Fréttablaðið - 31.08.2007, Page 28

Fréttablaðið - 31.08.2007, Page 28
Nestistíminn finnst mörgum skólabörnum með skemmtileg- ustu stundum dagsins og því er um að gera að útbúa nestis- pakka sem inniheldur bæði kærleik og heilsukost. Margir kunna að spyrja sig hvern- ig kærleik sé komið fyrir í nestis- pakka og svarið er einfalt; hvað sem er sem minnir barnið á vænt- umþykju foreldranna. Þetta geta verið litlir skilaboða- miðar frá mömmu eða pabba. Miðar með hvatningarorðum á borð við „Gangi þér vel í prófinu“, „Við förum í Bláa lónið á laugar- daginn“ eða einverju öðru fallegu sem kemur kannski á óvart og hlýjar hjartarætur. Maturinn í nestispakkanum á umfram allt að vera fjölbreyttur, hollur og lystugur fyrir barnið. Til að auka á fjölbreytnina má til dæms útbúa pítubrauð með tún- fisksalati, grænmeti eða kjúklingi svo fátt eitt sé nefnt. Samlokur má gera skemmti- legri með því að skera þær á óhefðbundinn hátt og nota til þess stór smákökuform; stjörnur, hjörtu, blóm, gimsteinar og bílar gera stundina gleðilegri fyrir barnið og auka um leið á matar- lystina. Í nestispakkanum á alltaf að vera góð samsetning af trefjum, kolvetnum og próteinum, eða grófu brauði, grænmeti og kjöti eða fiskmeti en ef þau eru illa fáanleg til að borða grænmetið er hægt að beita brögðum. Til dæmis má búa til slöngur eða „snáka“ með því að afhýða agúrku og skera hana svo langsum þannig að úr verði ormar. Til að kóróna verkið má svo setja lítinn tómat á annann endann og búa þannig til höfuð á orminn. Spjót standa líka alltaf fyrir sínu og því er um að gera að henda ekki grillpinnum þótt tekið sé að líða á sumarið. Kunni barnið að meta ávaxta- safa er tilvalið að skella nokkrum ferskum og frosnum ávöxtum í blandara og búa til heilnæman hristing. Hellið svo drykknum á brúsa og geymið í frysti yfir nótt- ina, en takið út áður en farið er í skólann og þá ætti drykkurinn að vera svalandi, ferskur og góður þegar kemur að nestistímanum. Armband úr morgunkorni er skemmtileg tilbreyting fyrir litlar dömur og eitthvað sem hægt er að draga upp úr nestispakkanum með stolti. Til að gera slíkt armband eru hringir úr morgunkorni, til dæmis seríós, þræddir upp á teygju sem síðan er hnýtt saman og til að kór- óna verkið er svo hægt að festa litla skilaboðamiðann á sömu teygju þannig að úr verður ein- stakur skartgripur. Með kærleik í nesti Uppskrift Sigurjóns Matvæla- og næringarfræð- ingar standa fyrir matvæla- deginum sem haldinn er í fimmtánda sinn um miðjan október. Matvæladagurinn er haldinn í fimmtánda sinn hinn 16.októb- er. Dagurinn er í umsjón Mat- væla- og næringarfræðafélags Ísland þar sem veitt verður Fjöreggið, sem eru árleg verð- laun félagsins fyrir lofsvert framtak á matvæla- og næring- arsviði. Verðlaunin eru íslenskt gler- listaverk, sem veitt er með stuðningi frá Samtökum iðnað- arins. Félagsmenn sem og aðrir eru eindregið hvattir til að senda inn tilnefningar sem geta verið vörur eða gott framtak ein- staklinga, stofnana eða fyrir- tækja sem sýnt hafa frum- kvæði og stuðlað að öflugum matvælaiðnaði. Efni Matvæladagsins í ár er: Þekking á matvælum, upplýs- ingar og ábyrgð. Hverjir bera ábyrgð á fæðuvali þjóðarinn- ar? Tilnefningar verða metnar af fimm manna dómnefnd fag- aðila og þurfa berast fyrir 10. september næstkomandi. Hægt er að kjósa beint á heimasíðunni www.mni.is Fjöreggið veitt á Matvæladeginum - leggur heiminn að vörum þér Gvatemalabaunir frá búgarðinum La Union brenndar í vínarbrennslu - keimur af dökku súkkulaði, kryddi og brenndum sykri. Kaffi ræktað af sannri alúð. Frábært í allar gerðir uppáhellingar. H2 hö nn un NY UPPSKERA!

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.