Fréttablaðið - 31.08.2007, Síða 26

Fréttablaðið - 31.08.2007, Síða 26
Búið er að skerða veiði-heimildir á þorski hér við land um þriðjung. Þessi skerðing er þess valdandi að útvegsmenn sem takmarkaðar þorsk- veiðiheimildir áttu, eiga þær enn takmarkaðri nú. Þar sem meira verð fæst fyrir hvert kg ef fiskurinn er stór en ef hann er smár hefur verið nokkuð algengt að á fiskimiðun- um séu stærstu þorskarnir tíndir úr aflanum og restinni af honum, sem allt er dauður fiskur, síðan hent í hafið aftur. Þetta er gert í þeim tilgangi að hámarka verð- mæti hvers tonns sem landað er. Eftir ofangreinda skerðingu má full- víst telja að það muni aukast að einungis stærstu og verð- mestu fiskarnir séu hirtir og restinni hent dauðum í hafið. Einstaka útvegs- bændur hafa tjáð greinarhöfundi að þeir hafi hreinlega ekki efni á öðru en að hámarka aflaverðmætið á þennan hátt. Þar sem ekki er hægt að stunda veiðar á öðrum fisktegundum, svo sem ýsu, ufsa og karfa, nema fá þorsk sem meðafla, verða þeir sem stunda veiðar á þessum teg- undum og ekki eiga, eða hafa leigt, aflaheimildir fyrir þorski, að henda aftur dauðum í hafið öllum þorski sem þeir fá sem meðafla. Fiskveiðistjórnunar- kerfi sem hefur í för með sér jafn mikið virðingarleysi fyrir lífríki sjávar og leiðir af sér jafn nötur- lega umgengni sem staðreyndin er með íslenska fiskveiðistjórn- unarkerfið getur varla talist not- hæft til framtíðar í óbreyttri mynd. Til að réttlæta notkun núgild- andi fiskveiðistjórnunarkerfis án nokkurra breytinga heyrast hinir framtakslausu stjórnmálamenn okkar jafnan segja „þrátt fyrir allt þá finnst ekkert annað fisk- veiðistjórnunarkerfi, sem er betra en það sem við höfum“. Greinarhöfund langar að vita til- ganginn í að svipta sjómenn veiði- leyfi komi þeir með meðafla að landi, sem þeir hafa veitt af fisk- tegundum, sem þeir ekki hafa aflaheimildir fyrir. Fiskurinn sem þessi meðafli samanstendur af hefur verið veiddur og aflífaður þegar við- komandi sjómenn neyðast til að henda honum aftur í hafið. Grein- arhöfundur leggur til að hætt verði að refsa fyrir að koma með afla að landi sem ekki eru fisk- veiðiheimildir fyrir. Þess í stað verði tekið á móti þessum afla. Sjómönnum greidd þóknun fyrir að koma með hann að landi, en andvirði hans renni að öðru leyti í ríkissjóð. Greinarhöfundur leggur til að sjómenn ákveði sjálfir þegar þeir koma að landi hversu stórum hluta af lönduðum afla þeir ráð- stafi á þennan hátt. Í lok hvers fiskveiðiárs verður síðan tekið saman hversu miklum afla var landað fram hjá kvóta með þess- um hætti og hann dreginn frá aflaheimildum næsta árs á eftir, áður en þeim er úthlutað. Þessi breyting á fiskveiði- stjórnunarkerfinu mun skila miklum fjármunum í ríkissjóð. Þannig fengi eigandi auðlindar- innar, sem í orði og samkvæmt lögum er íslenska þjóðin, umtals- verðan arð. Margfalt meiri en það sýndarmennsku-veiðigjald sem fram að þessu var innheimt fyrir afnotin af auðlindinni, en hefur reyndar verið aflagt nú til mót- vægis skerðingar þorskveiði- heimilda. Höfundur er verkfræðingur og fyrrverandi vélstjóri til sjós. Umgengni sjómanna á fiskimiðunum mun versna Til Grétars Mar Almennt eru sam-skipti Vestmanna- eyjabæjar við þing- menn Suðurlands með miklum ágætum og sambandið gott. Grétar Mar þingmað- ur Frjálslynda flokks- ins er hinsvegar undantekning frá þessari reglu. Ef til vill er skýringu að finna í því að hinn nýbakaði (og vafalaust efnilegi) þingmaður virðist ítrekað mis- skilja hlutverk sitt. Dæmi um slíkt er þegar hann í nýlegum skrifum sínum ætlast til að ég sem starfsmaður sveitarfélags beri ríkisstofnunum skilaboð hans og dómsdagsspár. Hann kvartar undan því að í skrifum mínum sé vísað í gögn sem hann hefur