Fréttablaðið - 13.10.2007, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 13.10.2007, Blaðsíða 12
Hröð atvikaröð tengd þátttöku Orkuveitu Reykja- víkur í jarðvarmaverkefn- um erlendis varð til þess að borgarstjórnarmeiri- hluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks sprakk. Augljósir erfiðleikar inn- an Sjálfstæðisflokksins sprengdu hann upp „innan frá“. Björn Ingi sleit sam- starfinu vegna stöðunnar. „R-listinn er fallinn, hann er end- anlega fallinn og hann kemur aldrei aftur!“ Þetta sagði Vil- hjálmur Þ. Vilhjálmsson, oddviti sjálfstæðismanna í Reykjavík, með hnefann á lofti á kosninganótt í Valhöll í fyrra þegar sjálfstæðis- menn fögnuðu því að hafa komist í forystusætið í Reykjavíkurborg eftir tólf ára valdatíð R-listans. Jón Kristinn Snæhólm aðstoðar- maður Vilhjálms hafði leitt hann inn í salinn, brosandi út að eyrum, við mikinn fögnuð viðstaddra. Vilhjálmur var í miklum ham og hélt áfram: „Hann verður ekki myndaður, það verður ekki mynd- aður endurnýjaður R-listi. Það verður ekki gert.“ Þrátt fyrir ein- beittan vilja til þess að leggja sitt af mörkum svo ekki kviknaði líf með Reykjavíkurlistanum að nýju reyndust þetta ekki orð að sönnu. Það sem átti að vera helstu pólit- ísku vopn borgarstjóra – traust samflokksmanna í borgarstjórnar- flokknum, reynsla og samstaða – snerust í höndum hans í fyrsta stóra átakamáli borgarstjórnar- meirihlutans frá því hann komst til valda í fyrravor. Það er samhljóma álit heimildar- manna Fréttablaðsins að þetta sé grundvallarorsök þess að borgar- stjórnarmeirihluti Sjálfstæðis- flokksins sprakk. „Hallarbyltingin heppnaðist ekki,“ segir einn heim- ildarmanna um „augljósa aðför unga fólksins í borgarstjórnar- flokknum“ að Vilhjálmi í kjölfar þess að samruni Reykjavík Energy Invest, REI, dótturfélags Orku- veitu Reykjavíkur, og Geysis Green Energy, GGE varð að veru- leika um formerkjum REI mið- vikudaginn 3. október. Innan borg- arstjórnarflokks Sjálfstæðisflokksins varð „upp- safnaður pirringur“ borgarfulltrúa í garð borgarstjóra þá til þess að upp úr sauð þegar stórar ákvarðan- ir í stjórn OR voru teknar án þess að borgarfulltrúar væru hafðir með í för. „Við vorum ekki með í ráðum og upplýsingagjöf um þenn- an gjörning var algjörlega ófull- nægjandi,“ segir einn borgarfull- trúa flokksins. Vilhjálmur átti sæti í stjórn OR og samþykkti samruna REI við GGE. „Auk þess var hug- myndafræðilegur ágreiningur fyrir hendi þar sem við [borgar- fulltrúar Sjálfstæðisflokksins] telj- um Reykjavíkurborg eða fyrirtæki hennar ekki eiga að taka þátt í áhættufjárfestingum erlendis,“ sagði einn borgarfulltrúa, sem vildi ekki tjá sig um málið undir nafni. Sumir heimildarmanna úr röðum sjálfstæðismanna vildu meina að sú aðferð borgarfulltrú- anna að tjá sig um mál nafnlaust hefði grafið undan trausti innan borgarstjórnarflokksins. Eignarhlutur OR í REI nemur nú 35,5 prósentum og er verðmæti hlutarins rúmlega 23 milljarðar króna að heildarverðmæti sam- kvæmt því. Borgarfulltrúarnir, fyrir utan Vil- hjálm borgarstjóra, gengu á fund Geirs H. Haarde, formanns Sjálf- stæðisflokksins, og Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur varafor- manns 5. október vegna ágreinings- ins um málefni OR. „Trúnaðar- bresturinn gagnvart borgarstjóra augljós,“ segja heimildarmenn innan raða Sjálfstæðisflokksins. Aðrir telja einnig Geir hafa sýnt „ónæg pólitísk klókindi“ með því að leysa ekki úr þeim ágreiningsmál- um sem upp voru komin í borgar- stjórnarflokknum og ná farsælli lendingu um málið. Davíð Oddsson, fyrrverandi formaður Sjálfstæðis- flokksins, hefði leyst þetta á annan hátt, sögðu sumir. Aðrir töldu Geir ekki hafa verið í aðstöðu til þess að leysa málið, slíkur hefði „hama- gangurinn“ í Sjálfstæðisflokknum verið. Enn aðrir sögðu forystu flokksins í heild hafa vanmetið stöðuna sem upp var komin og ekki gripið nægilega fljótt í taumana. Eftir borgarstjórnarfund á mið- vikudag fóru fulltrúar allra flokka að skynja upplausnarástand í meiri- hlutasamstarfinu. Fulltrúar Sam- fylkingar ræddu við fulltrúa Sjálf- stæðisflokksins. Það sama gerðu fulltrúar Vinstri græanna og Sjálf- stæðisflokksins, en þessar umræð- ur komust aldrei á alvarlegt stig. Eins og greint var frá í Fréttablað- inu í gær hófu fulltrúar flokkanna sem mynda nýja Reykjavíkurlista- stjórn að tala saman á mánudag- inn. Sjálfstæðismenn eru æfir út í Björn Inga Hrafnsson, borgarfull- trúa Framsóknarflokksins, fyrir að slíta samstarfinu við Sjálfstæðis- flokkinn og taka þátt í myndun nýs R-lista með Vinstri grænum, Sam- fylkingunni og framboði Frjáls- lynda flokksins og óháðra. Sjálf- stæðismenn gengu út frá því að R-listinn kæmi „aldrei aftur“ eins og fyrrnefnd orð Vilhjálms gáfu til kynna. Einkum svíður stuðningsmönn- um Gísla Marteins í prófkjörinu fyrir síðustu borgarstjórnarkosn- ingar framganga Björns Inga. Stuðningsmenn Vilhjálms eru vissulega svekktir út í Björn Inga en telja ríka ábyrgð liggja hjá borg- arfulltrúum Sjálfstæðisflokksins sem snerust gegn Vilhjálmi á ögur- stundu og leystu ekki úr málum sínum innan flokksins heldur beittu „nafnlausu gaspri í fjölmiðlum“. Misstu pólitísk vopn úr höndunum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.