Fréttablaðið - 13.10.2007, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 13.10.2007, Blaðsíða 38
hús&heimili „Ég safnaði mér fyrir píanóinu,“ segir Ingunn. „Afi var haukur í horni og gaf mér alltaf aur þegar hann kom í bæinn frá Bíldudal. Ég var nefnilega alnafna ömmu minn- ar sem hann var búin að missa og hann lét mig njóta þess.“ Ingunn kveðst hafa farið að læra á hljóðfærið fljótlega eftir að hún fékk það, enda svo heppin að píanókennarinn Hermína Kristj- ánsson bjó í næsta húsi. „Svo leigðu góðir frændur hjá foreldr- um mínum sem voru miklir djass- arar og þeir kenndu mér sitthvað sem ég gat tileinkað mér. Ég gat því fljótlega spilað eftir eyranu og greip lögin upp úr útvarpinu.“ Píanóið er tékkneskt og viður- inn í því er hnota. Ingunn segir það alltaf hafa staðið í stofunni henn- ar eftir að hún fór að búa. Meðal annars á Hornafirði, Hvolsvelli og nokkrum stöðum í Reykjavík. Píanóbekkurinn er stór og glæsi- legur og Ingunn sá um útsauminn á áklæðinu. „Það tók tvær með- göngur,“ segir hún hlæjandi. Uppi á hljóðfærinu eru trúðar sem hún hefur safnað um árin og tengjast leiklistaráhuganum. „Ein vinkona mín spurði mig einhvern tíma hvernig ég gæti haft allt þetta dót hér inni. Mér varð svarafátt. Þetta er bara mín saga og hluti af minni tilveru. Nú er tíska að hafa ekkert í kringum sig en mér finnst hún kuldaleg,“ segir Ingunn einlæg. Ingunn er alltaf að mála og í sumar sýndi hún í Jónshúsi í Kaupmannahöfn. Myndir henn- ar hanga nú uppi á Kaffi Mílanó í Faxafeni, bæði vatnslitamynd- ir og akrýlmyndir með tjulli. Hún veltir fyrir sér hvort orðið tjúll- að sé komið af tjulli. „Þetta eru að minnsta kosti tjullaðar myndir,“ segir hún glaðlega. gun@frettabladid.is Keypti sér píanó sjö ára Fagrir munir og myndir prýða heimili Ingunnar Jensdóttur myndlistakonu og leikstjóra. Einn hlutur er henni kærari en flestir. Það er píanóið sem hún keypti þegar hún var sjö ára. Ingunn saumaði sjálf út í píanóstólinn. „Það tók tvær meðgöngur,“ segir hún. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Uppi á píanóinu eru trúðar sem Ingunn hefur safnað í gegnum tíðina og tengj- ast leiklistaráhuganum. Forsíðumynd: Gunnar V. Andrésson tók myndina á heimili Harðar Torfasonar tónlistarmanns. Útgáfufélag: 365 - miðlar ehf., Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík, s. 512 5000 Rit- stjórar: Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is og Emilía Örlygsdóttir emilia@frettabladid.is. Auglýsingar: Ámundi Ámundason og Ásta Bjartmarsdóttir s. 517 5724 Útlits- hönnuður: Kristín Agnarsdóttir kristina@frettabladid.is. HITANÆMT VEGGFÓÐUR Veggfóðrið á mynd- inni er hannað af fyrirtækinu Shiyuan. Það er hitanæmt og því birtast útsprungin blóm þegar kveikt er á ofninum við vegginn. Sniðugt. http://www.shiyuan. co.uk/ SNIÐUGT FRÁ UMBRA Fyrirtækið Umbra er vel þekkt fyrir fylgihluti á heimilinu. Það selur þó einnig húsgögn og má þar finna ýmsa skemmtilega hönnun. Hillan hér til hliðar er eftir Matt Carr og er hluti af U+ línunni. Carr fékk hugmyndina að hillunni þegar hann fann tvö antík sófaborð. Úr þeim bjó hann til hillu fyrir heimili sitt en nú hefur hönnunin verið framleidd fyrir Umbra. Önnur sniðug hönnun frá Umbra er tímaritaborð eftir Satinu Turner. Í sófaborð- inu eru raufir sem hægt er að stinga tímaritum inn í og er það því bæði góð geymsla og flott hönnun. hönnun 13. OKTÓBER 2007 LAUGARDAGUR2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.