Fréttablaðið - 31.08.2007, Page 48

Fréttablaðið - 31.08.2007, Page 48
 31. ÁGÚST 2007 FÖSTUDAGUR10 fréttablaðið haustferðir Hótel Aldan er fallegt hótel á Seyðisfirði þar sem gott getur verið að eyða helgi að haustlagi. Hótel Aldan er í þremur söguleg- um byggingum frá aldamótun- um 1900 sem gerðar hafa verið upp og lagaðar að starfseminni. Húsin voru á sínum tíma flutt inn frá Noregi og byggð upp á Seyðis- firði og í þeim hafði verið marg- vísleg starfsemi. Eitt húsanna var til dæmis lengi verslun, annað fyrst hótel og síðan banki og það þriðja pósthús í einhvern tíma. „Aðalmarkmið endurbótanna var að finna þessum húsum hlutverk aftur auk þess sem hótel vantaði í bæinn,“ segir Dýri Jónsson, annar hótelstjóra Öldunnar. Áður en Dýri og Klas Poulsen, sem rekur hótelið með honum, ákváðu að fara út í hótelrekstur í húsunum höfðu bæjarbúar, Sigur- jón Sighvatsson, Seyðisfjarðar- kaupstaður, Byggðastofnun og Lífeyrissjóður Austurlands tekið sig saman um að láta gera húsin upp. „Við leigjum síðan húsin af þessum aðilum en við vorum í skóla í Kaupmannahöfn og áttum að vinna nýsköpunarverkefni á sviði viðskipta þegar við sáum þetta tækifæri. Við fengum því að flytja okkur yfir á þetta frá verkefninu í Kaupmannahöfn af því við vissum að það vantaði að leggja línur með rekstur þó að búið væri að leggja línurnar með húsin. Þannig varð þetta að raun- verulegu verkefni og við opnuð- um hótelið meira að segja áður en við fórum og vörðum lokaverk- efnið okkar,“ segir Dýri. Aldan var opnuð í júlí 2003 og strax varð mikil aðsókn að hótel- inu. „Síðan er þetta búið að vaxa og við erum farin að leita að enn fleiri sögulegum húsum svo við getum bætt við herbergjum,“ segir Dýri og hlær. „Við tökum á móti mörg- um farþegum Norrænu og höfum einbeitt okkur svolítið að því að ná fjölskyldum á bílaleigubílum. Núna er alltaf fullt yfir sumarið en útlendingarnir eru mjög dugleg- ir að bóka og þegar sólin skín og veðrið er fallegt fyrir austan fyll- ist líka allt af Íslendingum. Seyðis- fjörður hefur alltaf verið með svo- lítið alþjóðlegan blæ, hér var mikið um að vera á síldarárunum og her- námsárunum og svo kom Norræna og tók við og hefur viðhaldið þess- um alþjóðlega anda með gestum alls staðar að.“ Dýri segir að Seyðisfjörður sé alveg tilvalinn staður fyrir helg- arferðir á haustin. „September er yndislegur mánuður til að heim- sækja Seyðisfjörð. Það er svo fal- legt hérna og mikið menningar- líf. Hér er hægt að fara í berja- mó, sveppatínslu og veiði eða bara njóta haustlitanna og veðursins. Verðið á herbergjunum lækkar og veitingastaðurinn er opinn þannig að við getum alveg dekrað við fólk. Í gamla kjarnanum í kringum hót- elið eru mjög skemmtilegar versl- anir, rétt hjá er góður golfvöllur, sundlaug og íþróttaaðstaða og svo er hægt að fara í ayurvediskt nudd hjá indverskri nuddkonu hérna í næsta húsi. Það er bara yndislegt fyrir hjón að koma hingað í róm- antíska ferð og hvíla sig og hafa það gott.“ emilia@frettabladid.is Gömul hús fá nýtt hlutverk Ekkert mál er að komast í sjóstangveiði á Seyðisfirði. Í næsta húsi er nuddkona sem býður upp á ayurvediskt nudd. Í húsnæði hótelsins er veitingastaður og í góðu veðri er hægt að sitja úti og hafa það gott. Herbergin á Hótel Öldunni eru hugguleg. PICASSO SAFNIÐ Í PARÍS er nokkuð sem listunnandi á ferðalagi um borgina ætti ekki að missa af. Safnið sýnir þróun Picasso sem listamanns og er þar meðal annars að finna teikningar og skemmtilega skúlptúra sem sumir hverjir eru gerðir úr hnakk af reiðhjóli. Að sjálfsögðu eru þar fræg verk listamannsins, sem flest eru kennd við kúbisma, þá stefnu sem Picasso er þekktastur fyrir. Safnið er í sögulegu húsi í fjórða hverfinu í París. Það er hæfilega stórt og tekur því aðeins brot úr degi að skoða allt safnið. Á eftir er kjörið að setjast á eitt af ótal kaffihúsum í grennd við safnið og gæða sér á frönsku kaffi og sætabrauði. Vasasafnið er meðal þess sem gaman er að skoða í Stokkhólms- stað. Standa andspænis þessum tígulega farkosti sem var svo hörmulega illa hannaður að hann sökk í sinni jómfrúarferð árið 1626 eftir tuttugu mínútna sigl- ingu um sænska skerjagarðinn. Gestir safnsins geta leikið sér að því í tölvu að breyta byggingu og hleðslu skipsins og athuga hvernig gengur að halda því á floti í stormi og stjórsjó. Ef tilraunin mistekst má búast við skilaboðum eins og þessum frá tölvunni. „Þú ert ómögulegur verkfræðingur og ert rekinn úr þjónustu sænska konungsins. Reyndu hjá þeim danska.“ Vasaskipið á flot Skipið er fagurlega skreytt. Bjargey Aðalsteinsdóttir býður upp á vikunámskeið á Tenerife dagana 26. september til 3. október í samstarfi við Sumarferðir. Námskeiðið er fyrir konur á aldrinum 25-63 ára og snýst um nýjan og betri lífsstíl. Alla vikuna verður skemmti- leg leikfimi, fyrirlestrar, göng- uferðir, nudd og margt fleira sem byggir upp líkama og sál. Gestur Bjargeyjar í ferðinni er Sigríður Arnardóttir, Sírrý, fjölmiðlakona. Á Bylgjunni er léttur leikur þar sem tvær heppnar konur geta unnið þátttöku í nám- skeiðinu. - sig Námskeið á Tenerife Bjargey Aðalsteinsdóttir íþróttafræð- ingur heldur lífsstílsnámskeið fyrir konur á Tenerife. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.