ekki kynnt sér og telur það lýsa hroka að „taka ekki ábendingum og koma þeim áleiðis heldur gera lítið úr þeim“. Það er fullkomalega rétt að ég gef minna en ekkert fyrir margt af því sem Grétar Mar hefur lagt til þessara mála enda hefur Siglingastofnun Íslands þegar hrakið nánast allar dómsdagsspár hans. Nú hlýt ég að velta því fyrir mér hvort Grétar Mar hafi haft jafn mikið samband við Siglingastofnun og kjörna fulltrúa í Vestmannaeyj- um vegna þessa máls, sem sagt ekkert. Ef svo þá er hér um algert lýðskrum að ræða. Sérfræðingurinn Grétar Mar velur í nýjustu skrifum sínum að fjalla um sjálfumgleði og skort á minnimáttarkennd bæjarstjórans enda hann sjálfsagt einnig sérfræðingur á sviði sálfræði. Þar hefur hann reyndar algerlega rétt fyrir sér. Hinsvegar gerir Grétar Mar ekki nokkra tilraun til að rengja þá fullyrðingu að hafnaraðstaða í Bakkafjöru myndi versna til mikilla muna ef garðarnir yrðu settir 300 metrum utar. Í þessari fullyrðingu kemur enda berlega í ljós að þessi kjörni fulltrúi þekkir ekki til vandaðra úttekta á aðstöðu í Bakkafjöru. Þá fjallar hann ekkert um mun á kenniöldu og brotöldu né nokkuð annað sem máli skiptir. Það er þó huggun harmi gegn að hann fer með rétt mál þegar hann kemur inn á skort minn á minnimáttarkennd, og er ég þó sálfræðingurinn og hann sjómaðurinn. Enn af kvarti þingmannsins. Í nýjustu skrifum Grétars segir hann að uppbygging hafnar í Bakkafjöru sé „ekki hafin yfir gagnrýni og málefnalega umræðu“. Það er einmitt mergurinn málsins og hvet ég þingmanninn til að kynna sér málið og nálgast það út frá málefnalegri umræðu en ekki draugasögum og dómsdagsspám. Fjölmargir sjómenn hér í Vestmannaeyj- um hafa lagt sig fram við að skoða gögn í þessu máli og bæta við þau út frá sinni sérþekkingu sem sannarlega er mikil. Af því hefur Siglingastofnun sannarlega haft mikið gagn. Eitthvað virðist Grétar Mar enn og aftur lesa okkur Eyjamenn rangt þegar hann gerir tilraun til að koma nýjum draugasög- um af stað þegar hann segir: „Ef litið er til framtíðar sýnist mér að höfn í Bakkafjöru muni geta minnkað umsvif úti í Eyjum frá því sem nú er. Löndun á fiski gæti færst í Bakkafjöru og ýmis þjónusta, sem nú fer fram í Eyjum, gæti færst upp á land.“ Ef til vill er það vegna sjálfumgleði minnar eða einlægrar trúar minnar á styrk og framtíð Vestmanna- eyja að mér finnst þessi nýja draugasaga Grétars nánast brosleg. Ótti minn er ekki sá að á Landeyjasandi miðjum spretti upp sjávarþorp sem keppi við öflugasta útgerðarbæ á Íslandi. Sérstaklega verður þetta kómískt þegar horft er til þess að Grétar Mar hefur gengið hvað lengst í því að telja landsmönnum trú um að sjávarbyggðir eigi sér ekki viðreisnar von. Enda jafnvel þótt ótti þessi væri raunhæfur þá kemur þingmaðurinn þarna enn og aftur upp um vanþekk- ingu sína því höfnin í Bakka- fjöru verður í meirihlutaeigu okkar Eyjamanna og þróun hennar því á okkar ábyrgð. Þetta hefði maður haldið að þingmenn vissu. Svo er það eilítið undarlegt að hann segi að höfnin sé algerlega vonlaus og geti ekki einu sinni þjónað sérhönnuðu öflugu skipi, en geti svo keppt við bestu höfn á landinu þegar kemur að fiskibátum. Ég hef áður bent á að Vestmannaeyjar þurfa á byltingu að halda í samgöngum. Sigling á nýju skipi í Þorláks- höfn er hænufet sem hvorki breytir verulega atvinnulífi né búsetuskilyrðum Vestmannaey- inga. Á seinasta ári fækkaði búsettum Eyjamönnum um eitt hundrað og því miður eru líkur fyrir því að enn og aftur komum við til með að sjá fækkun íbúa. Öllum sem sjá vilja má ljóst vera að þetta breytist ekki nema veruleg byggðaþróun verði og hún verð- ur einungis með byltingu í samgöngum. Höfundur er bæjarstjóri Vestmannaeyja. Þær deilur sem risið hafa upp um