Fréttablaðið - 13.10.2007, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 13.10.2007, Blaðsíða 30
Bent A. Koch kemur til dyranna kvikur í hreyf-ingum. Hann er sjötíu og níu ára gamall og ber ald- urinn vel. Þegar hann hefur komið sér fyrir í stól eftir að hafa borið fram te og heimabakaðar bollur segir hann: „Ég er ákaflega þakk- látur fyrir framlag fasteignafé- lagsins Stoða. Það nemur nálægt 20 prósentum af höfuðstól sjóðsins og þýðir einfaldlega að styrkveitingar úr sjóðnum munu einnig aukast um nálægt 20 prósent og ekki veitir af því á hverju ári vísum við fjölda umsókna frá.“ Áður en farið er nánar út í Sjóð- inn fyrir danskt-íslenskt samstarf og hlutverk hans er þó ekki annað hægt en að spyrja Bent A. Koch um aðild hans að lausn handritamáls- ins og ástæðu þess að Ísland skipar svona stóran sess í lífi hans og starfi. Bent ólst upp á borgaralegu og ekki síður mjög kristilegu heimili, fyrst á Amager og seinna í Jægers- borg skammt norðan við Kaup- mannahöfn. „Á mínu heimili, eins og svo mörgum öðrum borgaraleg- um heimilum í Danmörku, var fólk ósátt við viðskilnað Íslendinga við Dani. Sagt var að Íslendingar hefðu snúið baki við gamla kónginum. Kristján X, konungur Íslands og Danmerkur, var afar vinsæll í Dan- mörku á stríðsárunum og mörgum Dönum sveið það að Íslendingar skyldu lýsa yfir stofnun lýðveldis- ins meðan Danmörk var hersetið af Þjóðverjum.“ Íslandsáhuginn hefur því síður en svo fylgt Bent A. Koch frá barnæsku. Bent A. Koch gekk ungur til liðs við andspyrnuhreyfingu Dana. Í ævisögu sinni Min tid sem kom út árið 2003 lýsir hann því hvernig hann tæplega sextán ára gamall hreinlega gat ekki setið á skóla- bekk þegar verkefnin í andspyrn- unni blöstu við. Hann ákvað því að hætta menntaskólanámi tæplega sextán ára gamall og nýsestur í fyrsta bekk. Við tóku árin í and- spyrnuhreyfingunni þar sem Bent tók meðal annars þátt í þeirri umfangsmiklu aðgerð þegar gyð- ingum var smyglað frá Danmörku yfir sundið til Svíþjóðar á fiskibát- um. Bent varð blaðamaður ungur og tvítugur að aldri hafði hann ráðið sig til starfa á Kristeligt Dagblad sem hann átti síðar eftir að rit- stýra. „Ritstjórinn minn hafði hitt séra Friðrik [Friðriksson] og seinna náði ég sjálfur einnig að hitta þenn- an merka mann. Séra Friðrik var ákaflega vís maður, hafði mikil áhrif á alla sem hann hitti og og það gilti einnig um ritstjórann minn. Hann fór reyndar aldrei sjálfur til Íslands en hann sendi mig þangað.” Þetta var árið 1957. Markmiðið með ferð Bents til Íslands var að kynnast landi og þjóð og skrifa um Ísland í Kristeligt Dagblad. Bent heillaðist af landinu og þegar hann kom heim skrifaði hann greina- flokk um Ísland. „Greinarnar voru skrifaðar undir hinni dramatísku yfirskrift: Sögueyja á atómöld,“ segir Bent og brosir út í annað og hann ítrekar að þessi fyrsta heim- sókn til Íslands hafi haft gríðar- lega mikil áhrif á hann. Þegar Bent kom þessa fyrstu ferð sína til Íslands þekkti hann fyrir tvo Íslendinga. Báða hafði hann hitt í Kaupmannahöfn, annar var guðfræðiprófessor og hinn guðfræðinemi. Þetta voru þeir Sig- urbjörn Einarsson, síðar biskup, og guðfræðineminn var Sigurður A. Magnússon rithöfundur. „Þessir tveir menn eru elstu íslensku vinir mínir og enn þann dag í dag er ég í sambandi