Fréttablaðið - 31.08.2007, Side 76

Fréttablaðið - 31.08.2007, Side 76
Lengsta vatnsrennibraut á Íslandi er í smíðum við sundlaugina í Neskaupstað. Brautin, sem verður opnuð í lok september, er um 63 metrar að lengd og er gjöf frá Samvinnufélagi útgerðarmanna í Nes- kaupstað, SÚN. „Við höfum ekki haft rennibraut í mjög mörg ár,“ segir Benedikt Sigurjónsson, forstöðumaður íþrótta- miðstöðvar Neskaupstaðar. „Ég held að fyrsta renni- brautin á Íslandi hafi verið sett hér upp fyrir fimmtíu árum. Það var ungur íþróttakennari sem kom með þessa hugmynd og lét smíða hana á staðnum. Gólf- dúkur var notaður sem renniflötur og það var vinsæl rennibraut þótt hún væri ekki stór, eða um einn tíundi af þessari nýju. Hún stóð uppi í fimm til sex ár en hún stæðist ekki kröfur eftirlitsstofnana í dag,“ segir Benedikt. Hann segir það ekki skipta öllu máli þótt nýja brautin sé sú lengsta á landinu eður ei. „Það er ekki aðalmarkmið heldur að þetta virki eins og til er ætl- ast hvað varðar afþreyingu og skemmtun.“ Stórar og miklar dælur fylgja brautinni eins og gefur að skilja og verður brautin þar af leiðandi ekki opin alla daga ársins. Að sögn Benedikts er mikill spenningur í bænum fyrir nýju brautinni og hugsar unga fólkið sér gott til glóðarinnar að skella sér í góða salibunu. Hann býst þó ekki við því að nágrannasveitarfélögin verði dug- leg við að koma í rennibrautina og hvað þá starfs- menn álversins í Reyðarfirði. „Það verður nýjabrum eins og gengur og gerist en þeir koma afskaplega lítið hér.“ Lengsta vatnsrennibraut landsins Guðmundur Sigurðsson fer ekki troðnar slóðir í lífinu en hann er á leiðinni á norrænt þing eldsmiða um helgina. Auk þess að vera menntaður hljóð- færasmiður og umsjónarmaður keilusalarins á Akranesi er Guð- mundur einnig virkur meðlimur í Víkingafélaginu Hringhorna. „Það verða á fjórða tug eldsmiða sem hittast þarna með afl og fýsibelg til þess að smíða úr járni upp á gamla mátann úti í guðs grænni náttúrunni,“ segir Guðmundur en mótið fer fram í Árósum í Dan- mörku. Hann verður ekki eini Íslendingurinn því Keflvíkingur- inn Böðvar Gunnarsson fer utan með Guðmundi. „Ég er búinn að vera að fikta við eldsmíði í nokkur ár og hitti umsjónarmenn þingsins á víkingahátíðinni í Hafnarfirði þar sem ég var að smíða flautur. Þannig kom það nú til að ég ákvað að fara.“ Guðmundur segist reikna með að læra töluvert á þinginu þótt hann hafi áður sótt námskeið í greininni. „Ég fór á námskeið í Reykjavík hjá Bjarna Þór Kristj- ánssyni auk þess sem ég fékk til mín smið frá Svíþjóð sem kenndi mér í vikutíma. Hann hafði verið að vinna fyrir austan sem fjár- hirðir. En maður lærir eitthvað nýtt við hvert tækifæri sem maður fær til þess að smíða. Það er ekki mikið hægt að stunda eld- smíðina hér á landi, fólk þarf að vinna fyrir salti í grautinn og hefur ekki takmarkalausan tíma til að dunda sér í einhverju svona. Maður þyrfti að vinna við þetta til að ná upp alvöru færni. Það er ekki nóg að kveikja upp nokkrum sinnum á ári.“ Þema þingsins er skurðarverk- færi og ætlunin er meðal annars að smíða eftirlíkingar af verk- færum sem fundust í kistu árið 1936 og talið er að séu frá vík- ingatímanum. En hvað er svona skemmtilegt við eldsmíðina? „Ekki neitt!“ segir Guðmundur og skellir upp úr. „Maður er í því að brenna sig og hvaðeina. Nei, ég segi svona. Ég þarf bara að prófa allt sem tengist þessum tíma þegar menn gátu enn gert eitt- hvað með höndunum.