Fréttablaðið - 31.08.2007, Side 27

Fréttablaðið - 31.08.2007, Side 27
Sigurjón Brink er landsfrægur söngvari en hitt vita færri að hann er líka listamaður í matar- gerð og gildir þá einu hvort um heimilismat eða veislurétti er að ræða. „Ég er alinn upp með annan fótinn í eldhúsinu því faðir minn er matreiðslumaður og ég starfaði dálítið með honum á skólaárunum. Það stóð eiginlega til að ég færi í kokkinn,“ segir Sigurjón spurður um upp- runa kunnáttunnar í matargerð. Tónlistin varð samt ofan á og nú starfar Sigurjón mikið með Gunnari Óla- syni, söngvara úr Skítamóral. Þeir koma fram í afmælum og alls konar fögnuðum með kassagítar- ana. „Við Gunni erum búnir að syngja saman í þrjú ár og erum að leggja lokahönd á plötu,“ upplýsir Sigur- jón. „Þetta er kassagítar/partíplata, bæði með frum- sömdum lögum eftir okkur og þekktum lögum eftir aðra.“ En aftur að eldhúsinu. „Eins og ég sagði áðan þá kviknaði snemma áhugi hjá mér á að fikra mig áfram í matargerð,“ segir Sigurjón og í ljós kemur að samn- ingur er milli hans og konunnar um að hann sjái um eldhúsið á heimilinu og hún um þvottahúsið. „Ég er guðsfeginn að losna við þvottinn,“ segir hann bros- andi og bætir við. „Samt er ég svo heppinn að konan er snilldarkokkur líka. En ég sé um heimilismatinn og hef líka gaman af að útbúa veislumat.“ Nú er hann að undirbúa hátíðarkvöldverð og hefur innbakaðan humar í forrétt. Rétturinn reynist bæði ljúffengur og fljótlegur og uppskriftin að honum er á næstu síðu. Stóð eiginlega til að ég færi í kokkinn NÝJAR OG BETRI JÚMBÓ HYRNUR Í NÆSTU VERSLUN

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.