Fréttablaðið - 31.08.2007, Blaðsíða 54

Fréttablaðið - 31.08.2007, Blaðsíða 54
BLS. 12 | sirkus | 31. ÁGÚST 2007 Við héldum öll að við myndum fá upp í kok af Brangelinu-klíkunni, enda líður varla sá dagur að við fáum ekki að sjá stórfjölskylduna miklu á ferð og flugi um allan heim. En það gerist ekki, sérstaklega ekki af Brad og umhyggju hans til barna sinna. Þessar myndir voru teknar af Pittar- anum og krökkunum án Shiloh í New York á dögunum. Og á meðan Angel- ina er í Írak á vegum Sameinuðu þjóð- anna var Brad í pabbahlutverkinu. Maðurinn er náttúrlega sá alflottasti og börnin gera hann enn fallegri. Brad Pitt er myndarlegasti pabbi í heimi. Brad er langfalleg- asti faðir í heimi Gott að vera hjá pabba Zahara Jolie-Pitt heldur fast um pabba sinn. Á ferð og flugi Pax Thien virðist vera að aðlagast vel, sérstaklega í fangi föður síns. Aðeins að spjalla Zahara hefur eitthvað mikilvægt að segja við elsta bróður sinn, Maddox. Við fáum ekki nóg Af Brad Pitt og Zahöru. Hún er bara aðeins of sæt. Góður dagur Eins og sést á myndinni var þetta góður dagur hjá Brad og börnunum. Mamma í írak Á meðan börnin léku sér í Central Park var Angelina Jolie á fullu í Írak. Þessar myndir eru ótrúlegar. Marilyn Manson er heimskasti maður í heimi að vilja ekki fyrrverandi konu sína, Ditu Von Teese. Í stað hennar hefur hann fundið sálufélagann sinn í hinni 19 ára gömlu leikkonu Rachel Evan Wood. Það bar ekki mikið á Ditu á meðan hún var gift kappanum, en á síðustu mánuðum hefur hún mikið látið koma mikið til sín og er eitt alveg á hreinu: Marilyn Manson var ekki að gera henni neitt gott. Dita var stödd á lítilli tónlistarhátíð á Ítalíu er þessar myndir voru teknar. Það er guðdómlegt að sjá hana brosa, hvað þá dansa. Þessar myndir eru stórkostlegar. Dansandi Dita Gyðja Dita Von Teese er ein flottasta konan í Hollywood. Eins og í gamalli bíómynd Dita og ítalskur söngvari taka nokkur spor á tónlistarhátíð sem fór fram á Ítalíu á dögunum. Það hljómar kannski ekki svo vel að blanda saman bjór og ís en ótrúlegt nokk þá leggst þessi blanda afar vel í bragðlaukana eins og framleiðsla Ísgerðarinnar í Holtsseli í Eyjafirði sannar. Ísgerðin, sem stofnuð var í fyrra, hefur verið óhrædd við að fara ótroðnar slóðir í framleiðslunni og hefur í sumar meðal annars framleitt bjórís. Norðlendingarnir eru svo sem ekki að finna upp hjólið í þessum efnum þar sem Belgar hafa lengi framleitt slíkan ís. Holtssel fer hins vegar ekki eftir uppskrift Belganna heldur notar íslenskan bjór úr heimabyggð í ísinn, Kalda frá Bruggsmiðjunni á Árskógs- sandi. Að sögn Guðrúnar Egilsdóttur í Holtsseli hefur bjórísinn fallið vel í kramið hjá þeim sem hann hafa próf- að en þó segir hún að skyrís með íslenskum bláberjum hafi ekki síður verið vinsæll í sumar. Bjórísinn, sem er brúngullinn að lit, hefur mátt nálgast á býlinu sjálfu, á kaffihúsinu Vogafjósi í Mývatnssveit og á veitingahúsinu Friðriki V á Akur- eyri. „Við bjóðum upp á fimm rétta óvissumatseðil þar sem leitast er við að bjóða upp á það sem við erum stoltust af hverju