Fréttablaðið - 13.10.2007, Blaðsíða 62

Fréttablaðið - 13.10.2007, Blaðsíða 62
K ristinn tekur á móti mér í gamla Morgun- blaðshúsinu í Kringlunni sem Háskóli Reykjavíkur hefur lagt undir sig og þar er gervigreindarsetrið að finna. Í litl- um sal sitja nemendur límdir við skjái á nokkrum básum og tölvur og tæki eru allt um kring. Kristinn fer með mig inn í læst herbergi þar sem ofurtölvur eru að finna. Þarna eru græjur sem þeir nota til að þróa og gera rannsóknir með gervigreind. Kristinn stendur fyrir framan stórt tjald og útskýr- ir hvernig á tjaldinu birtist sýnd- arvera sem er alveg eins og vél- menni nema hún er bara til í sýndarveruleika og er búin til úr grafík. Skynjarar nema hljóð og hreyfingar þannig að veran á tjald- inu getur átt samskipti við mann- eskjuna sem stendur fyrir framan tjaldið. Nokkuð töff. Þetta ætti ekki að vera svo framandi fyrir kynslóðir sem hafa alist upp við vísindaskáldsögur, sjónvarpsefni um yfirnáttúruleg fyrirbæri, vís- indi úr geimnum og þar fram eftir götunum en að standa fyrir fram- an verurnar sem eru útbúnar mannlegri greind að einhverju leyti er nokkuð magnað. Kristinn útskýrir að það sem hann er að stúdera hefur meira með náttúruleg mannleg samskipti að gera heldur en tölvur eða vélar. Til að láta sýndarveruna haga sér eðli- lega eins og manneskja þarf Krist- inn að stúdera ekki bara hvernig fólk talar heldur líka látbragð, hvernig fólk hreyfir sig og ber sig að þegar það talar. Annars virkar veran á tjaldinu ekki sannfærandi. „Eitt af mínum áherslusviðum er mannleg samskipti við vélar. Þessi aðstaða var sett upp til að geta stúderað líkamleg samskipti. Tölv- an getur séð alla manneskjuna og hvar hún stendur og getur sýnt fram á vélveru í fullri líkamsstærð á móti. Önnur leið væri að smíða vélmenni en það er svo miklu hæg- ara og dýrara ferli þannig að við notum tölvugrafík. Ég sé ekki mun á vélmenni sem rúllar um eða graf- ískum karakter sem talar við mig í sýndarveruleika.“ Eitt vélmenni stendur samt á miðju gólfi en það er BS-verkefni Freys Magnússonar sem verður á hátíðinni og er búið til sem leik- fang fyrir krakka. „Fólk er forvitið um gervigreind og vill vita meira,“ útskýrir Krist- inn. „Gervigreind er augljós þýð- ing á „artificial intelligence“. Gerviefni eru ekki platefni, þau eru gervi af því að þau eru búin til af mönnum og það sama á við um gervigreind. Þarna erum við með greind sem hefur verið búin til. Gervigreind er rannsóknarsvið þar sem vísindamenn eiga það sameiginlegt að búa til vélar sem hafa einhverja eiginleika sem við myndum í venjulegu tali kalla greind. Þetta er líka samansafn af tækni sem hefur verið þróuð síð- ustu 50 árin og ýmsar aðferðir við lausnir vandamála. Ef við ímynd- um okkur eitthvað sem dýr eða maður getur gert í dag og engin vél getur gert, eins og að keyra bíl eða vaska upp, þá verður vélin að hafa gervigreind til að geta gert það.“ Einfalt dæmi um gervigreind sem við öll þekkjum er fókusinn á myndavélum. „Áður en tölvutækn- in kom til sögunnar þá var ekki hægt að búa til vasamyndavél sem gat fókuserað sjálfvirkt. Þegar stafræna tæknin kom var hægt að setja örflögu inn í myndavélina og gefa henni reglur, þannig að „autof- ókus“ er besta dæmið í daglegu lífi um gervigreind.“ En hvernig nýtist gervigreind best? „Gervigreind hjálpar okkur að búa til kerfi sem hafa meiri sjálfvirkni. Og sjálfvirknin nýtist næstum því alls staðar. Sjálfvirkni á augljóslega heima í verksmiðj- um. Til eru nokkrar verksmiðjur sem eru algjörlega sjálfvirkar í dag en þær væru miklu fleiri ef vélarnar væru greindari. Það sem er hættulegt að gera eða það sem við nennum ekki að gera getum við fengið vélar til að gera. Við munum til dæmis sjá gluggaþvottaróbóta sem hanga utan á skýjakljúfum og þvo glugga sleitulaust. Nú þegar eru til róbótar sem ryksuga alveg sjálfvirkt. Í þessu samhengi er hægt að minnast á gervigreindar- kerfið sem fylgist með sundlaug- um og hefur þegar bjargað nokkr- um mannslífum. Myndavélar eru settar upp og tölvuforrit skynjar þegar eitthvað er mögulega að eins og þegar einhver sekkur á botninn og er þar of lengi. Þetta kemur aldrei í staðinn fyrir vörðinn en hjálpar honum.