Fréttablaðið - 31.08.2007, Side 36

Fréttablaðið - 31.08.2007, Side 36
BLS. 6 | sirkus | 31. ÁGÚST 2007 Ég held það sé nokkuð öruggt að segja að ég hafi lengi spáð í föt og tísku,“ segir Dröfn Ösp Snorradóttir, viðskiptastjóri á auglýs- ingastofunni Fíton. Dröfn, eða DD Unit eins og hún er líka kölluð, er með sérstakan og skemmtilegan smekk en hún segist ekki leitast eftir að vera öðruvísi. „Ég klæði mig ekki eins og allir aðrir enda versla ég helst í búðum sem selja frekar einstakar flíkur. Ég er samt ekkert að reyna að vera öðruvísi en ég er bara svona,“ segir hún og bætir við að stíllinn hennar sé svolítið bland í poka. „Það fer eiginlega bara eftir því í hvaða skapi ég er hverju sinni. Stundum er ég í gömlum siffon-pallíettu- perlu-kjólum með kisu eye- liner og rauðan varalit en á öðrum tímum voðalega „plain“. En mitt „plain“ er kannski ekki „plain“ hjá öðrum, ég þarf alltaf að vera með eitt- hvað twist, ég gæti ekki gengið í öllu svörtu heldur skreyti með einhverjum lit, nælu eða set eitthvað í hárið.“ Dröfn verslar aðallega á netinu og sjálf kallar hún sig eBay-drottning- una. „Einnig kaupi ég mikið í verslun- inni POP, KronKron, Nakta apanum og í Trilogiu. Svo er alltaf gott að finna eitthvað í Zöru og HM,“ segir hún og bætir við að hún eyði einhverjum tíma á kvöldin að plana klæðnað morgun- dagsins. „Ég þarf að vera fín í vinn- unni en ef þú átt nokkra lykilhluti þarf þetta ekki að vera flókið. Ég get til dæmis notað sama svarta kjólinn aftur og aftur ef ég skipti öðru út. Ég reyni að hafa stílinn sem náttúruleg- astan fyrir sjálfa mig þótt margir reki upp stór augu þegar þeir sjá mig,“ segir hún hlæjandi. Dröfn heldur úti heimasíðunni dd- unit.blogspot.com þar sem hún fjallar um stjörnurnar í Hollywood á skemmtilegan máta. Hún viðurkennir fúslega þennan áhuga sinn á „sel- ebunum“ og segir þann áhuga ekkert öðruvísi en önnur áhugamál. „Ég meina, sumir hafa áhuga á íþróttum, pólitík, vísindum eða viðskiptum. Þetta er bara enn einn hluti af lífinu. Samt er þessi áhugi minn ekkert upp á líf og dauða heldur bara skemmtun og afþreying,“ segir hún og bætir við að ótrúlegasta fólk lesi síðuna reglulega. Spurð hvernig Íslending- ar standi sig þegar kemur að tísku segir hún okkur öll að koma til. „Hér hefur ríkt svolítil hjarðmenning þannig að ef eitthvað er í tísku þá eru allir í því en það er svolítið að breytast. Hver man til dæmis ekki eftir Tark-buxunum og Buffalo-skónum en sjálf get ég stolt sagt að ég hafi staðið fyrir utan þá tískubylgju,“ segir hún brosandi og bætir við að fólk verði að finna sinn stíl svo það verði ekki fórnarlamb tísk- unnar. „Það er svo margt í gangi og því verður að skoða það sem er í gangi og velja það sem fer þínum líkamsvexti. Það geta ekki allir farið í þröngar gallabuxur og gyrt ofan í stígvél. Ég get til dæmis ekki rokkað hvítar galla- buxur fyrir mitt litla líf. Við verðum að finna það sem fer okkur og þá þarf enginn að vera tískufórnarlamb.“ indiana@frettabladid.is DRÖFN ÖSP SNORRADÓTTIR VEKUR ÁVALLT ATHYGLI FYRIR SÉRSTAKAN FATASMEKK. DRÖFN, EÐA DD UNIT EINS OG HÚN ER LÍKA KÖLLUÐ, SEGIR MIKILVÆGT AÐ VIÐ SKOÐUM ÞAÐ SEM ER Í GANGI HVERJU SINNI OG VELJUM ÞAÐ SEM FER OKKAR VEXTI. HÚN SEGIR HJARÐMENNINGUNA SEM BETUR FER Á UNDANHALDI. GALLABUXUR FYRIR MITT LITLA LÍF ROKKA EKKI HVÍTAR DD UNIT „Þennan Oleg Cassini-kjól keypti ég á eBay. Cassini var Hollywood- búningahönnuður sem hannað mikið af kjólum fyrir Grace Kelly og Jacky O. Svala vinkona mín gaf mér svo stígvélin.“ UPPÁHALDIÐ „Vivienne Westwood er í miklu uppáhaldi. Við erum að tala mikið saman sniðlega séð, ég og hún,“ segir Dröfn sem er hér í fallegum kjól frá fatahönnuðinum. VINNUFÖTIN „Buxurnar eru úr POP á Laugaveg- inum en það er margt skemmti- legt að finna þar. Wedge-hælarnir eru frá Steve Madden en bolinn fékk ég á 300 kr. á útsölu í Zöru. Kímonó-peysan er úr Liborius en sólgleraugum úr POP.“ EBAY-DROTTNING „Þennan Vivienne Westwood fékk ég á útsölu í KronKron í sumar. Skónir eru frá Christian Louboutin og ég keypti þá á eBay.“ /MYND HÖRÐUR

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.