Fréttablaðið - 31.08.2007, Page 6

Fréttablaðið - 31.08.2007, Page 6
 ÁTVR ætlar að hætta að selja kældan bjór í verslun sinni í Austurstræti en mun ekki hætta sölu á bjór í stykkjatali. Þetta kemur fram í svari fyrirtækisins til Vilhjálms Þ. Vihjálmssonar borgarstjóra. Vilhjálmur hafði skrifað ÁTVR og lýst áhyggjum sínum af sölu á bjór í stykkjatali og það jafnvel kældum. Svar fyrirtækisins var lagt fram á fundi borgarráðs í gær. Í því lýsir ÁTVR sig reiðubúið að flytja vínbúðina um set í miðbænum og vill aðstoð borg- arinnar við að leita að nýju húsnæði fyrir starfsemina. Fulltrúar Samfylkingar í borgarráði, Björk Vilhelmsdóttir og Oddný Sturludóttir, spurðu borgarstjórann að því á fundinum í gær hvort hann hygðist aðstoða ÁTVR í húsnæðisleitinni. Sagði Vilhjálmur að ef formlegt erindi bærist frá ÁTVR um þetta yrði „að sjálfsögðu orðið við því“. Einnig spurðu fulltrúar Sam- fylkingar borgarstjórann að því hvort hann ætlaði að beita sér frekar fyrir því að fyrirtækið hætti sölu á bjór í stykkjatali. Svaraði borgarstjórinn því neitandi. Áfram bjór í lausu í miðbænum Á Vinnumálastofnun að beita sektum skrái verktakafyrirtæki starfsmenn sína ekki á löglegan hátt hér á landi? Finnst þér lögregluþjónar of lágt launaðir? Meirihluti í Sjálfstæð- isflokks og Framsóknarflokks í stjórn Orkuveitu Reykjavíkur leggur á það áherslu að ekki sé verið að boða einkavæðingu fyrir- tækisins með tillögum um að breyta fyrirtækinu úr sameignar- félagi í hlutafélag. Tillaga þess efnis var til umfjöllunar á stjórnar- fundi fyrirtækisins í gær en afgreiðslu hennar frestað fram á mánudag. Samþykkt var á fundinum að senda rökstuðning Guðmundar Þóroddssonar, for- stjóra OR, og Hjörleifs B. Kvaran aðstoðarforstjóra, fyrir tillögunni, til fjölmiðla þar sem „fjarstaddir aðalmenn í stjórn, sem þó hefðu boðað varamenn sína, hefðu kosið að gera hana tortryggilega“, eins og segir í tilkynningu. Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingarinnar í borgarstjórn og fulltrúi flokksins í stjórn OR, segir tillöguna lagða fram án nægrar umræðu eða undirbúnings af nokkru tagi. „Þetta mál kemur eiginlega fram eins og þruma úr heiðskíru lofti. Þetta mál þarfnast meiri umræðu og úttekta, og þá þarf að svara því skýrt hvers vegna það er þörf á þessum breyt- ingum. Allir sem borga hita- og rafmagnsreikninga hljóta að vera hugsi yfir þessum augljósa vilja meirihlutans í stjórninni. Spurn- ing er hvort þessi tillaga er undan- fari einkavæðingar og þá hækkun á hita- og rafmagnsreikningum.“ Svandís Svavarsdóttir, fulltrúi Vinstri grænna í stjórninni, tekur í sama streng og undrast aðdrag- andann að tillögunni og segir hana ekki koma til greina af hálfu Vinstri grænna. „Þetta mál er sett af stað, að því er virðist af því að við Dagur erum fjarstödd,“ sagði Svandís. Dagur og Svandís voru bæði stödd á stjórnarfundi Sam- bands íslenskra sveitarfélaga á Ísafirði þegar fundurinn fór fram, og sátu varamenn þeirra fundinn. Starfsmenn og stjórnendur OR hafa rætt um breytingar á rekstr- arformi um margra ára skeið, segir Guðmundur Þóroddsson. Hann segir