“ Hljómsveitin Buff ásamt Reykja- vik Sessions Quartet verður með tónleika til heiðurs Bítlinum fyrr- verandi, Paul McCartney, í Aust- urbæ fimmtudaginn 13. september. Flutt verða mörg bestu lög Bítils- ins fyrrverandi með tilheyrandi ljósasýningu og fínum hljómgæðum. Gestasöngvarar verða Magni, Matthías Matthías- son og Ragnar Zol- berg. „Þetta verður geð- veikt gaman. Mig hefur lengi langað til að syngja eitthvað á rólegri nótunum sem er ekki bara brjálæði og öskur,“ segir Ragnar Zol- berg. „Ég er mikill Bítlamaður. Pabbi var með Bítlana á fóninum þegar ég fæddist þannig að þetta rennur í blóðinu.“ Ragnar er um þessar mundir staddur í Englandi með hljómsveit sinni Sign. „Við höfum verið hérna í þrjár vikur. Það hefur gengið frá- bærlega og við höfum fengið góða dóma,“ segir hann. Miðasala á McCartney- tónleikana hefst á mánu- dag í Austurbæ, á midi.is, Skífunni í Reykjavík og BT úti á landi. - fb Heiðra McCartney Einn vinsælasti bloggari landsins, Ellý Ármannsdóttir, hefur læst bloggi sínu. Aðdáendur hennar verða því að fá úthlutað sérstöku lykilorði til að geta lesið hinar skemmtilegu og erótísku sögur hennar. Ekki náðist í Ellý í gær þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir til að for- vitnast um ástæður læsingarinnar. Staðgengill netstjóra mbl.is, Árni Matthíasson, sagðist ekki hafa hug- mynd um af hverju Ellý hefði læst bloggi sínu og taldi það ekki vera neinn heimsendi fyrir Mogga- bloggið þótt að þetta hefði gerst. „En það voru vissulega heitar umræður um skrif hennar á mið- vikudagskvöldinu. Ég veit hins vegar ekki hvort það hafði eitthvað með þessa læsingu að gera,“ segir Árni og viðurkenndi jafnframt að netstjórninni hefðu borist ein- hverjar athugasemdir við skrif Ell- ýar. „Annars virðist fólk vera ótrú- lega umburðarlynt á blogginu,“ bætir Árni við. Á bloggsíðu Jennýar Önnu Bald- ursdóttir, jenfo.blog.is sem hefur verið í einum af efstu sætum vin- sældalista Moggabloggsins, var skrifuð færsla um skrif Ellýar og sett spurningarmerki við hvort sögurnar væru ekki komnar út fyrir allt velsæmi. Ekki stóð á við- brögðunum í athugasemdakerfinu því yfir fjörutíu athugasemdir voru skráðar við umrædda færslu. Vinsældir Ellýar hafa nánast verið lygilegar en hún skaust upp á stjörnuhiminn bloggsins fyrr í sumar. Í byrjun maí náði Ellý því takmarki að yfir tíu þúsund heim- sóknir voru á síðu hennar. Ellý hefur jafnframt verið áberandi að undanförnu í fjölmiðlum og vakti ekki litla athygli þegar hún sat fyrir með fartölvuna eina klæða á forsíðu tímaritsins Ísafoldar. Ellý Ármansdóttir læsir bloggi sínu BRETTIN UPP! Frumsýnd 31. ágúst með íslensku og ensku tali! Þú sendir SMS skeytið BT BTF á númerið 1900. Þú færð spurningu. Þú svarar með því a ð senda SMS skeytið BT A, B eða C á númerið 1900. Aðalvinningur Toshiba Satellite fartölva + PSP tölva + leikir! Aðalvinningur er Toshiba Satellite fartölva + PSP tölva + leikir! Geggjaðir aukavinningar: Medion vídeóspilari, Playstation 3, iPod nano, Panasonic tökuvél, Sony myndavél, GSM símar, Playstation 2 tölvur,Guitar Hero, Gjafabréf frá Tónlist.is, bíómiðar á „Brettin upp“, DvD myndir, Tölvuleikir, kippur af gosi og margt fleira! *A ða lv in ni ng ar d re gn ir út ú r ö llu m in ns en du m sk ey tu m . V in ni ng ar v er ða a fh en tir í B T Sm ár al in d, K óp av og i. M eð þ ví a ð ta ka þ át t e rt u ko m in n í S M S kl úb b. 9 9 kr /s ke yt ið . Þ ú fæ rð 5 .m ín ti l a ð sv ar a sp ur ni ng u. 10. hver vinn ur!

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.