“ Kristinn lærði sálfræði og sálverk- fræði áður en hann endaði í dæmi- gerðum gervigreindarfræðum í MIT í Boston og var þar í sex ár. „Ég hef haft áhuga á vélum og vél- mennum frá því ég man eftir mér, og tölvum. Ég fór samt bakdyra- megin inn í þetta.“ Til að fást við gervigreind þarf fólk að búa yfir nokkurri víðsýni og flestir þekkja önnur svið líka. „Eini haldbæri grunnurinn til að byggja þetta á er tölvunarfræði. En gervigreind tekur inn upplýs- ingar úr fullt af greinum eins og málvísindum, sálfræði, taugalíf- eðlisfræði og heimspeki. Það lýsir breidd sviðsins hvað rúmast marg- ar hugmyndir innan hennar. Í sjálfu sér eru vísindin um greind miklu skyldari sálfræði, en þetta er það flókið fyrirbæri að sálfræð- in hefur ekki nægilega mikið af verkfærum til að fást við þetta. Sama með málvísindin. Þess vegna þarf alltaf að nota tölvugrunn.“ Eitt af því verkefni sem verið er að þróa í Gervigreindarsetrinu er gervigreindi útvarpsmaðurinn. „Gervigreindi útvarpsmaðurinn getur tekið viðtal við fólk og búið til útvarpsþátt frá A til Ö alveg sjálfur. Hann getur hlustað á það sem fólk segir, og getur gripið fram í og svoleiðis. Hann veit að hann er að hringja í tónlistarmann og hann veit að þessi tónlistarmað- ur tengist plötunni sem hann er að kynna. Í rauninni er þetta forritun, reglur sem við gefum kerfinu. Við segjum honum að taka viðtöl við manneskjur, og hvað maður gerir ef einhver svarar ekki, hvað maður gerir ef viðtalið er að dragast á langinn o.s.frv. En þegar við ræsum hann þá vitum við ekkert hvernig þátturinn verður því hann tekur sjálfstæðar ákvarðanir.“ Og þá mega útvarpsmenn fara að vara sig. Kristinn útskýrir líka að gervi- greindartækni verði nýtt í auknum mæli í tölvuleikjum í framtíðinni til að gera leikina meira spennandi og sögurnar flóknari. „Vandamálið við mannverur í tölvuleikjum er til dæmis að hreyfingarnar virka ekki sannfærandi. Þær eru flestar látnar taka upp byssur og skjóta vegna þess að það er auðvelt að láta þær gera það og þær geta gert það úr fjarlægð. Um leið og komið er nær þurfa allar hreyfingar í grafíkinni að vera nákvæmari. Þess vegna eiga tölvuleikjafram- leiðendur eftir að notfæra sér gervigreind í auknum mæli. Við fórum í samstarf við CCP á síðasta ári vegna þess að þeir eru með í bígerð verkefni sem krefst þess að vélverurnar í heiminum hjá þeim fari að haga sér á skynsamlegri og skemmtilegri hátt. Leikjafram- leiðendur hafa fókuserað mjög mikið á grafík, en hún er komin á það stig að þeir eru farnir að leita að einhverju nýju.“ Gervigreind er ört vaxandi fag en í dag eru að minnsta kosti rúmlega 100 gervigreindarsetur í heimin- um og eitt þeirra er í Háskóla Reykjavíkur og var stofnað árið 2005. Þungarvigtarlið Íslands í gervigreind er samankomið í HR. „Yngvi Björnsson lærði í Univer- sity of Alberta en hann er helming- urinn af teyminu sem vann heims- meistaratitilinn,“ útskýrir Kristinn en heimsmeistarakeppnin fór fram í september í Stanford og unnu Yngvi og Hilmar Finnsson fyrir CADIAPlayer. „Hannes Högni Vil- hjálmsson var í MIT eins og ég. Ari K. Jónsson bættist í hópinn núna í haust en hann var hjá NASA í tíu ár að forrita gervigreind fyrir róbótinn á Mars. Það er eiginlega lygilegt að við séum allir hér. Það munar svo miklu að hafa svona úrvalshóp hérna við rannsóknir. Hér í setrinu eru líka verulega sterkir nemendur í tölvunarfræði í HR og þau eru öll að gera verkefni sem hefur með gervigreind að gera. Við erum 15-20 manna hópur en níu af þessum nemendum sýna verkefnin sín á hátíðinni og keppa til verðlauna. Þess má geta að gervigreindarkeppnin er árlegur viðburður og er opin öllum sem áhuga hafa.“ Aftur til framtíðar Í dag fer fram í Borgarleikhúsinu Gervigreindarhátíð. Kristinn R. Þórisson, dósent í tölvunarfræði við Háskóla Reykjavíkur, er einn þeirra sem stendur að baki þessari árlegu hátíð. Hanna Björk Valsdóttir leit inn í Gervigreinda- setrið, fræddist um hugtakið, reyndi að skilja alls konar tækni og komst að því að Íslendingar eiga heimsmeistara í gervigreind.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.