Fréttablaðið - 13.10.2007, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 13.10.2007, Blaðsíða 6
Ætlar þú að sjá heimildarmynd Sigur Rósar, Heima? Ert þú ánægð(ur) með nýjan meirihluta borgarstjórnar? Þú færð meira í Krónunni! *Matarkarfan er 1.156 kr. ódýrari í Krónunni en Bónus og 2.019 kr. ódýrari en í Nettó. Heildar matarkarfan kostar 9.156 kr. í Krónunni en 10.312 kr. í Bónus og 11.175 kr. í Nettó. ... ódýrust* 11.175 Krónan 9.156 Bónus 10.312 Nettó 13% dýrari. 22% dýrari. ódýrast! Björn Ingi Hrafnsson, borgarfulltrúi Framsóknar- flokksins, sagði á opnum fundi framsóknarmanna í gær að með því að láta ekki fara fram opin- bert verðmat á hlut Orkuveitu Reykjavíkur (OR) sem rann inn í Reykjavík Energy Invest (REI), við sameininguna við Geysi Green Energy, hafi náðst sjö til átta milljörðum króna hærra verð. Hann gagnrýndi ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsókn- arflokks fyrir söluna á hlut ríkis- ins í Hitaveitu Suðurnesja. „Ef við hefðum fengið opinbert verðmat hefðum við aldrei feng- ið tíu milljarða,“ sagði Björn Ingi þegar hann var spurður um verð- mat á hlut OR í REI. Hann sagði niðurstöðuna um að óefnisleg eign hafi verið metin á tíu millj- arða sé eitt mesta viðskiptaafrek síðustu ára í íslensku samfélagi. Orkumál voru mikið til umræðu og Björn Ingi gagnrýndi ákvörð- un ríkisstjórnar Sjálfstæðis- flokks og Framsóknarflokks á sölu ríkisins á fimmtán prósenta hlut í Hitaveitu Suðurnesja þegar opinberum aðilum var meinað að kaupa hlut. Hann sagði að hug- sjón flokksins hafi vikið um að samfélagsleg sjónarmið eigi að ráða um að einokunarþjónusta sé ekki einkavædd. „Þetta er stór- mál og ég skil ekki hvers vegna þessi ákvörðun var tekin á sínum tíma og tel það hafa verið mikil mistök af okkar hálfu.“ Spurður um málefnasamning nýs meirihluta sagði Björn Ingi að flokkarnir hefðu sömu áhersl- ur og tók dæmi. „Ég tel að núna verði farið aftur á fullt með gjald- frjálsan leikskóla.“ Eins og vænta mátti gerði Björn Ingi grein fyrir ástæðun- um sem hann hafði fyrir að slíta meirihlutasamstarfi við Sjálf- stæðisflokkinn. Þar var veiga- mest að hans mati þær innbyrðis deilur sem hann taldi vera innan samstarfsflokksins. Á sama tíma og framsóknar- menn funduðu í Framsóknarhús- inu við Hverfisgötu gengu borg- arfulltrúar Sjálfstæðisflokks á fund í Valhöll þar sem fundað var með varaborgarfulltrúum flokks- ins og Verði, fulltrúaráði sjálf- stæðisfélaganna í Reykjavík. Að sögn borgarfulltrúa Sjálf- stæðisflokksins kom nokkur gagnrýni fram á fundinum á framgöngu borgarstjórnarflokks- ins í aðdraganda meirihlutaslit- anna en að loknum fundi lýstu fundargestir yfir stuðningi við Vilhjálm Þ. Vilhjálmsson sem oddvita flokksins. Milljarðar græddust án opinbers verðmats Björn Ingi Hrafnsson gagnrýndi eigin flokk harðlega á fundi framsóknar- manna í gær. Hann segir verðmat á hlut Orkuveitu Reykjavíkur viðskiptaafrek. Hann telur að gjaldfrjáls leikskóli sé aftur raunhæfur möguleiki í Reykjavík. Ragnar H. Hall hæsta- réttarlögmaður telur ekki ólíklegt að málshöfðun Svandísar Svav- arsdóttur, borgarfulltrúa Vinstri grænna, vegna eigendafundar Orkuveitu Reykjavíkur verði látin niður falla í ljósi þess að nýr meirihluti er tekinn við stjórnar- taumunum í Reykjavík. „En maður skyldi