Fréttablaðið - 31.08.2007, Síða 79

Fréttablaðið - 31.08.2007, Síða 79
Kvikmyndin Away From Her segir frá miðaldra hjónum, Fionu og Grant, takast á við Alzheimer- sjúkdóm Fionu og innlögn hennar á hjúkrunarheimili fyrir Alzheim- er-sjúklinga. Við fylgjumst með Fionu missa minnið smám saman og erfiðleika þeirra hjóna við að sætta sig við sjúkdóminn og afleiðingar hans. Away From Her er fyrsta mynd- in í fullri lengd sem Sarah Polley leikstýrir. Sarah er tæplega þrí- tug, margverðlaunuð leikkona, sem hefur áður gert nokkrar stutt- myndir. Polley tekst einstaklega vel að fjalla um þetta viðkvæma efni af virðingu og án þess að vera væmin eða of dramatísk. Í grunninn er þetta einfaldlega saga um fólk sem er að gera sitt besta til að tak- ast á við lífið í skugga illviðráðan- legs sjúkdóms. Leikurinn í myndinni er góður. Aðalleikkonan Julie Christie sýnir snilldarleik. Henni tekst að túlka andlega hnignun Fionu á einkar sannfærandi hátt. Aðrir standa nokkuð í skugganum af henni en skila sínu áfallalaust. Söguþráðurinn er að mörgu leyti fyrirsjánlegur en það kemur ekki að sök því ekki er verið að elta einhverjar klisjur. Persónu- sköpunin er það sterk að það sem er fyrirsjánlegt verður samt aldrei ósannfærandi. Away from her er því þegar á heildina er litið góð mynd um manneskjur í erfiðum aðstæðum. Ástarsaga í skugga Alzheimer Höfundar teiknimyndaþáttanna South Park hafa gengið frá samningi um að þættirnir verði fáanlegir á stafrænan hátt á net- inu, í farsímum og í leikjatölv- um. „Núna getum við líka ofboðið fólki í gegnum farsíma, leiki og tölvur. Þetta er allt saman mjög spennandi,“ sagði Trey Parker, annar höfundanna. Einnig undirrituðu Parker og félagi hans, Matt Stone, samning við Viacom um að búa til þrjár þáttaraðir til viðbótar af South Park. Hefur þátturinn verið sýndur við frábærar undirtektir frá árinu 1997. Stafrænn South Park Leikkonan Angelina Jolie fór í opinbera heimsókn til Sýrlands og Íraks, þar sem hún hitti flótta- menn og bandaríska hermenn sem þar eru staddir. Jolie, sem er góð- gerðarsendiherra hjá flóttamanna- hjálp Sameinuðu þjóðanna, hitti fyrst íraska flóttamenn í Sýrlandi og fór síðan yfir til Íraks í nokkrar klukkustundir. „Ég fór til Sýrlands og Íraks til að vekja athygli á ástandinu sem þar ríkir í mannúðarmálum. Vil ég hvetja þjóðir heimsins til að auka stuðning sinn við flóttamannahjálp Sameinuðu þjóðanna og samstarfs- aðila hennar,“ sagði Jolie. Talið er að um 4,2 milljónir Íraka hafi þurft að yfirgefa heimili sín síðan Íraks- stríðið hófst fyrir fjórum árum. Hitti íraska flóttamenn Ronnie Wood, gítarleikari The Rolling Stones, segir að sveitin sé langt í frá hætt og eigi eftir að fara í fleiri tónleikaferðir á næstu árum. „Við þurfum hvíld núna en að sjálfsögðu förum við aftur í tónleikaferð. Við ætlum aldrei að hætta því,“ sagði Wood. Rollingarnir luku The Bigger Bang-tónleikaferðinni á dögunum með tónleikum í London. Orðróm- ur hefur verið uppi um að þetta væri síðasti túr sveitarinnar en Wood hefur nú vísað honum til föðurhúsanna. Ekki hættir Upptökur á nýjustu plötu U2 hafa gengið vel. Upptökustjórinn Daniel Lanois, sem tók upp plöturnar The Unforgettable Fire, The Joshua Tree og Achtung Baby, var fenginn til að aðstoða sveitina við lagasmíðar fyrir plötuna ásamt öðrum góðvini U2, Brian Eno. Að sögn Lanois hafa upptökurn- ar gengið vonum framar. „Í þetta sinn var okkur boðið að taka þátt í lagasmíðunum,“ sagði hann. „Ég tók þátt í þremur samningalotum með Eno og U2 og það gekk frábærlega. Við ætlum að hittast aftur í nóvember.“ Síðasta plata U2, How to Dismantle an Atomic Bomb, kom út árið 2004 við góðar undirtektir. Upptökur ganga vel hjá U2
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.