skipu- lagsmál Kársnessins snúast ekki um atorku- saman bæjarstjóra og afturhaldssama íbúa, heldur um afturhalds- samar skipulagsbreyt- ingar og áhyggjufulla íbúa. Og þeir hafa fulla ástæðu til að vera á varðbergi. Í stað metn- aðarfullrar uppbyggingar og end- urbóta stendur til að gera nýja og enn stærri höfn vestast á Kárs- nesinu og nýtt og enn stærra hafn- arsvæði. Á mánudaginn kemur rennur út frestur til að gera athugasemdir við þær skipulagsbreytingar sem Kópavogsbær er með í auglýsingu fyrir nýtt hafnarsvæði. Verði þær að veruleika bætast 54.000 m² við þær byggingarheimildir sem fyrir eru á atvinnuhúsnæði og hafnar- svæðið stækkar í 27 ha. Um 8 til 12 metra háar vöruskemmur munu rísa upp á hafnarsvæðinu á næstu misserum og bæjaryfir- völdum verður ekkert að vanbún- aði við að hefja framkvæmdir á nýrri og enn stærri höfn. Umferð- in sem þessar skipu- lagsbreytingar leiða smám saman af sér verður heldur ekkert smáræði eða um 4.000 til 5.000 bílar á sólar- hring og þar sem um hafnarsvæði og nýja höfn er að ræða verða þetta að miklu leyti atvinnu-, vöru- og þungaflutningabílar. Með hliðsjón af stað- setningu hafnarinnar og hafnar- svæðisins neyðist hver einasti bíll, sama hversu stór eða lítill, til að aka eftir nesinu endilöngu, á óburðugum íbúða- eða safngötum með tilheyrandi svifryks-, útblást- urs- og hávaðamengun. Það er okkur í íbúasamtökunum Betri byggð á Kársnesi nánast óskiljanlegt hvernig bæjaryfir- völd geta talið sér trú um að með þessum breytingum sé verið að koma til móts við óskir bæjarbúa. Hið sanna í málinu er að Kópa- vogsbúar hafa með Kársnesinga í broddi fylkingar ítrekað óskað eftir nýju og betra skipulagi vest- ast á nesinu, ÁN uppskipunar- hafnar og ÁN hafnarsvæðis. Áherslan hefur verið á metnaðar- fullt skipulag sem stuðlar að fjöl- breyttara mannlífi, auknum möguleikum á útivist og annarri tómstundaiðkan og fegurri bæjar- brag. Okkur finnst það jafnframt allrar athygli vert, að á meðan nágrannasveitarfélög efna til hug- myndasamkeppna eða lýsa eftir áhugaverðum tillögum þegar til stendur að byggja, breyta eða bæta á þeirra heimaslóðum, sjá bæjaryfirvöld í Kópavogi enga ástæðu til annars en að taka upp úreltar hugmyndir um stækkun á athafnasvæði, sem bitur reynsla sýnir að rekst illa í nábýlinu við íbúa. Við vonumst til að sem flestir láti sig málið varða, ekki eingöngu meðal íbúa á Kársnesinu heldur í öllum Kópavogi, og þar sem þess- ar skipulagsbreytingar ná til svæðisskipulags höfuðborgar- svæðisins geta nágrannasveitar- félögin einnig látið að sér kveða. Bæjarstjórinn í Kópavogi hefur margsinnis heitið endurskoðun á þessum breytingartillögum, að því gefnu að andstaða við þær komi í ljós. Þetta þýðir að endur- skoðun fer ekki af stað, nema athugasemdir berist Kópavogs- bæ. Stöðvum þessar fyrirhyggju- lausu framkvæmdir. Nánari upp- lýsingar og leiðbeiningar eru á karsnes.is. Höfundur er formaður samtak- anna Betri byggð á Kársnesi. Kársnes fyrir íbúana HEILDSÖLU LAGERSALA Við rýmum til á lagernum fyrir nýjum vörum og seljum því eldri lager og sýnishorn á ótrúlegu verði. Mikið úval af: skíðafatnaði, útivistarfatnaði, Soft Shell peysum, golffatnaði, barnagöllum, barnaúlpum og mörgu fl. Verðdæmi: verð áður verð nú 3. laga jakkar: 29.900,- 11.900,- Skíðabuxur: 15.900,- 7.900,- Soft Shell peysur 13.900,- 6.900,- Barnaúlpur 7.900,- 3.900,- Skíðaúlpur 18.900,- 8.900,- Golfjakkar 16.900,- 7.900,- Opnunartími: Fimmtudagur 30. ágúst kl. 14-20 Föstudagur 31. ágúst kl. 14-20 Laugardagur 1. september kl. 10-18 Sunndagur 2. september kl. 11-18 Mánudagur 3. september kl. 14-20 Lagersala ZO-ON - Nýbýlavegi 18 - Kópavogi FYRST UR KEMU R FYRST UR FÆR
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.