Fréttablaðið - 13.10.2007, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 13.10.2007, Blaðsíða 22
Express Fer›ir, Grímsbæ, Efstalandi 26, sími 5 900 100 Fer›askrifstofa í eigu Iceland Express GOLFFERÐ Nánar á www.expressferdir.is eða í síma 5 900 100 14.–21. nóvember Fararstjóri: Björn Eysteinsson Golfmót á Real de Faula Verð á mann í tvíbýli 94.800 kr. Þ að var býsna fjarri mér að fara í framboð þegar Reykjavíkurlistinn ákvað að bjóða ekki fram aftur og ég sagði strax þá að ég gerði ekki ráð fyrir því að fara fram,“ sagði Dagur Bergþóruson Eggertsson í samtali við Frétta- blaðið 8. mars 2006 en þá voru farnar að kvisast út þær fréttir að hann hygðist sækjast eftir oddasæti á lista Samfylkingarinn- ar. Dagur tók af skarið fjórum dögum síðar og sér líklega ekki eftir því. Í prófkjöri hafði hann betur í slagnum við Steinunni Valdísi Óskarsdóttur, þáverandi borgarstjóra, og Stefán Jón Hafstein. Dagur varð aftur á móti að gera sér minnihlutann að góðu eftir að Sjálfstæðisflokk- ur og Framsókn- arflokkur mynd- uðu saman borgarstjórn. Hún sprakk aftur á móti á fimmtudag og Dagur er kominn þangað sem hann ætlaði sér – í stól borgarstjóra. Dagur er læknir að mennt og var fyrst kosinn í borgarstjórn árið 2002, en hann hafði tekið sæti á Reykjavíkurlist- anum í nafni óháðra. Hann gegndi fjölmörg- um trúnaðarstörf- um á vegum R- listans, var til dæmis formaður skipulagsráðs, menningar- og ferðamálaráðs, stjórnkerfisnefnd- ar og hverfisráðs Árbæjar, þar sem hann ólst upp. Sem drengur fann Dagur kröftum sínum viðnám í bæði handbolta og fótbolta með Fylki. Hann hætti hins vegar að æfa um það leyti sem hann hóf nám í Menntaskólann í Reykjavík en fylgist þó enn með enska boltanum eins og hann getur, en Dagur er mikill stuðningsmaður Liverpool. Í menntaskóla fór Dagur aftur á móti að fá útrás fyrir athafnaþrá og áhuga á félagsstörfum. Hann réð ásamt Guðmundi Steingrímssyni lögum og lofum í gáfumannaklíku skólans og gegndi Dagur embætti Inspector Scholae á lokaári. Á menntaskólaárunum kepptu þeir stundum í ýmiss konar leikum við aðra gáfu- mannaklíku úr Verzlunarskóla Íslands, en þar fóru fremstir í flokki Gísli Marteinn Baldursson og Sigurður Kári Kristjánsson. Að loknu stúdentsprófi skráði Dagur sig í læknisfræði við Háskóla Íslands og sýndi enn meiri lyst á félagsstörfum, þar sem hann leiddi Röskvu meðal annars til sigurs í háskólakosn- ingum, auk þess sem hann fann sér tíma til að rita þriggja binda ævisögu Steingríms Her- mannssonar. Konu sinni, Örnu Dögg Einarsdóttur lækni, kynntist Dagur árið 1998. Arna hefur sagt frá að fundum þeirra hafi borið saman á nokkuð sérstakan hátt, en segja má að þau hafi verið leidd saman af grænu hári. Arna nam læknis- fræði í Svíþjóð en Dagur hér á Íslandi, þar sem hann var á sama ári og Hulda systir Örnu. Sumarið 1998 bjó Arna á Íslandi hjá Huldu systur sinni, sem vildi endilega bjóða Degi í mat og kynna hann fyrir systur sinni. Daginn sem Dagur átti að koma í mat fór Hulda í klippingu og litun en litunin mistókst og hár hennar varð hálfgrænt. Hún vildi ekki undir nokkrum kring- umstæðum láta sjá sig þannig og þurfti því Arna að taka á móti Degi og eftir ánægju- lega kvöldstund varð ekki aftur snúið. Dagur þykir skarpgreindur og duglegur, hann á gott með að koma fyrir sig orði og hefur mikla útgeislun. Hann er vinsæll meðal samstarfsmanna og er þekktur fyrir sérstakt skopskyn, „einn mesti aulabrand- aramaður sinnar kynslóðar“, eins og einn viðmæl- andi komst að orði. Margir hafa horn í síðu hans, ekki síst þeir sem eru á öndverðum pólitískum meiði. Einn sjálfstæðis- maður segir að þótt Dagur sé klárlega hæfi- leikaríkur sé aðalveikleiki hans fullmikið sjálfsá- lit, jafnvel hroki. Hann verði seint kallaður „maður fólksins“ og hætti til að gleyma sér í Morfís- eða menntaskólaleikj- um í stað þess að tala skýrt og vera málefnaleg- ur. Þeir sem hafa unnið með Degi segja hann aftur á móti þægilegan í samstarfi og lofa dugnað hans. Hins vegar sé pólitísk sýn hans oft á tíðum óljós og hann hafi tilhneigingu til að bíða eftir niðurstöðum rýnihópa áður en hann taki afstöðu í málum. Dagur tekur við borgarstjóraembættinu við æði sérstakar aðstæður. Andstæðingar hins nýja meirihluta eru efins um að fjögurra flokka stjórn haldi út kjörtímabilið. Dagur á eftir að sýna sig og sanna, til dæmis að hann geti leikið það eftir Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur að halda ólíkum flokkum saman í samstarfi, en þau tvö þykja afar ólíkir karakterar. Hann þykir þó hafa það fram yfir flokksformann sinn að vera meiri mannasættir og það geti nýst honum vel í nýju hlutverki. Mannasættir sem kann að meta aulabrandara A u g lý si n g a sí m i – Mest lesið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.