Fréttablaðið - 31.08.2007, Page 73

Fréttablaðið - 31.08.2007, Page 73
Á morgun opna þrír myndlistarmenn sýningu í SAFNI á Laugavegi 37. Þeir eru Sigurður Guðjónsson, Huginn Þór Arason og Tony Trehy. Í SAFNI er samtímamyndlist til sýnis á þremur hæðum. Aðgangur er ókeypis en Reykjavíkurborg hefur til þessa veitt Pétri Arasyni og Rögnu Róbertsdóttur, sem eiga einstakt safn nútímaverka, styrk til reksturs þess. Þar hefur um langt árabil verið rekin metnaðarfull sýningarstefna sem vakið hefur athygli langt út fyrir landsteinana. Sigurður Guðjónsson er fæddur 1975 og býr og starfar í Reykjavík. Hann fæst að mestu við gerð vídeóverka, ljósmynda og innsetninga í myndlist sinni. Í Safni sýnir Sigurður tvö vídeóverk sem ekki hafa verið sýnd á Íslandi. Að auki sýnir hann ljósmyndaverk sem eru stillur úr fyrri verkum og verkum í vinnslu. Vefur Sigurðar er www.sigurdurgudjonsson.net. Huginn Þór Arason er fæddur 1976 og býr og starfar í Reykjavík.Hann fæst við afar fjöl- breytta efnisnotkun og ýmsa miðla. Sem dæmi hefur hann gert gjörninga, málverk, teikningar og skúlptúra t.d. úr pitsum, barnaleir og bómull. Í verkum sínum hefur Huginn skapað eigin heim, þar sem fléttast saman barnsleg form, sem líkjast hlutum úr daglega lífinu, skærir litir og kjánalegir gjörningar. Á annarri og þriðju hæð Safns sýnir Huginn Þór leirverk, lyktar- verk, ljósmyndateikningar, og endurunnið málverk. Þriðji maðurinn í Safni er Tony Trehy, fæddur 1960. Tony er enskt ljóðskáld og sýningarstjóri, búsettur í Manchester. Hann hefur um árabil fengist við að gera ljóðaskrif sín að myndrænni upplifun fyrir áhorfendur/lesendur. Eftir heimsókn sína til Reykjavíkur árið 2006 hóf Tony að vinna að textaverkinu Reykjavík, þar sem hann notar, að eigin sögn, tungumál stærðfræðinnar og margvíddar rúmfræði, svo og jarðfræði, heimspeki og myndlist í kerfi um rými og táknfræði borgarinnar. Í Safni kynnir Tony Trehy bókverkið Reykjavík, sem er handinnbundið og prentað í litlu upplagi. Bókin verður fáanleg í Safni. Vefslóðir með upplýsing- um um hann eru: www.tonytrehy.com og www. sleeper1.com. Sýningarnar standa til 7. október. Opið er frá 14-18 miðvikudaga til föstudags, en frá 14-17 laugardag og sunnudag. Þríeyki sýnir í Safni Það er frítt föruneyti sem fylgir þeim Sigurði Flosasyni og Aðalsteini Ásberg ljóðasmið í kvöld. Sigurður býður upp á glæný lög við texta Aðalsteins Ásbergs og eru flytjendur þau Egill Ólafsson, Ragnheiður Gröndal, Kjartan Valdemarsson og Matthías Hemstock á slagverk. Eru þetta lög af disknum Bláum skuggum sem nú er kominn út. Til að bæta gráu ofan á svart eða bláum á bláan verða einnig flutt lög af glænýrri plötu sem nefnist „Bláir skuggar“. Þar er teygt á blúsforminu svo lög sem hljóma eins og blús verða eitthvað allt annað. Sem sagt tilraunastarfsemi með kunnar uppskriftir. Lifandi, skemmtilegt, blúsað og fjörugt segja menn að þetta verði enda engir aukvisar á ferð: Jón Páll Bjarnason á gítar, Pétur Östlund á trommur og Þórir Baldursson á Hammond-orgel. Þetta gerist í Iðnó í kvöld kl. 20 og eru tónleik- arnir hluti af dagskrá Jazzhátíðar í Reykjavík. Bláir söngvar í kvöld F í t o n / S Í A 2 fyrir 1 á Gretti! Vátryggingafélag Íslands Ármúla 3 108 Reykjavík Sími 560 5000 www.vis.is Söngleikurinn fjallar um hinn lánlausa Gretti. Hann lendir í fangelsi eftir misheppnaðan glæp og þar hellir hann sér af krafti í lyftingar og vaxtarrækt. Eftir fangelsisvistina nær hann skjótum frama fyrir hlutverk í sjónvarpsseríu byggðri á Íslendingasögunni um Gretti sterka. Frægðin færir honum peninga og ástir kvenna í ríkum mæli og framtíðin virðist blasa við björt og fögur. Viðskiptavinir geta nálgast tilboðsmiða á þjónustuskrifstofum VÍS. Tryggið ykkur miða í tíma á þessa frábæru fjölskylduskemmtun. VÍS býður viðskiptavinum sínum tvo miða á verði eins á söngleikinn Gretti í Borgarleikhúsinu í september. Innritun og upplýsingar í síma 561 5620 frá kl. 12-17. Kennsla hefst 10. september www.schballett.is GERÐUBERG www.gerduberg.is Ég bið að heilsa Sýning á bútasaumsverkum í tilefni af 200 ára fæðingarafmæli Jónasar Hallgrímssonar Erró - Kvenfólk Grafíkverk í eigu Listasafns Reykjavíkur Af hjartans list! Alþýðulistamaðurinn Ágúst Jónsson sýnir málverk í Boganum Vissir þú... að í Gerðubergi er góð aðstaða fyrir ráðstefnur, námskeið, fundi og móttökur. Sjá www.gerduberg.is Sýningarnar standa til 9. september og eru opnar virka daga frá 11-17 og um helgar frá 13-16. Sími 575 7700

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.