Fréttablaðið - 13.10.2007, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 13.10.2007, Blaðsíða 2
Curver, ætlarðu nokkuð að láta rýja þig inn að skinni? Gæsluvarðhaldsúr- skurður yfir manni sem grunað- ur er um að hafa orðið nágranna sínum að bana síðastliðinn sunnudag var í gær staðfestur í Hæstarétti. Mun maðurinn sitja í varðhaldi fram á mánudag. Í úrskurðinum kemur fram að nágranni mannsins hafi verið barinn í höfuðið með slökkvi- tæki og áverkinn hafi dregið hann til dauða. Á andliti hans fannst duft úr slökkvitæki, sem fannst á staðnum. Maðurinn sem grunaður er um verknaðinn var með duft úr slökkvitæki á höndum þegar hann var handtekinn. Þá fannst blóðug úlpa með dufti í íbúð mannsins. Á myndum úr öryggismynda- vél hússins mátti sjá hvar mennirnir virtust rífast kvöldið sem atburðurinn átti sér stað. Var barinn í höfuðið með slökkvitæki Myndavél, iPod og tveimur farsímum var stolið frá nýbökuðum foreldrum á fæðingardeild Landspítalans í fyrradag. Þetta staðfestir Hildur Harðardóttir, sviðsstjóri á kvennadeild spítalans. Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins var móðirin ein á stofu. Foreldrarnir nýbökuðu brugðu sér frá í skamma stund og skildu farsíma sína, myndavélina og iPodinn eftir inni á stofunni. Þegar þau komu til baka voru munirnir horfnir. Foreldr- arnir höfðu tekið fjölda mynda af nýfæddu barni sínu en myndirnar hurfu með myndavélinni. Hildur segir að lögregla hafi verið kölluð til, svo og öryggisvörður spítalans. „Eigur fólks sem kemur hingað eru alfarið á ábyrgð þess þegar það kemur hingað,“ segir Hildur. „Það getur fengið að setja muni í læstan skáp sem ljósmæðurnar sjá um, ef það fer frá í einhvern tíma. Hins vegar eru ekki læstir skápar inni á stofunum.“ Hildur segir skilti uppi um allan spítala, þar sem fólk sé minnt á að eigur þess séu á eigin ábyrgð. „Það komu tvö svipuð tilvik upp með stuttu millibili í fyrra,“ bætir Hildur við. „Þá var farið í gegnum allar öryggisreglur og varúðartilkynning- um fjölgað.“ Nýbakaðir foreldrar rændir á fæðingardeild Landspítalans Indverski hug- leiðsluforinginn Sri Chinmoy lést í gærmorgun á heimili sínu í New York af völdum hjartaáfalls. Chinmoy átti sér marga aðdáendur og stjórnaði meðal annars hugleiðsluhópi á vegum Sameinuðu þjóðanna. Nýverið bárust fréttir af því að fimmtíu íslenskir þingmenn hefðu lýst stuðningi við að Chinmoy fengi friðarverðlaun Nóbels í ár. Hann lést síðan sama dag og tilkynnt var að Banda- ríkjamaðurinn Al Gore hefði fengið verðlaunin. Fékk hjartaáfall í gærmorgun Hæstiréttur staðfesti í gær gæsluvarðhaldsúrskurð yfir átta Litháum sem sakaðir eru um að hafa stolið vörum úr búðum og brot- ist inn í bíla. Einn til viðbótar situr í haldi, en hann kærði ekki úrskurð- inn. Mennirnir átta verða í varðhaldi til 19. október, en áður hafði héraðs- dómur úrskurðað að þeir yrðu í varðhaldi til 24. október. Mennirnir voru handteknir í byrj- un mánaðarins grunaðir um aðild að stórfelldum þjófnaði úr verslun- um. Í dómi Hæstaréttar kemur fram að talið sé að mennirnir hafi stolið vörum að andvirði 1.450.345 króna. Stæstur hluti var rakvélar- blöð og snyrtivörur, samtals virði rúmlega 972 þúsunda króna. Einnig er talið að mennirnir hafi stolið fötum að andvirði 245 þús- unda króna, tölvum og tölvuforriti fyrir 130 þúsund og matvöru að andvirði um 2.900 króna. Þeir eru að lokum sakaðir um að hafa brotist inn í tvo bíla og stolið GPS staðsetn- ingartækjum að andvirði 90 þúsund króna. Krafist var gæsluvarðhalds yfir mönnunum vegna rannsóknarhags- muna, og óttaðist lögregla að þeir gætu torveldað rannsókn málsins með því að samræma framburð sinn. Hópurinn er grunaður um að skipuleggja þjófnað úr verslunum og