Fréttablaðið - 31.08.2007, Page 56

Fréttablaðið - 31.08.2007, Page 56
BLS. 14 | sirkus | 31. ÁGÚST 2007 Ég og maðurinn minn ákváðum að láta gott af okkur leiða og styrkja gott málefni sem er Blátt áfram,“ segir Unnur Pálmarsdóttir, framkvæmdastjóri Fusion, en Unnur stendur fyrir heilsuhátíðinni Fusion Fitness Festival í fimmta skiptið en á hátíðinni verður hún með góðgerðar- þolfimitíma til styrktar málefninu. „Páll Óskar verður plötusnúður í öðrum salnum og svo verður risa spinningtími í hinum. Fólk greiðir sig inn í þolfimitímann með frjálsum framlögum og við ætlum að veita góð- gerðarsamtökunum Blátt áfram upp- hæðina, sama hversu mikið safnast,“ segir Unnur og bætir við að auk góð- gerðartímans verði mikið um að vera á heilsuhátíðinni sem fer fram í World Class í Laugum 14.-16. september. „Ég mun fá sex bestu kennara í Evrópu á sviði líkamsræktar og heilsu auk þess sem við verðum með okkar fremstu þolfimi- og danskennara frá Íslandi. Í boði verður meðal annars Workshop með fitball líkamsræktarboltum, hreyfilist með Árna Pétri Guðjónssyni leikara, sem var ofsalega vinsælt í fyrra, Army Training sem Konni og Nonni stjórna í World Class ásamt nýjungum í líkamsræktarheiminum í dag. Nú er mikil samvinna á milli þolfiminnar og dansins, þar sem dans- inn er ávallt að verða vinsælli og því er gaman að bjóða upp á fjölbreytta dag- skrá á heilsuhátíðinni í ár á heims- mælikvarða og því ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi.“ Hægt er að finna allar nánari upplýsingar um Fusion Fitness Festival á heimasíðunni fusion.is. Skráning fer fram í World Class Laugum en einnig er hægt að senda póst á unnur@fusion.is. „Þessi hátíð er fyrir alla fjölskylduna og svo er einnig upplagt fyrir fyrirtæki að vera með hópefli og nýta heilsuhátíð- ina til að koma og gera sér glaðan dag,“ segir Unnur. indiana@frettabladid.is UNNUR PÁLMARSDÓTTIR HELDUR FUSION FITNESS FESTIVAL Í FIMMTA SKIPTIÐ. Sigríður Snævarr er ás. Í spilum er ásinn annaðhvort hæstur eða lægst-ur en yfirleitt er hann aflmestur,“ segir Sigríður Klingenberg um fyrr-um sendiherrafrúna. „Ásinn er gríðarlega ábyrgðarmikill, byrjar að skipta á sjálfum sér þegar hann er eins árs. Ásinn hefur alltaf réttu bækurn- ar með sér í skólann og hugsar vel um sína, sérstaklega foreldra sína þegar þeir þurfa á því að halda. Þar af leiðandi ráðlegg ég flestum að eignast alla- vega eitt lítið ásabarn á sitt heimili. Þó að ásinn virki opinn og bjartur þá hleypir hann oft hægt inn í vináttuna en ef maður er svo gífurlega heppinn að eignast vináttu, til dæmis Sigríðar, þá verður maður húkkt ævilangt. Hún berst fyrir sína eins og ljón og hefði verið góð hjúkrunarkona sem vinnur við áfallahjálp þar sem hún fær sérstakan styrk þegar álagið dynur yfir. Hún og kærastinn, Kjartan, eru gífurlega tengd úr fyrri lífum og þar af leiðandi hefur hjónaband þeirra verið extra skemmtilegt og gott, þau voru búin að æfa sig að minnsta kosti einu sinni. Sigríður byrjaði í nýju tímabili í fyrra og er núna inni í í tíu ára tímabili þar sem allt aðrir þættir eru miðju- punkturinn, sem sagt litla kraftaverkabarnið. Sigríður hefur þessa orku að vera fyrirmynd í öllu sem hún gerir, hvort sem það er að baka brauð, elska karlinn sinn eða ,vera móðir. Ef eitthvert orku- leysi angrar Sigríði þessa dagana skal hún passa að það sé ekki þessi sífelldi gestagangur og njóta ein- verunnar með góðri tónlist.