aldrei segja aldrei í máli sem tengist pólitísk- um hitamálum,“ segir Ragnar. Enn sem komið er hafa meirihlutaskipt- in ekki haft nein áhrif á málið, sem verður þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur á mánudag. Ragnar, sem fer með mál Svandísar, segir að vel geti verið að ákvarðanir verði teknar hjá Orkuveitu Reykjavíkur sem leiði til þess að málshöfðunin verði óþörf. „Það eru ýmsar leiðir sem fyr- irtækið hefur til að upphefja þetta ástand. Við getum hugsað okkur að hvort sem meirihlutinn hefði sprungið eða ekki gat Orkuveitan alltaf losnað undan málsókninni með því að boða til nýs fundar og afgreiða þessa hluti með formlega réttum hætti. En það hafði ekki verið gert þegar meirihlutinn sprakk.“ Aðspurður hvort Svandís Svavarsdóttir sé í raun ekki að höfða mál gegn sjálfri sér, í ljósi þess að hún er fulltrúi Reykja- víkur sem fer með meirihluta í stjórn Orkuveitunnar, segir Ragnar að þótt Svandís stýri nú vinnu hjá nýja meirihlutanum varðandi málefni Orkuveitunni sé ekki búið að afmá það sem gert var eða bæta úr annmörk- unum. „Svandís ræður því nú ekki alveg ein en mér finnst vaxandi líkur á því að teknar verði ákvarðanir sem geti orðið til þess að málshöfðunin falli niður.“ Nýr fundur leysir vandamálið „Lái okkur það hver sem vill en við erum ósátt,“ segir Jófríður Hanna Sigfúsdóttir, for- maður Starfsmannafélags Kópa- vogsbæjar (SFK). Stjórn SFK fundaði í gær vegna ummæla sem Stöð 2 hafði eftir Gunnari I. Birgissyni bæjarstjóra vegna ráðningar Guðmundar Gunn- arssonar, fyrrverandi bæjarstjóra á Álftanesi, á skipulagsdeild Kópa- vogs. Guðmundur fær mun hærri laun en ritari skipulagsstjóra sem sagt er að vinni sömu störf. Bæjar- stjórinn segir að Guðmundur sé verkefnisstjóri en ekki ritari. „Við erum ósátt við þau ummæli bæjarstjórans að ekki sé hægt að fá hæft fólk á taxta kjarasamnings hjá Kópavogi,“ segir Jófríður. Í fyrradag barst starfsmönnum Kópavogsbæjar orðsending frá bæjarstjóra sem sagði fréttina á Stöð 2 hafa verið ónákvæma. Margt hæft fólk ynni samkvæmt töxtum hjá Kópavogsbæ. „Ég vildi koma því á framfæri í viðtali við frétta- manninn að viðkomandi verkefnis- stjóri yrði ekki ráðinn til bæjarins á launataxta ritara,“ sagði Gunnar. Jófríður segir að þótt bæjarstjór- inn mildi ummæli sín þurfi enn margt að athuga. „Eftir því sem okkur skilst á ummælum bæjaryf- irvalda var þarna um að ræða nýtt starf verkefnisstjóra sem aldrei hefur farið í starfsmat eins og kjarasamningar kveða á um. Við viljum fá að sjá lýsingu fyrir þetta starf,“ segir Jófríður. Nýtt starf utan við reglurnar Ef við hefðum fengið opinbert verðmat hefðum við aldrei fengið tíu milljarða. Stærsti tölvuleikja- framleiðandi heims, Electronic Arts (EA), varð enn stærri í fyrradag þegar fyrirtækið keypti leikjafyrirtækin Bioware og Pandemic. Samningurinn, sem hljóðaði upp á rúma 52 milljarða króna, er sá stærsti í sögu EA samkvæmt fréttavef BBC. Bioware er þekktast fyrir hlutverkaleiki á borð við Baldur‘s Gate, Star Wars: Knights of the Old Republic og Neverwinter Nights. Pandemic á meðal annars heiðurinn að leikjunum Mercen- aries og Star Wars: Battlefront. EA áætlar að gefa út fjóra leiki á ári næstu tvö árin. Electronic Arts í innkaupaferð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.