Fréttablaðið - 31.08.2007, Side 52

Fréttablaðið - 31.08.2007, Side 52
BLS. 10 | sirkus | 31. ÁGÚST 2007 VERSLUNIN ER OG HÁRGREIÐSLUSTOFAN 101 HÁRHÖNNUN STÓÐU FYRIR TÍSKUSÝNINGU Á SKÓLA- VÖRÐUSTÍGNUM Á LAUGARDAGINN. TÓTA DESIGN KYNNTI EINNIG NÝJA FATALÍNU SÍNA. TÍSKUSÝNING Hildur Sif Kristborgardóttir og Þórhildur Ýr stóðu fyrir sýningunni ásamt Áslaugu Harðardóttur, sem vantar á myndina. Jóhannes, faðir Þórhildar, er með þeim á myndinni. TÖFF Fjöldi fólks mætti á Skólavörðustíginn og fylgdist með tískusýningunni. SVART Svartur litur verður greinilega liturinn í haust. REYND FYRIRSÆTA Anna Rakel Róbertsdóttir er alltaf flott. HAUSTTÍSKAN Tískuvöruverslunin ER og hársnyrtistofan 101 Hárhönnun sýndu nýjasta nýtt í hausttískunni síðasta laugardag. 101 HÁRHÖNNUN Þær Katrín Ýr Óskarsdóttir, Inga Þyrí Þórðardóttir og Hulda Jónsdóttir létu sig ekki vanta á Skólavörðustíginn. FLOTTAR Margrét Guðnadóttir og Arna Barkardóttir voru á meðal gesta. MY N D IR /H R Ö N N V ið höfum staðið okkur vel og því hefur kvennaboltinn fengið aukna athygli. Það má samt alltaf gera meira og betur,“ segir Hólmfríður Magnúsdóttir knattspyrnukona, sem hefur slegið í gegn með liði KR í sumar. Fríða, eins og hún er oftast kölluð, er tiltölu- lega nýbúin að jafna sig af slæmum meiðslum sem hún varð fyrir þegar hún lenti í samstuði í leik gegn Stjörnunni um miðjan mars. Við höggið fór viðbeinið úr lið og stakkst í gegnum bringuna og inn í brjóstholið. Fríða var send heim eftir skoðun hjá lækni en vissi sjálf sem var að ekki væri allt með felldu. „Næsta morg- un fór ég svo til annars læknis sem sá strax hvað var að. Ég var mjög heppin, þetta hefði getað farið enn verr,“ segir Fríða, sem var óvinnufær í tvo mánuði á eftir og varð að bryðja allt upp í 32 verkjatöflur á dag. „Í júní var ég svo valin í landsliðið án þess að hafa spilað neitt með KR og mér hefur gengið ótrú- lega vel síðan,“ segir Fríða, sem ólst upp á sveitabæ í Landeyjum. „Ég spilaði fótbolta í sveitinni með strákunum og æfði frjálsar íþróttir í mörg ár. Þegar ég varð að velja á milli kom aldrei neitt annað til greina en að halda áfram í boltanum. Fótboltinn er lífsstíll sem tekur mjög mikinn tíma en það er skemmtileg- ur félagsskapur í kringum þetta og margar af mínum vinkonum eru í fótboltanum,“ segir Fríða en bætir við að hún gefi sér þó tíma til að kíkja á lífið þegar færi gefst. Aðspurð segir hún draum sinn að komast út í atvinnumennsku en Fríða hefur þegar reynt fyrir sér með einu topp- liðinu í Danmörku. „Ég þurfti að ákveða mig á tveimur dögum og vissi ekkert út í hvað ég var að fara. Þetta hafði sína kosti og galla, maður er vanur að vinna hér heima en þarna gerði ég ekkert annað en að æfa og mér var farið að leiðast eftir tvær vikur. Ef ég fer aftur út mun ég skoða liðið betur en mig langar mest til Sví- þjóðar. Það er um að gera að leika sér aðeins á meðan maður er barnlaus.“ indiana@frettabladid.is Fótboltinn er lífsstíll HÓLMFRÍÐUR MAGNÚSDÓTTIR „Það er um að gera að leika sér aðeins á meðan maður er barnlaus.” MYND/ANTON HAUSTTÍSKAN Á GÖTUNNI TÓTA DESIGN Um fyrstu fatalínu Tótu er að ræða en pottþétt ekki þá síðustu.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.