“ SPURNINGAKEPPNI sirkuss Helgi Seljan 1. Hildur. 2. Jordan. 3. McLaren. 4. Pink Floyd. 5. Magnús Geir Þórðarson. 6. Jessica Alba. Ragnar Santos 1. Hildur. 2. Naomi Campell. 3. Peugeot. 4. The Wall. 5. Magnús Geir Þórðarson. Helgi heldur sigurgöngu sinni áfram. Hér sigrar hann með sex stigum gegn þremur. Ragnar skorar á fréttakonuna Rakel Þorbergsdóttur. Fylgist með í næstu viku. 1. Hvað heitir persónan sem Ragn- hildur Steinunn leikur í Astrópíu? 2. Undir hvaða nafni þekkist fyrirsæt- an Katie Price betur? 3. Með hvaða Formúlu 1-liði ekur ökuþórinn Lewis Hamilton? 4. Hvað heitir fyrsta plata Pink Floyd og verður endurútgefin í næsta mánuði? 5. Hver er leikhússtjóri Leikfélags Akureyrar? 6. Hver var nýverið kosin kynþokka- fyllsta kona heims á lífi af FHM tímaritinu? 7. Hvað eru James Bond-myndirnar margar? 8. Í hvaða borg gerist sápuóperan The Guiding Light? 9. Hver er krónprins Noregs? 10. Hver leikur aðalhlutverkið í þátta- röðinni Men in Trees? 6 RÉTT SVÖR 6. Angelina Jolie. 7. 23. 8. Los Angeles. 9. Hákon. 10. Pass. 3 RÉTT SVÖR HELGI SELJAN HEFUR REYNST ERFIÐUR VIÐUREIGNAR EN HÉR MÆTIR HANN RAGNARI SANTOS KVIKMYNDAGERÐARMANNI. 1. Hi ld ur . 2 . J or da n. 3 . M cL ar en . 4 . T he Pi pe r a t t he G at es of Da w n. 5 . M ag nú s Ge ir Þó rð ar so n. 6 . J es si ca A lb a. 7 . 21 . 8 . S pr in gf ie ld . 9 . H ák on . 1 0. A nn e Ha ch e. 7. 12. 8. Los Angeles. 9. Hákon. 10. Veit ekki. Sigríður Klingenberg spáir í Sirkus www.klingenberg.is Fyrirmynd í öllu sem hún tekur sér fyrir hendur Þolfimitímar til styrktar Blátt áfram UNNUR PÁLMARSDÓTTIR „Þessi hátíð er fyrir alla fjölskylduna og svo er einnig upplagt fyrir fyrirtæki að vera með hópefli og nýta heilsuhátíðina til að koma og gera sér glaðan dag,“ segir Unnur. /MYND HÖRÐUR SIGRÍÐUR SNÆVARR „Hún og kærastinn, Kjartan, eru gífurlega tengd úr fyrri lífum og þar af leiðandi hefur hjónaband þeirra verið extra skemmtilegt og gott,“ segir Sigríður um nöfnu sína. „Haustið er eins og nýyddaðir blýantar, allir tilbúnir að byrja á nýju verki.“ Bryndís Ísold Hlöðversdóttir samfylking- arkona. „Mér finnst fínt að fá smá rigningu og kulda. Ég verð allavega ekkert þunglyndur. Maður verður alltaf fyrir vonbrigðum með sumarið en haustið er alltaf eins.“ Davíð Smári Harðarson söngvari. „Haustið leggst ekki nógu vel í mig. Ég var að koma úr hitanum í Barcelóna og hefði helst viljað vera lengur úti.“ Brynja Valdimarsdóttir söngkona. Hvernig leggst haustið í þig? Útgáfufélag 365 prentmiðlar Ritstjórn Kristján Hjálmarsson kristjan@frettabladid.is Þóra Karitas Snæfríður Ingadóttir Indíana Ása Hreinsdóttir indiana@frettabladid.is Útlitshönnun Kristín Agnarsdóttir kristina@frettabladid.is Forsíðumynd Hörður Sveinsson Sirkusblaðið Skaftahlíð 24 105 Reykjavík, sími 512 5000 Sölustjóri Bergur Hjaltested 512 5466 bergurh@365.is

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.