Fréttablaðið - 31.08.2007, Side 80
Ekki tókst að slá
aðsóknarmetið í efstu deild karla
í leikjunum fjórum í gær.
Það vantar samt ekki nema 632
áhorfendur til að slá metið. Má
reikna með að metið falli á
sunnudag þegar Víkingur tekur á
móti Valsmönnum í Víkinni.
97.394 manns hafa mætt á völlinn
í sumar.
Metið stendur
Sigurður flýgur hugsanlega í leiki með Val
Landsbankadeild kvenna:
Ari Freyr Skúlason
skoraði sigurmark Häcken í 1-0
sigri á skoska liðinu Dunfermline
í UEFA-bikarnum í gær og
tryggði liði sínu þar með sæti í
næstu umferð. Ari Freyr skoraði
markið á 27. mínútu en fyrri
leiknum í Skotlandi lauk með 1-1
jafntefli. Häcken sló út KR í
fyrstu umferð en dregið verður í
næstu umferð í dag.
Ari Freyr hetja
Häcken í gær
Skagamenn unnu dýr-
mætan sigur á sprækum Blikum á
Skipaskaga í gær. Staðan í hálfleik
var 1-1 og eftir að hafa sótt stíft
allan síðari hálfleikinn urðu Blik-
ar að játa sig sigraða eftir að Dario
Cingel tryggði heimamönnum
sigur í blálokin.
„Í fótbolta er ekkert sanngjarnt.
Þetta snýst bara um hvað liðin ná
að skora mörg mörk,“ sagði Guð-
jón Þórðarson, þjálfari ÍA, og hitti
naglann á höfuðið. Blikar mega þó
vera mjög ósáttir við útkomuna.
Blikar voru fyrri til að skora en
þar var að verki Prince Rajcomar
eftir fyrirgjöf Gunnars Arnar
Jónssonar. Prince var einn á
auðum sjó eftir að stungið sér inn
á milli varnarmanna Skagans og
skallaði laglega í markið.
Skagamenn jöfnuðu þegar þeir
fengu dæmda aukaspyrnu og eftir
hana barst boltinn á Vjekoslav
Svadumovic sem skoraði. Skaga-
menn fengu aftur aukaspyrnu á
88. mínútu. Bjarni tók spyrnuna
og gaf inn á teiginn þar sem Dario
Cingel stökk hæst og skallaði bolt-
ann í netið.
„Ég er auðvitað sleginn og orð-
laus yfir því að við náðum ekki að
nýta okkur þá yfirburði sem við
höfðum í leiknum,“ sagði Ólafur
Kristjánsson, þjálfari Blika.
„Strákarnir gerðu allt rétt og spil-
uðu glimrandi vel í leiknum. Það
vantaði bara að klára færin og það
var svo andvaraleysi í vörninni
sem kostaði okkur leikinn.“
Guðjón Þórðarson sagði að skila-
boðin sem hann hafði til sinna
manna í hálfleik hafi verið ein-
föld. „Ég sagði við þá að agaður
leikur og vinnusemi myndu skila
sigri í þessum leik. Það kom á dag-
inn. Við vorum búnir að æfa föstu
leikatriðin vel á æfingu í gær og
það varð úr að við skoruðum bæði
mörkin úr föstum leikatriðum.”
Miðað við spá sparkspekinga í
vor hafa Skagmenn farið fram úr
björtustu vonum. „Ég er ekki
ánægður ennþá. Ég vil fá fleiri
stig,“ sagði Guðjón.
Skagamenn unnu Blika í gær, 2-1, á heimavelli sínum þó svo gestirnir hafi verið
mun betri í leiknum. Að slíku er ekki spurt og varnarleikur ÍA skilaði sigri.
Fram náði ekki að rífa sig
frá botninum er liðið varð að sætta
sig við jafntefli gegn Keflavík, 2-
2.
Leikurinn fór þó fjörlega af stað.
Keflvíkingar voru aðgangsharðir í
byrjun en á 7. mínútu breyttist
gangur leiksins. Fram komst yfir
með laglegur marki Hjálmars Þór-
arinssonar. Eftir sókn upp vinstri
vænginn fékk Hjálmar boltann á
vítateigslínunni miðri. Þaðan
skaut hann hnitmiðuðu skoti í
hægra hornið á marki Keflavíkur.
Fram tók í kjölfarið öll völd á
vellinum og það var gegn gangi
leiksins að Guðmundur Steinars-
son jafnaði metin á 23. mínútu
með marki eftir hornspyrnu.
Marco Kotilainen tók horn frá
vinstri. Hannes Þór reyndi að kýla
boltann frá en gekk ekki betur en
svo að boltinn barst til Guðmund-
ar Steinarssonar sem sendi bolt-
ann af miklu öryggi í mitt markið
úr miðjum vítateignum.
Keflvíkingar mættu mjög
ákveðnir til leiks eftir leikhlé og
uppskáru mark eftir aðeins 7 mín-
útna leik. Símun Samuelsen sendi
boltann fyrir frá vinstri þar sem
Baldur Sigurðsson kom askvað-
andi og skallaði boltann að marki.
Hannes Þór varði vel en náði ekki
að halda boltanum. Þórarinn
Kristjánsson var fljótastur að átta
sig á stöðunni og potaði boltanum
yfir Hannes og í netið.
Fram tryggði sér mikilvægt stig
í fallbaráttunni þegar Alexander
Steen átti frábæra sendingu inn
fyrir vörn Keflavíkur á Theódór
Óskarsson sem renndi boltanum á
Jónas Grana Garðarsson sem rúll-
aði boltanum yfir marklínuna af
stuttu færi í autt markið. Sann-
gjarnt jafntefli því staðreynd í
auðgleymanlegum leik.
Þeir Reynir Leósson, fyrirliði
Fram, og Kristján Guðmundsson,
þjálfari Keflavíkur voru sammála
um að jafntefli hefðu verið sann-
gjörn úrslit.
„Það er auðvitað svekkjandi að
hafa ekki náð sigri miðað við stöð-
una í deildinni,“ sagði Reynir.
„Með sigri hefðum við komist fjór-
um stigum frá KR. En þetta var
betra en að tapa leiknum. Mér líst
svo ágætlega á framhaldið. Við
erum alltaf jákvæðir en við vitum
að þetta verður mjög erfitt
áfram.“
Kristján sagði að hann hefði séð
batamerki hjá sínum mönnum
eftir erfiða törn í deildinni undan-
farið. „Við áttum þó að gera betur
í seinni hálfleik. Við vorum ekki
nógu rólegir á boltann.“
Hann segir að Evrópusæti sé
ekki lengur takmark liðsins. „Það
eina sem við ræðum um er að
vinna einn leik. Við siglum lygnan
sjó í deildinni og þess vegna er
það óþarfi að mæta yfirspenntir í
leikinn. Við þurfum að vera rólegri
og kannski kemur það með einum
sigri. Ég er þó sáttur við að báðir
framherjarnir skoruðu í dag. Það
var mikilvægt.“
Gullið tækifæri rann Fram úr greipum