athugasemdir sem borist hafa frá ESA, eftirlitsstofn- un EFTA, gefa til kynna að það geti verið vandkvæðum bundið að breyta ekki rekstrarforminu á næstunni. ESA hefur til skoðunar kvörtun vegna ábyrgða ríkis og sveitarfélaga og skattaundanþága íslenskra orkufyrirtækja. „Í athugasemdum ESA hefur komið fram að löggjöf um opinberar ábyrgðir standist ekki og sé í andstöðu við samninginn um Evrópska efnahagssvæðið. Auk þess hefur það verið mat starfs- manna Orkuveitunnar um margra ára skeið að það sé hamlandi fyrir rekstur fyrirtækisins að rekstrar- formið sé með þeim hætti sem það er nú,“ segir Guðmundur. Eigendur OR eru Reykjavíkur- borg með 93,5 prósenta hlut, Akra- nesbær með rúmlega fimm pró- sent, Borgarbyggð með 0,76 prósenta hlut og Borgarfjarðar- sveit með 0,17. Allir eigendurnir hafa neitunarvald um allar aðgerð- ir félagsins og skiptir þá ekki máli hversu stóran hlut hver eigandi á. Verði tillagan samþykkt fer málið inn á borð eigenda fyrirtæk- isins og iðnaðarráðuneytisins. Breyta þarf lögum til þess að til- lagan verði að veruleika. Vilja breyta OR í hlutafélag sem fyrst Stjórnendur Orkuveitu Reykjavíkur telja breytingar á rekstrarformi óhjákvæmilegar, í ljósi athugasemda frá ESA. Fulltrúar stjórnarandstöðunnar í stjórn undrast skamman fyrirvara tillögunnar og telja nauðsynlegt að ræða Fjórtán litháískir starfsmenn fyrirtækisins Form- aco, sem Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akra- ness, kærði fyrir að vera með óskráða starfsmenn í vinnu í byrj- un júní, eru ekki komnir með íslenska kennitölu samkvæmt upplýsingum frá Þjóðskrá. Starfs- mennirnir voru ráðnir til Formaco í gegnum litháíska undirverktak- ann Statinu. Sumir mennirnir hafa unnið fyrir Formaco í meira en þrjú hundruð daga kennitölulausir. Samkvæmt íslenskum lögum mega erlendir starfsmenn sem koma hingað til lands ekki vera hér á landi lengur en í þrjá mán- uði, annars þarf að sækja um dval- arleyfi fyrir þá. Starfsmennirnir fjórtán unnu alltaf hér á landi skemur en níutíu daga í senn á ell- efu mánaða tímabili, fóru þá úr landi og komu svo aftur til lands- ins og störfuðu hjá Formaco. Gissur Pétursson, forstjóri Vinnumálastofnunar, sagði á mið- vikudaginn að búið væri að skrá starfsmennina hjá stofnuninni. Ragnar Jóhannsson, eigandi Farm- aco, segist aðspurður ekki vita hversu margir af starfsmönnun- um fjórtán vinni ennþá hjá fyrir- tækinu. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hættu fimm af starfsmönnunum að vinna hjá Formaco í júní. Magnús M. Norðdahl, lögfræð- ingur ASÍ, segir að starfsmenn sem hafi unnið hjá fyrirtæki hér á landi í þetta langan tíma án kenni- tölu starfi með ólögmætum hætti í landinu. „Starfsemi slíks fyrirtækis er ólögleg. Íslensk kennitala er for- senda fyrir því að starfsmaðurinn fáist skráður með þau leyfi og réttindi sem hann þarf að vera með lögum samkvæmt og til að hægt sé að greiða honum laun, skila af þeim sköttum og greiða fyrir mennina í lífeyrissjóð,“ segir Magnús. Kæran á hendur Farmaco er komin til meðferðar hjá lögregl- unni á höfuðborgarsvæðinu. Upp- lýsingar um stöðu