skipta með sér verkum hverju sinni. Allt að sex ára fangelsi gæti beðið mannanna, verði þeir fundnir sekir. Umtalsverður hópur á nú í erfiðleikum með að komast inn á fasteignamarkað og að greiða afborganir húsnæðislána, að því er kemur fram í nýrri skýrslu um húsnæðismál fyrir félagsmála- ráðuneytið. „Að mati fasteignasala þarf fólk þrjár til fimm milljónir í eigið fé, en um þriðjungur þeirra sem hafa hug á að kaupa húsnæði sagðist ekki geta lagt neitt fram,“ segir Stefán Ólafsson, stjórnandi og höf- undur skýrsl- unnar. Í skýrsl- unni kemur fram að mik- ill húsnæðis- kostnaður sé nátengdur almennum greiðsluerf- iðleikum fólks og sterkar vís- bendingar séu um að erfitt sé fyrir ungar barnafjölskyldur og fólk með tekjur undir meðaltekjum að komast inn á fasteignamarkaðinn. Í ljós kom að 14,5 prósent Íslendinga á aldrinum 18 til 80 ára hefðu reynt húsnæðiskaup en hætt við. Af þeim sem ekki eiga húsnæði telja 68 prósent að þeir eigi erfitt með að leggja fram nægilegt eigið fé, eða 33.323 manns. Megingagnrýni skýrslunnar beinist gegn misræmi í þróun vaxtagjalda, sem hækkað hafa um tæp 125,3 prósent síðan árið 1994, og vaxtabóta sem á sama tíma hafa hækkað um 4,7 prósent. „Vaxtabætur eru stoðkerfi gagn- vart þeim sem eru í eigin húsnæði og gagnast helst þeim sem eru um og undir meðaltekjum. Það er sorglegt að þetta tvennt hafi ekki haldist í hendur,“ segir Stefán. Einnig var gerð greining á þörf fyrir félagslegu húsnæði. Rúm- lega 2.750 manns eru á biðlistum eftir félagslegu húsnæði, flestir á höfuðborgarsvæðinu. Þar af eru tæplega 1.500 manns á biðlistum hjá sveitarfélögum og rúmlega 1.100 manns bíða eftir náms- mannahúsnæði. Að minnsta kosti 700 börn eru á framfæri fólks á biðlistum eftir húsnæði og standa einstæðir foreldrar verst. Jóhanna Sigurðardóttir félags- málaráðherra segir skýrsluna staðfesta það sem hún hafi áður sagt, að neyðarástand ríki á hús- næðismarkaði. Spurð að því hvað gæti falist í slíkum aðgerðum nefndi ráðherra að til greina kæmi að hækka húsa- leigu- og vaxtabætur. Þá væri hægt að koma á millistigi milli leigu- og eignaríbúða og bæta lána- kjör Íbúðalánasjóðs með þeim hætti að hann gæti veitt lán fyrir hærri upphæð en sem nemur brunabótamati. Ráðherra hefur skipað nefnd sem skila á inn tillögum að aðgerð- um til úrbóta á húsnæðismarkaðn- um fyrir 1. nóvember næstkom- andi. Neyðarástand ríkir á húsnæðismarkaði Í nýrri skýrslu kemur fram að ungt fólk á afar erfitt með að koma inn á fast- eignamarkað. Fram kemur hörð gagnrýni á misræmi í þróun vaxtagjalda og vaxtabóta heimilanna. Þá bíða á þriðja þúsund manns eftir félagslegu húsnæði. Þing Evrópusambandsins hefur samþykkt að þingsætum verði fækkað úr 785 í 750. Þetta þýðir meðal annars að 17 af 27 aðildarríkjum Evrópusambands- ins fá færri þingsæti. Ítalir eru andvígir þessu vegna þess að ítalskir þingmenn á Evrópuþinginu verða ekki lengur jafnmargir þingmönnum Bretlands og Frakklands. Romano Prodi, forsætisráð- herra Ítalíu, segir að Ítalir muni þó ekki koma í veg fyrir þessar breytingar, en áskilji sér rétt til að taka málið upp síðar. Þingsætum verður fækkað Ástralskur listamaður, sem kallar sig Stelarc, sætir gagnrýni fyrir að hafa látið skurðlækni græða eyra á vinstri framhandlegg sinn. Það tók hinn 61 árs gamla Stelarc fjölda ára að hafa uppi á skurðlækni sem væri tilbúinn til að vinna verkið. Eyrað virkar ekki, en Stelarc ætlar að græða í það hljóðnema svo að öðrum verði kleift að heyra það sama og hann. Ástralskir skurðlæknar hafa gagnrýnt þessa aðgerð og sagt hana ónauðsynlega. Það sama segja sjúklingar sem þarfnast nauðsynlega nýrra eyrna. Græddi eyra við handlegg
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.