Fréttablaðið


Fréttablaðið - 31.08.2007, Qupperneq 80

Fréttablaðið - 31.08.2007, Qupperneq 80
 Ekki tókst að slá aðsóknarmetið í efstu deild karla í leikjunum fjórum í gær. Það vantar samt ekki nema 632 áhorfendur til að slá metið. Má reikna með að metið falli á sunnudag þegar Víkingur tekur á móti Valsmönnum í Víkinni. 97.394 manns hafa mætt á völlinn í sumar. Metið stendur Sigurður flýgur hugsanlega í leiki með Val Landsbankadeild kvenna: Ari Freyr Skúlason skoraði sigurmark Häcken í 1-0 sigri á skoska liðinu Dunfermline í UEFA-bikarnum í gær og tryggði liði sínu þar með sæti í næstu umferð. Ari Freyr skoraði markið á 27. mínútu en fyrri leiknum í Skotlandi lauk með 1-1 jafntefli. Häcken sló út KR í fyrstu umferð en dregið verður í næstu umferð í dag. Ari Freyr hetja Häcken í gær Skagamenn unnu dýr- mætan sigur á sprækum Blikum á Skipaskaga í gær. Staðan í hálfleik var 1-1 og eftir að hafa sótt stíft allan síðari hálfleikinn urðu Blik- ar að játa sig sigraða eftir að Dario Cingel tryggði heimamönnum sigur í blálokin. „Í fótbolta er ekkert sanngjarnt. Þetta snýst bara um hvað liðin ná að skora mörg mörk,“ sagði Guð- jón Þórðarson, þjálfari ÍA, og hitti naglann á höfuðið. Blikar mega þó vera mjög ósáttir við útkomuna. Blikar voru fyrri til að skora en þar var að verki Prince Rajcomar eftir fyrirgjöf Gunnars Arnar Jónssonar. Prince var einn á auðum sjó eftir að stungið sér inn á milli varnarmanna Skagans og skallaði laglega í markið. Skagamenn jöfnuðu þegar þeir fengu dæmda aukaspyrnu og eftir hana barst boltinn á Vjekoslav Svadumovic sem skoraði. Skaga- menn fengu aftur aukaspyrnu á 88. mínútu. Bjarni tók spyrnuna og gaf inn á teiginn þar sem Dario Cingel stökk hæst og skallaði bolt- ann í netið. „Ég er auðvitað sleginn og orð- laus yfir því að við náðum ekki að nýta okkur þá yfirburði sem við höfðum í leiknum,“ sagði Ólafur Kristjánsson, þjálfari Blika. „Strákarnir gerðu allt rétt og spil- uðu glimrandi vel í leiknum. Það vantaði bara að klára færin og það var svo andvaraleysi í vörninni sem kostaði okkur leikinn.“ Guðjón Þórðarson sagði að skila- boðin sem hann hafði til sinna manna í hálfleik hafi verið ein- föld. „Ég sagði við þá að agaður leikur og vinnusemi myndu skila sigri í þessum leik. Það kom á dag- inn. Við vorum búnir að æfa föstu leikatriðin vel á æfingu í gær og það varð úr að við skoruðum bæði mörkin úr föstum leikatriðum.” Miðað við spá sparkspekinga í vor hafa Skagmenn farið fram úr björtustu vonum. „Ég er ekki ánægður ennþá. Ég vil fá fleiri stig,“ sagði Guðjón. Skagamenn unnu Blika í gær, 2-1, á heimavelli sínum þó svo gestirnir hafi verið mun betri í leiknum. Að slíku er ekki spurt og varnarleikur ÍA skilaði sigri. Fram náði ekki að rífa sig frá botninum er liðið varð að sætta sig við jafntefli gegn Keflavík, 2- 2. Leikurinn fór þó fjörlega af stað. Keflvíkingar voru aðgangsharðir í byrjun en á 7. mínútu breyttist gangur leiksins. Fram komst yfir með laglegur marki Hjálmars Þór- arinssonar. Eftir sókn upp vinstri vænginn fékk Hjálmar boltann á vítateigslínunni miðri. Þaðan skaut hann hnitmiðuðu skoti í hægra hornið á marki Keflavíkur. Fram tók í kjölfarið öll völd á vellinum og það var gegn gangi leiksins að Guðmundur Steinars- son jafnaði metin á 23. mínútu með marki eftir hornspyrnu. Marco Kotilainen tók horn frá vinstri. Hannes Þór reyndi að kýla boltann frá en gekk ekki betur en svo að boltinn barst til Guðmund- ar Steinarssonar sem sendi bolt- ann af miklu öryggi í mitt markið úr miðjum vítateignum. Keflvíkingar mættu mjög ákveðnir til leiks eftir leikhlé og uppskáru mark eftir aðeins 7 mín- útna leik. Símun Samuelsen sendi boltann fyrir frá vinstri þar sem Baldur Sigurðsson kom askvað- andi og skallaði boltann að marki. Hannes Þór varði vel en náði ekki að halda boltanum. Þórarinn Kristjánsson var fljótastur að átta sig á stöðunni og potaði boltanum yfir Hannes og í netið. Fram tryggði sér mikilvægt stig í fallbaráttunni þegar Alexander Steen átti frábæra sendingu inn fyrir vörn Keflavíkur á Theódór Óskarsson sem renndi boltanum á Jónas Grana Garðarsson sem rúll- aði boltanum yfir marklínuna af stuttu færi í autt markið. Sann- gjarnt jafntefli því staðreynd í auðgleymanlegum leik. Þeir Reynir Leósson, fyrirliði Fram, og Kristján Guðmundsson, þjálfari Keflavíkur voru sammála um að jafntefli hefðu verið sann- gjörn úrslit. „Það er auðvitað svekkjandi að hafa ekki náð sigri miðað við stöð- una í deildinni,“ sagði Reynir. „Með sigri hefðum við komist fjór- um stigum frá KR. En þetta var betra en að tapa leiknum. Mér líst svo ágætlega á framhaldið. Við erum alltaf jákvæðir en við vitum að þetta verður mjög erfitt áfram.“ Kristján sagði að hann hefði séð batamerki hjá sínum mönnum eftir erfiða törn í deildinni undan- farið. „Við áttum þó að gera betur í seinni hálfleik. Við vorum ekki nógu rólegir á boltann.“ Hann segir að Evrópusæti sé ekki lengur takmark liðsins. „Það eina sem við ræðum um er að vinna einn leik. Við siglum lygnan sjó í deildinni og þess vegna er það óþarfi að mæta yfirspenntir í leikinn. Við þurfum að vera rólegri og kannski kemur það með einum sigri. Ég er þó sáttur við að báðir framherjarnir skoruðu í dag. Það var mikilvægt.“ Gullið tækifæri rann Fram úr greipum
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.