málsins hafa ekki fengist. Kennitölulausir í yfir 300 daga Í fréttatilkynningu frá Hvalaskoðunarsamtökum Íslands kemur fram að hrefnum hefur fækkað stórlega á þeim svæðum sem hvalaskoðun er stunduð. Jafnframt hefur þeim tilfellum þar sem tekst að sýna hrefnur í návígi fækkað. Í tilkynningunni kemur einnig fram að samkvæmt upplýsingum á vefsíðu Hafrann- sóknarstofnunar hefur fjöldi dýra verið skotinn innan hvalaskoðunar- svæða þrátt fyrir að fyrrverandi sjávarútvegsráðherra hafi gefið loforð um að það yrði ekki gert. Stjórn samtakanna áréttar að hrefnuveiðar geti ekki fallið undir þá skilgreiningu að teljast sjálfbærar þar sem efnahagsleg áhrif af hvalaskoðun vegi mun þyngra en hvalveiðar. Færri hrefnur á skoðunarsvæði Fullum stuðningi er lýst við Jónmund Guðmarsson, oddvita sjálfstæðismanna og bæjarstjóra á Seltjarnarnesi, í yfirlýsingu frá bæjarfulltrúum og forystumönnum Sjálfstæðis- flokksins á Seltjarnarnesi. Þar kemur fram að þeir harmi þá aðför sem gerð var að Jónmundi í DV. Einnig er bent á að í síðustu bæjarstjórnarkosningum hafi listi sjálfstæðismanna hlotið 67,3 prósent greiddra atkvæða og hafi meirihlutinn sýnt að hann njóti mikils trausts bæjarbúa sem hann mun áfram nýta til góðra verka í þágu Seltirninga. Fullur stuðning- ur við Jónmund Verktakafyrir- tækið Arnarfell hefur fengið frest fram yfir helgi til að skila ráðningarsamningum sextíu starfsmanna tveggja undirverk- taka sinna sem vinna við Kárahnjúkavirkjun, segir Oddur Friðriksson, yfirtrúnaðarmaður starfsmanna við Kárahnjúka. Oddur segir að undirverktak- arnir, GT-verktakar og Hunne- beck, hafi átt að skila ráðningar- samningunum um miðjan ágúst. „Ef undirverktakarnir skila ekki ráðningarsamningunum í næstu viku þá munum við grípa til allra úrræða sem við ráðum yfir til að stöðva vinnu þessara fyrir- tækja,“ segir Oddur og bætir því við að verktakarnir verði þá búnir að brjóta ákvæði í vinnu- samningum. Hafa ekki skil- að samningum Valur Steingríms- son, dómari í utandeildinni knattspyrnu, hefur kært mark- manninn Davíð Smára Helenar- son sem misþyrmdi honum eftir leik Gym80 og Vatnaliljanna á þriðjudag. Þetta kemur fram á visir.is. Sjálfur segist Davíð vera að reyna að hafa upp á Vali til að biðjast fyrirgefningar. Hann hefur þegar beðist afsökunar á heimasíðum GYM80 og Vatnaliljanna og sagt stundarbrjálæði hafa gripið sig. Valur hafði rekið Davíð út af vegna fúkyrða. Eftir leikinn sló Davíð Val í höfuðið áður en hann sparkaði undan honum fótunum. Þrjú rifbein brotnuðu í Vali. Kærir brjálaða markmanninn Sautján ára þýskur unglingur gekk í svefni út um glugga á fjórðu hæð húss á sunnudag. Þrátt fyrir að hafa fót- og handleggsbrotnað eftir tíu metra fall hélt hann áfram að sofa þangað til lögregluþjónar sem áttu leið hjá komu auga á hann. Að því er fram kemur á fréttavef Der Spiegel var drengurinn nýfluttur í íbúðina, sem er í bænum Demmin, þegar slysið varð. Hann var hvorki undir áhrifum áfengis né fíkniefna, en að sögn systur hans gengur hann oft í svefni. Féll tíu metra en vaknaði ekki

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.