Fréttablaðið


Fréttablaðið - 31.08.2007, Qupperneq 74

Fréttablaðið - 31.08.2007, Qupperneq 74
Bútasaumur í tónlist er löngu orðið vel þekkt fyrirbæri, þar sem tónlistarmenn taka hljóðbúta úr öðrum lögum, blanda þeim saman við aðra, breyta örlítið og gera að sínum. Þrátt fyrir að þetta fyrirbæri sé orðið nokkuð gamalt er enn fullt af nýjum og ferskum hlutum að gerast. Meðal nýrra sveita má sem dæmi hæglega benda á The Go! Team, Girl Talk og Danger Mouse, þá sérstaklega Gráu plötuna hans. Breska sveitin Addictive TV er hins vegar nafn sem ekki margir kannast við en sveitin sú arna kemur með nýja vídd inn í þennan fínkennda bútasaum. Addictive TV á sér langa forsögu en hún byrjaði aðallega að hanna sjónlistaverk ýmiss konar. Við árþúsundaskiptin var sveitin síðan leiðandi í þróun og mótun myndbandasnúða (e. VJ, Video Jockey) og var einnig fengin til þess að þróa með Pioneer sérstaka DVD-plötuspilara. Undanfarin ár hefur þessi fjöllistahópur síðan ferðast vítt og breitt um Evrópu og haldið svaka tónleika þar sem hann vinnur með ýmis myndbrot til tónlistarsköpunar. Þar fer Addictive TV frá einu yfir í annað, byrjar til dæmis á tónleikaupptöku með Rolling Stones og fer síðan yfir í bútasaumspakka úr ýmsum Bond-myndum en einnig samkrulli úr fjölbreyttum tónlistarmyndböndum. Hound Dog með Presley er blandað við Fit But You Know It með The Streets, Riders of the Storm með The Doors við Rapture með Blondie og sitthvað fleira. Hópurinn hefur einnig sett upp verk sín á ýmsum listasýningum sem eru öðruvísi en þegar um eiginlega partítónleika er að ræða. Verkin þar eru töluvert meira abstrakt en aldrei samhengislaus. Kvikmyndageirinn virðist helst nýta sér þessa tækni Addictive TV. Sveitin hefur verið fengin til þess að endurhljóð- og myndblanda ýmis sýnishorn mynda og hefur Addictive TV tekist virkilega vel upp á því sviði. Mæli ég sérstaklega með sýnishornum úr myndunum Take the Lead, Snakes on a Plane og Shoot Them Up. Margir muna væntanlega eftir laginu Timber með Cold Cut (en tónleikar þeirrar sveitar eiga margt skylt við tónleika Addictive TV) og sérstaklega myndbandið en þar var einmitt unnið með hljómbútasaum út frá myndbrotum. Þó að tónlist Addictive TV sé ekki nærri eins magnþrungin og Timber er margt af því sem sveitin er að gera merkilegt. Kíkið endilega inn á YouTube eða myspace.com/addictivetv, sjón er sögu ríkari. Myndrænn tónbútasaumur M.I.A. sló í gegn með fyrstu plötunni sinni Arular fyrir tveimur árum. Það var sann- kölluð tímamótaplata og ein af afburðaplötum nýrrar aldar. Nú er komin ný plata, Kala, og eins og Trausti Júlíusson komst að þá gefur hún frum- burðinum ekkert eftir. Fyrsta M.I.A.-platan Arular var á undan sinni samtíð og gekk lengra en áður hafði þekkst í að blanda saman ólíkri tónlist og ólíkum menn- ingaráhrifum. Arular var ein af plötum ársins 2005 og þess vegna margir spenntir að heyra framhald- ið. Nú er biðin á enda. Kala kom út í vikunni. M.I.A. er skammstöfun sem stendur fyrir „Missing In Action“, en líka önnur stafsetning á fornafni lista- konunnar sem heitir Maya Arulpragasam. Hún fæddist í Lond- on, en flutti nokkurra mánaða gömul til föðurlandsins Srí Lanka með for- eldrum sínum sem vildu leggja skæruliðum Tamiltígra lið í barátt- unni gegn stjórn landsins. Á fyrstu árum ævi sinnar kynnt- ist Maya ófriði, sprengingum, flótta, fátækt og kynþáttafordómum. Hún flúði aftur til London með móður sinni þegar hún var tíu ára. Eftir að hafa reynt fyrir sér í myndlist og hönnun hóf hún að búa til tónlist á Roland MC-505 groovebox og var fljótlega komin með samning við XL-plötufyrirtækið. Á Arular bland- aði M.I.A. saman hiphop-i, grime, dancehall, brasilísku fönki, elektró og poppi, en platan innihélt m.a. lögin Pull Up The People, Galang og Sunshowers. Upphaflega ætlaði M.I.A. að gera plötu númer tvö í Bandaríkjunum en þegar henni var neitað um vega- bréfsáritun ákvað hún hins vegar að leggja land undir fót og taka plötuna upp hér og þar í heiminum. Hún dvaldi vikum saman á Ind- landi þar sem hún tók upp lifandi slagverksleik og gerði líka lögin BirdFlu og 20 Dollar. Hún tók upp á Trínidad, á Jamaíku, í Japan og í Ástralíu. Eins og Arular er Kala mjög pólitísk. Hún er hugsuð sem heróp frá þriðja heiminum. Á meðal gesta á plötunni er nígerískri rapp- arinn Afrikan Boy og barnakór frá Líberíu sem syngur með Mayu í laginu Paper Planes, en textinn í því er skemmtilegt inn- legg í hryðjuverkaumræðuna. En þó að þriðji heimurinn sé áberandi þá er líka vísað í vestrænt popp á Kala. Upp- hafslag plötunnar Bamboo Banga hefst á broti úr texta Jon- athans Richman Roadrunner og í Paper Planes er notaður bútur úr laginu Straight To Hell með The Clash. Kala hefur fengið frábæra dóma. Hún er með næsthæstu meðal- einkunn á árinu hjá Metacritic og er frábært framhald af Arular. Harðari og hrárri ef eittvað er, fyrir utan lagið Jimmy sem er Bolly- wood-diskósmellur og verður næsta smáskífa en það er byggt á gömlu lagi sem Maya litla dansaði við til að vinna sér inn pening á Srí Lanka. Hljómsveitin Sprengjuhöllin hefur lokið upptökum á fyrstu plötu sinni. Af því tilefni býður hún áhugasömum að koma á Organ á laugardaginn til að hlusta á afraksturinn. „Okkur langaði bara að halda gott partí. Við erum búnir að vera í stúdíói og höfum ekki getað haldið almennilega tónleika í smá tíma,“ segir Snorri Helga- son, gítarleikari Sprengjuhallarinnar. Þetta eru ekki útgáfutónleikar því platan kemur ekki út strax. „Við vildum bara fagna því að vera búnir með plötuna.“ Hljómsveitin Retro Stefson spilar með Sprengjuhöllini á tónleikunum. Húsið verður opnað kl. 20 og fljótlega eftir það verður nýja platan sett á fóninn. Tónleik- arnir hefjast þegar líður á kvöldið og að þeim loknum taka Sprengjuhallarliðar við plötuspilurunum og spila hressandi tónlist fram eftir nóttu. Sprengjuhöllin heldur veislu
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.