Fréttablaðið


Fréttablaðið - 31.08.2007, Qupperneq 10

Fréttablaðið - 31.08.2007, Qupperneq 10
Hestakerrum hefur fjölgað mikið síðustu tvö til þrjú árin og stærri hestaflutningum hefur fækkað mikið. Hestamenn flytja nú gjarnan hesta sína sjálfir og nota til þess kerrur sem geta tekið allt upp í sjö hesta í einu. Áætla má að í landinu séu nú minnst hátt í fimm milljarðar króna í hestakerrum og jeppum til að draga þær. Félagar í Landssambandi hesta- mannafélaga eru tæplega ellefu þúsund talsins. Miðað við að eitt þúsund hestamenn eigi hestakerr- ur og jeppa til að draga þær að verðmæti samtals um fimm millj- ónir króna á hvern, þá nemur bún- aður til hestaflutninga samtals um fimm milljörðum króna. Það þykir hóflega áætlað. Haraldur Þórarinsson, formað- ur Landssambands hestamannafé- laga, kannast við þróunina og segir að talsvert algengt sé að hesta- menn séu með kerrur sjálfir. „Áður var þetta þannig að menn nýttu sér hestaflutninga en nú eiga slík fyrirtæki undir högg að sækja. Þetta fór að breytast þegar stóru amerísku „pickup-arnir“ og „trailer-arnir“ aftan í þá komu til landsins,“ segir hann. Haraldur bendir á að verðgildi hrossa hafi aukist og hestarnir kosti kannski jafn mikið eða meira en sjálf kerran. Menn vilji því hugsa vel um hestana sína. „Menn vilja ekki henda hestunum upp í flutningabíla þar sem eru kannski sex eða sjö hestar saman í hólfi. Hestakerrurnar eru flestar mjög fínar og hestarnir eru hólfaðir af og fer vel um þá. En ef fimm hest- ar eru saman í stíu þá geta þeir stigið hver á annan og slasast,“ segir hann. Kristján Kristjánsson, eigandi Hestaflutninga Guðbrands Óla, segir að fjölgun hestakerra sé ein birtingarmynd þenslunnar. Hann segist hafa verið með þrjá bíla og síðan tvo bíla í hestaflutningum þar til í sumar, þá hafi hann fækk- að niður í einn bíl. Hann segist vera orðinn nánast einn eftir í hestaflutningunum fyrir utan fyr- irtæki í Hornafirði sem nýlega hafi byrjað starfsemi. Kristján hefur áhyggjur af þróuninni og bendir á að stór hluti sé á kaup- leigu. Sveinn Þórarinsson, fram- kvæmdastjóri Víkurvagna sem framleiðir hestakerrur, segir að hestamenn kaupi oft saman kerr- ur og þriggja til fjögurra hesta kerrur séu vinsælastar. Margir séu líka farnir að leigja kerrur. Hestamenn flytja hrossin sín sjálfir Hestamenn eru nánast hættir að nýta sér þjónustu flutningabíla til að flytja hesta sína og kaupa sér í staðinn jeppa og hestakerru fyrir minnst fimm millj- ónir króna í þessa flutninga. Flutningafyrirtækin draga saman seglin. Angela Merkel, kanslari Þýskalands, er nú í Japan í framhaldi af heimsókn sinni til Kína. Hún hitti Shinzo Abe forsætisráðherra í Tókýó á miðvikudag. Þau ræddu meðal annars loftslagsmál og alþjóðleg- ar aðgerðir gegn hryðjuverkum. Áður en þau Merkel og Abe settust að spjalli vöktu þau athygli á því að enginn í fylgdar- liði þeirra væri með bindi og tóku þar með þátt í svokölluðu „cool biz“-átaki japanskra stjórnvalda, sem miðar að því að skrifstofu- fólk og kaupsýslumenn klæðist léttar á sumrin svo hægt sé að draga úr notkun loftkælinga og minnka þar með útblástur gróðurhúsalofttegunda. Loftslagsmál í brennidepli Robert Cone, einn æðsti herforingi Bandaríkjahers í Afganistan, lét svo ummælt í gær að mjög ólíklegt væri að hernaðarmáttur einn dygði til að ráða niðurlögum skæruliða talibana. Almennt reyndist ekki unnt að binda enda á uppreisnir nema með pólitískri lausn. Cone hefur yfirumsjón með að þjálfa og útbúa afganska stjórnarherinn með það að takmarki að hann verði fær um að taka við hlutverki fjölþjóð- lega herliðsins í landinu. Hann sagði herlið heimamanna hafa tekið góðum framförum, en vildi ekki tjá sig um það hvenær hann teldi það verða í stakk búið að leysa alþjóðaherliðið alveg af hólmi. Hernaðarmátt- ur einn dugar ei GÓ‹A SKEMMTUN Á LJÓSANÓTT fiÁTTTAKANDI Í LJÓSANÓTT Geysir Green Energy valdi höfu›stö›vum sínum sta› í Reykjanesbæ og vi› viljum flakka bæjarbúum gó›ar vi›tökur. fia› er flví me› mikilli ánægju sem vi› styrkjum Ljósanótt og tökum virkan flátt í a› gera hátí›ina sem glæsilegasta. Me›al fless sem vi› leggjum fram er kostun á svi›sbúna›i Ljósanætur, hjóla- og kerrugeymsla og fleira sem líklegt er til a› auka flægindi og ánægju gesta. Vi› óskum íbúum Reykjanesbæjar til hamingju me› Ljósanótt. ÓKEYPIS HJÓLA- OG KERRUGEYMSLA Geysir Green Energy b‡›ur gestum Ljósanætur upp á ókeypis hjóla- og kerrugeymslu í samvinnu vi› Knattspyrnu- deild Keflavíkur. Geymslutjaldi› ver›ur opi› milli klukkan 12.00 og 18.00, laugardaginn 1. september. fiar geta flátttakendur í hjólakeppninni geymt hjólin sín á öruggum sta› og foreldrar skili› vi› sig kerrur e›a vagna. ALfiJÓ‹LEGT ÍSLENSKT FYRIRTÆKI Reynsla og flekking okkar Íslendinga á svi›i jar›varmaorku er einstök. Geysir Green Energy n‡tir flessa flekkingu í alfljó›legu samhengi og tekur virkan flátt í n‡tingu jar›varma ví›s vegar um heiminn. Verkefni okkar er a› sameina hagsmuni fjárfesta og flarfir neytenda fyrir hagkvæma orku ásamt tillitssemi gagnvart umhverfinu og orkulindum jar›ar. www.geysirgreenenergy.com
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.