sinni úr hráefni héðan af svæðinu. Í því samhengi hefur okkur fundist einkar flott að geta boðið upp á sveitaís úr fyrstu míníísgerð landsins, ís sem búinn er til úr bjór sem er bruggaður í fyrstu míníbruggverksmiðju landsins, hvorutveggja fyrirtæki sem eru hér í Eyjafirði,“ segir Friðrik Valur Karls- son, eigandi Friðriks V, sem ber ísinn fram með slettu af Kalda út á. „Ekki það að það þurfi þar sem það er mjög gott bjórbragðið af ísnum,“ segir Frið- rik en bætir við að að það geri mikið fyrir steminguna að hella dass af bjór út á ísinn. „Það er skemmtilegt bragð af ísnum sem vakið hefur mikla athygli.“ - snæ Íslenskur bjórís slær í gegn Segway er nafnið á afar sérstök-um fararskjóta sem undanfarið hefur slegið rækilega í gegn í Bandaríkjunum, ekki síst í Kaliforníu. Farartæki þetta hefur einnig verið að hasla sér völl í Evrópu og ef að líkum lætur verður þess ekki langt að bíða að Íslend- ingar falli fyrir því, eins nýjunga- gjörn og tæknisinnuð sem þjóðin er. Nokkrir Íslendingar hafa nú þegar fallið fyrir Segway-fararskjótanum. Þeirra á meðal er leikarinn Gunnar Hansson sem sást þeysast um á slíku tæki í gervi lífskúnstnersins Frímanns Gunnarssonar í Reykja- víkurmaraþoni Glitnis. Tækið spar- aði Frímanni heldur betur sporin í hlaupinu og vakti sannarlega bæði undrun og eftirtekt annarra hlaup- ara, enda ekki bara skemmtilegt og þægilegt í notkun heldur einnig algjörlega hljóðlaust og umhverfis- vænt. Segway-hjólið er rafknúið tvíhjól sem er ólíkt öllum öðrum farartækj- um sem fyrir eru á markaðinum. Menn svífa í raun um í lóðréttri stöðu rétt fyrir ofan jörðu með góða sýn yfir það sem fram- undan er og þeir sem hafa prófað tækið segja að tilfinningin sé ekki ólík því að fljúga um á töfrateppi. Engar bremsur eða inngjöf eru á hjólinu og stýra menn því eingöngu með eigin lík- amsþyngd. Þannig halla menn sér fram til þess að komast áfram og aftur til þess að stoppa. Hjólið, sem gengur fyrir rafhlöðum, kemst á allt að 20 km á klukkustund og undir venjulegum kringumstæðum má reikna með því að menn komist 39 km á hleðslunni. Hjólið kostar þó sitt, eða í kringum hálfa milljón. Það er fyrirtækið Léttitækni sem er umboðsaðili hjólsins á Íslandi. Frekari upplýsingar um hjólið má finna á heimasíðunni www.lettita- ekni.is/segway. umhverfisvænn ferðamáti Þeir sem prófað hafa Segway segja að farartækið minni á töfrateppi. Engar bremsur eru á hjólinu né inngjöf og stýra menn því einungis með eigin líkamsþyngd. Svalandi eftirréttur Ís og bjór er eitt það mest svalandi sem hægt er að hugsa sér og nú er hægt að slá tvær flugur í einu höggi með því að fá sér bjórís á veitingastaðnum Friðriki V á Akureyri. Þar er ísinn borinn fram með slettu af norðlenska bjórnum Kalda. MYND/HJALTI Segway – næsta æði á Íslandi Gott atvinnutæki Lögreglumenn víða í Evrópu nota Segway til að sinna skyldustörfum sínum en tækið er til í nokkrum útgáfum. Þetta hjól er í torfæruút- gáfu og er með stærri hjólum sem henta vel á vegum utan borgar- marka.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.