Fréttablaðið


Fréttablaðið - 31.08.2007, Qupperneq 46

Fréttablaðið - 31.08.2007, Qupperneq 46
 31. ÁGÚST 2007 FÖSTUDAGUR8 fréttablaðið haustferðir Plúsferðir bjóða spennandi nýjung í borgarferðum í haust með fjög- urra daga ferð til Riga, höfuðborg- ar Lettlands, hinn 11. október. Riga er rómantísk, falleg og áhugaverð sem áfangastaður. Kaupglaðir finna allt sem hugur- inn girnist í verslunum borgar- innar; næturlífið er spennandi og nokkrir af bestu veitingastöð- um Evrópu eru í Riga. Íbúar Riga eru með eindæmum gestrisnir og leggja allt undir til að gera ferðina innihaldsríka og ánægjulega fyrir gesti sína. Mikill uppgangur er nú í Lettlandi og mælist þar hrað- asti efnahagsvöxtur í Evrópu, sem ekki fer framhjá þeim sem heim- sækja höfuðborgina. Menningarlíf er bæði marg- brotið og lifandi og endurspeglast það í fjölbreyttu framboði. Ómót- stæðileg blanda borgarlífs, versl- unar, menningarlífs og lágs vöru- verðs laðar að sér himinlifandi ferðamenn. Farareyrir endist lengi í Riga því verðlag er miklum mun lægra en það sem Íslending- ar eiga að venjast heima. Hjarta Riga geymir svo sögu landsins, eins og títt er um elstu bæjarhluta evrópskra borga. Gamli bærinn er yndisfagur með rólegu og þægilegu andrúmslofti og hvarvetna má sjá minnisvarða, en þess má geta að miðbær Riga hefur verið færður á heimslista UNESCO. Rómantíska Riga Götumynd frá Riga. Að vakna í dögun, fara út á dekk til að gera jóga og pilates-æfingar, borða lífrænt ræktaða ávexti og fara svo inn að leggja sig áður en lagt verður í dagsferð til Jamaíka – hvern dreymir ekki um slíkt? Kannski er til fólk sem myndi yppta öxlum við slíku kostaboði, en þó verða þeir sífellt fleiri sem taka heilbrigðan og uppbyggileg- an lífsstíl fram yfir þann sem ein- kennist af sinnuleysi. Því getur lýsing á fríi sem þessu hljómað sem „algjör draumur“ í eyrum þessa sívaxandi hóps. Hóps sem kýs að koma endurnærður til baka úr fríinu í stað þess að þurfa að taka aukalega á því í rækt- inni. Sérhæfð þemu á skemmti- ferðaskipum eru ekki nýbreytni. Þetta hefur tíðkast um árabil í þeim iðnaði en fyrir mörgum Ís- lendingum er slíkt áður óþekkt- ur valkostur. Frá Bandaríkjun- um, sér í lagi Flórída, sigla dag- lega ótal skemmtiferðaskip sem flest halda til eyjanna í Karíba- hafi og á meðan verið er að sigla þarf fólk að finna sér eitthvað til dundurs. Fyrirtækið „A taste of health“ er meðal þeirra sem bjóða slík- ar ferðir og er af mörgum talið fremst meðal jafningja enda hefur það boðið upp á sérhæfð heilsunámskeið í um tuttugu ár. Á vegum „A taste of health“ er reglulega siglt til Karíbahafs frá Miami og á meðan dvalið er um borð er hægt að njóta fyrirlestra og taka á heilsunni sem aldrei fyrr. Meðal annars er boðið upp á fjölbreytta einkakennslu, mat- reiðslunámskeið, nálastungur, margs konar nudd, jóga, chi qung, hugleiðslu, pilates, leikfimi, lóða- lyftingar og margt, margt fleira. Kennarar og fyrirlesarar eru valdir vel en sem dæmi um þá má nefna dr. Benjamin Spock og Deepak Chopra sem skrifaði Lög- málin sjö um velgengni. Vert er að benda á að það eru margir fleiri sem sérhæfa sig í heilsusiglingum og verðið getur verið mismunandi en hægt er að reikna með um 100-150.000 fyrir vikusiglingu með mat og kennslu í margs konar tímum. Áhugasamir um slíkar ferðir ættu að nota netið til að kynna sér meira um efnið og slá þá inn leitarorð á borð við „health cruise“ eða „holistic cruise“ en heimasíða A taste of health er www.atasteofhealth.org margret@frettabladid.is Siglt á vit heilsunnar Sérhæfðar skemmtisiglingar þar sem hugað er að heilsunni með mataræði og líkamsrækt verða æ vinsælli valkostur í fríum. LIFÐU LÍFINU LIFANDI kallast lífsstíls- og heilsunám- skeið sem standa til boða konum sem vilja komast frá amstri dags- ins og njóta heilbrigðs lífernis í sólinni. Námskeiðin fara fram í Kissimee í Orlando. Innifalið í námskeiðunum er gisting í tveggja manna herbergjum í átta herbergja lúxusvillu, persónuleg þjálfun, fyrirlestrar um næringu, líkamsþjálfun og sjálfstyrkingu og morgun- og hádegisverður ásamt tveimur millimáltíðum hvern dag. Aðgengi er að einkasundlaug og allri nauðsynlegri aðstöðu vegna námskeiða auk þess sem kvenn- anna bíður óvæntur glaðningur. Næstu námskeið verða 6. til 13. nóvember og 14. til 21. nóvem- ber 2007. Þjálfari og skipuleggjandi ferðanna er Sigga Dóra, FIA einka- þjálfari, Rope Yoga kennari, lífs- stílsleiðbeinandi og hárgreiðslu- meistari. Auk hennar verða Sigríður Klingenberg spákona og Ragnheiður Guðfinna með í för og því von á töluverðri gleði. Nánari upplýsingar www. lifsstillogheilsa.net Sigga Dóra skipuleggur heilsu-og lífs- stílsnámskeið fyrir konur í Orlando.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.