við þá í hvert sinn sem ég kem til Íslands,“ sem er ekki sjaldgæfur viðburður því hingað leggur hann leið sína helst árlega, og síðan hefur íslensku vinunum heldur betur fjölgað. Fyrsta Íslandsferð Bents A.Koch átti eftir að draga dilk á eftir sér, ekki bara fyrir Bent sjálfan heldur má leiða líkum að því að hún hafi haft veruleg áhrif á framgang handritamálsins svokallaða. „Á þessum tíma var ég mjög upptekinn af þjóðernislegum málum í Danmörku, ég var til dæmis virkur í baráttu danska minnihlutahópsins syðst á Jótlandi. Ég var einnig tengdur lýðháskóla- samfélaginu þar sem áhersla var lögð á að færeysku máli, menningu og einnig fána þeirra væri sýnd til- hlýðileg virðing. Á sama tíma stóð baráttan fyrir því að norskar mál- lýskur væru jafnréttháar ríkismál- inu og sömuleiðis fyrir því að finnskan yrði ráðandi tungumál í Finnlandi í stað sænskunnar. Segja má að þetta hafi verið tíminn þegar Helsingfors varð Helsinki og Kristianía Ósló.“ Bent segist hafa fundið sterka samsvörun milli þessarar öldu sem stóð í Skandinavíu annars vegar og þjóðerniskenndar Íslendinga hins vegar. „Ég skildi vel þennan sterka vilja Íslendinga til að fá aftur hand- ritin, hina áþreifanlegu sönnun þess að landið væri menningar- þjóð.“ Því var það að Bent ákvað að beita sér í handritamálinu strax eftir þessa fyrstu ferð til Íslands, og hann beitti sér af fullum þunga. Að eigin frumkvæði myndaði hann nefnd sem hafði það verkefni að semja tillögu að því hvernig þjóð- irnar tvær, Íslendingar og Danir, skiptu á milli sín handritunum. „Seinni tíma sagnfræðingar hafa kallað mig fyrsta danska lobbíist- ann,“ segir Bent og er greinilega frekar stoltur af þeirri nafnbót. „Ég reyndi með öllum ráðum að skapa skilning á málinu og nefndin sem ég hafði myndað gerði form- lega tillögu að lausn þess.“ Þessi fyrsta tillaga að lausn handritamálsins var kennd við Bent og kölluð „Det Kochske delingsforslag“ eða skiptitillaga Kochs. Nefnd Bents safnaði undir- skriftum miklum fjölda virtra Dana til stuðnings tillögunni. Þessi tillaga varð þó ekki sú sem farið var eftir við endanlega skiptingu handritanna en lá engu að síður til grundvallar í þeim samn- ingaviðræð- um sem nú fóru í hönd. Meðan á vinnslu til- lögu Kochs stóð hafði hann einnig kynnst fjölda íslenskra og danskra stjórnmála- manna og einnig fræði- manna og þau tengsl nýttust vel í framhald- inu. „Ein- hvern veginn varð ég milligöngu- maður í þessum samningum, samningamaður sem leitaðist við að ná lendingu milli aðila. Það sem er ekki síður merkilegt eftir á að hyggja er að ég naut trausts beggja aðila.“ Bent eignaðist góða vini meðal forystumanna íslensku stjórnar- flokkanna á þessum tíma. „Hægri menn og sósíaldemókratar sátu saman í stjórn eins og nú,“ segir Bent sem greinilega fylgist enn Seinni tíma sagn- fræðingar hafa kallað mig fyrsta danska lobbí- istann. Íslendingar hafa sýnt mér sóma Bent A. Koch er formaður stjórnar Sjóðsins fyrir danskt-íslenskt samstarf en sá sjóður tók á dögunum á móti einni milljón króna frá fasteignafélaginu Stoðum. Bent gegndi lykilhlutverki í að ná sáttum milli þjóðanna tveggja í handritamálinu. Steinunn Stefáns- dóttir hitti Bent á heimili hans í Óðinsvéum í síðustu viku.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.