjá stofnuninni og verður skoðað. Særún segir þó of snemmt að segja til um hver niðurstaðan verði eða hvenær hennar megi vænta. Skoðar skanna Karlmaður á fimmtugsaldri hefur verið ákærður fyrir að rækta kannabis- plöntur í heimahúsi í Reykjavík. Lögreglan á höfuðborgar- svæðinu gerði húsleit á heimili mannsins í Breiðholti og fann fimm kannabisplöntur auk um 45 gramma af öðrum fíkniefnum, 43 grömm af amfetamíni, 1,7 grömm af vímuefninu MDMA og um 2,5 grömm af hassi. Maðurinn framvísaði hluta efnanna þegar húsleitin var gerð. Þess er krafist að maðurinn verði dæmdur til refsingar fyrir að hafa fíkniefnin í fórum sínum og þau gerð upptæk. Ræktaði kanna- bis heima hjá sér „Við viljum stuðla að því að hér sé gott og öflugt lögreglu- lið. Það er okkar markmið,“ segir Björn Bjarnason dóms- og kirkju- málaráðherra spurður álits á þeirri stöðu sem uppi er hjá lög- reglunni vegna óánægju með launamál og brotthvarfs úr starfi sem þar af leiðir. „Okkur er ljóst að það gerist ekki með brotthvarfi góðra manna úr lögreglunni,“ segir ráðherra enn fremur. „Við höfum beitt okkur fyrir því að skapa lögreglu- mönnum öruggara starfsum- hverfi, sem er okkar verkefni. Lög hafa breyst og við höfum verið í góðri samvinnu við lög- regluna um að bæta allt starfsum- hverfi hennar.“ Ráðherra bætir við að reynt hafi verið að fá fleiri nemendur inn í Lögregluskólann. „Þá erum við að setja af stað endurskoðun á starf- semi skólans og sameina menntun lögreglumanna, tollvarða og fanga- varða. Sérstök nefnd hefur hafið störf í þeim tilgangi. Á öllum svið- um, er varða dómsmálaráðuráðu- neyti og umhverfi lögreglumanna, erum við reiðubúin til að gera allt sem í okkar valdi stendur til að starfsumhverfið sé sem best og leiðin til starfa í lögreglunni sé sem greiðust.“ Árni M. Mathiesen fjármálaráð- herra vildi ekki tjá sig um málið þegar Fréttablaðið leitaði eftir viðbrögðum hans. Markmiðið er gott lögreglulið
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.