Fréttablaðið - 13.10.2007, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 13.10.2007, Blaðsíða 28
„Mig langar að binda enda á hungursneið í heiminum, koma á heimsfriði, útrýma spillingu og hindra að eitur- lyf nái til barna.“ 100.000 sjá „kraftaverk sólarinnar“ „Sem barn ætlaði ég alltaf að verða söng- og leikkona, og á unglingsárunum að frelsa heiminn, en það tókst ekki því ég gifti mig og fór að hrúga niður börnum,“ segir rithöfundurinn og kennarinn Iðunn Steinsdóttir, sem um þessar mundir fagnar 25 ára rithöfundarafmæli sínu. Fyrstu bókina skrifaði hún með lesblindan nemanda sinn í Mývatnssveit í huga, þegar ekki var búið að skilgreina lesblindu. „Þessi strákur var óskaplega vel gefinn og klár, en hann gat ekki lesið. Í lestrartímum leyfði ég börnum að fara í bókaskápinn og velja sér bók og þá bað hann mig jafnan að leiðbeina sér. Einu bækurnar sem ég gat bent honum á voru smábarnabækurnar Græna kannan og Blái hatturinn. Það þótti niðurlægjandi og ég ákvað þá að skrifa bók á léttu máli þess tíma, með stuttum köflum og spennandi viðfangsefni í stíl Enid Blyton,“ segir Iðunn um bókina Knáir krakkar sem gefin var út árið 1982, en alls hefur hún skrifað á fimmta tug bóka, auk fræðsluefnis og leikrita í samvinnu við Kristínu Steinsdóttur systur sína, sem fagnar tuttugu ára rithöfundarafmæli í ár. „Ég er sex árum eldri en Kristín og passaði hana í bernskunni, en mamma dó ung og það þjappaði okkur saman svo við erum eins og helmingurinn af hvorri annarri, þótt við skrifum afskaplega ólíkt,“ segir Iðunn, sem hvatti litlu systur til að senda handrit að barnabók í samkeppni Vöku-Helgafells, sem auðvitað vann til verðlauna. „Líklega er ég svo mikið barn í mér því mér finnst skemmtilegast að skrifa fyrir börn og unglinga,“ segir hún hlæjandi. „Eftir fyrstu bókina gat ég ekki hætt, en ég hef mikið skrifað um nemendur mína og barnabörn. Þannig er drjúgur hluti bekkjar míns í Laugarnesskólanum í tveimur bókum af Fjallakrílunum,“ segir Iðunn, sem er ekki í neinum vandræðum að nefna eftirlætisbókina úr sínum ranni. „Það er Víst er ég fullorðin sem ég skrifaði um sjálfa mig, en hún byrjar á fermingardaginn og gerist næsta árið á eftir. Svona er sjálfselskan, að þykja skemmtilegast að skrifa um það sem maður upplifði sjálfur,“ segir Iðunn og skellir upp úr, en nýjasta bók hennar, Mánudagur bara 1 sinni í viku, er væntanleg í verslanir. „Börn eru alltaf eins því manneskjan er alltaf sú sama, en áreitin hafa áhrif. Ég fann að margt hefur breyst þegar ég kom aftur að kennslu fyrir fjór- um árum,“ segir Iðunn sem í nóvem- ber ætlar að gera sér glaðan dag með Kristínu systur sinni í tilefni tímamót- anna. „Þetta hefur verið skemmtilegt frá upphafi og ég hef alltaf fengið mikil viðbrögð frá börnum, en nú er vaxin úr grasi kynslóð fullorðinna sem líka las bækur mínar í æsku og það er verulega indælt.“ Í dag verður starfsdagur í Gamla bænum að Laufási í Eyfjafirði. Í fréttatilkynningu frá Minjasafninu á Akureyri segir: Hefur þú séð hvernig kindahausar og lappir eru sviðin? Hefur þú fylgst með alvöru sláturgerð? Hefur þú smakkað heimagerða kæfu, slátur, brauð eða geitamjólk? Ef ekki þá er tilvalið að leggja leið sína í Gamla bæinn í Laufási laugar- daginn 13. október milli kl. 14.00 og 16.00 til þess upplifa gamla tíð með öllum skynfærum. Tóvinnufólk verð- ur að störfum í baðstofunni og for- vitnilegur markaður með ýmsu góð- gæti fyrir munn og maga verður í skálanum. Þjóðlegar eyfirskar veitingar eru til sölu í Gamla prestshúsinu. Sýningin er í samvinnu við Matur úr héraði sem stendur fyrir matarsýn- ingunni Matur-inn sem fer fram um helgina Akureyri. Aðgangseyrir fyrir fullorðna 500 kr. Allir velkomnir. Haustverkin kalla í Laufási í Eyjafirði Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Ásgeir Sigurðsson frá Hólmavík, áður til heimilis að Lindargötu 57, Reykjavík, er látinn. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Svava Ásgeirsdóttir Smári Jónatansson Sigrún Ásgeirsdóttir Ragnar Ásgeirsson Soffía Harðardóttir Heiðrún Ásgeirsdóttir Jóhannes Hafsteinsson barnabörn og barnabarnabörn. Útför ástkærrar móður okkar, tengda- móður, ömmu, langömmu og systur, Önnu Soffíu Hákonardóttur, Austurbrún 2, 104 Reykjavík, verður gerð frá Áskirkju Reykjavík þriðjudaginn 16. október kl. 15.00. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir. Þeim sem vildu minnast hennar er bent á Barnaspítala Hringsins. Hákon H. Pálsson Ingibjörg Hafsteinsdóttir Ingólfur Pálsson Sigurður Pálsson Margrét Kristjánsdóttir Sigurjón Pálsson Halla Pálsdóttir Sigsteinn Sigurðsson barnabörn og langömmubörn Haraldur Hákonarsson og Þóra N. H. Hákonardóttir Sigurður Tryggvason Heiðargerði 86, lést á heimili sínu aðfaranótt 11. október. Útförin auglýst síðar. Steinunn Ástvaldsdóttir Tryggvi Sigurðsson Ástvaldur Tryggvason. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Hrönn A. Rasmussen fv. varðstjóri hjá Landssíma Íslands, hjúkrunarheimilinu Sóltúni, áður til heimilis að Vesturgötu 7, Rvk, sem lést fimmtudaginn 4. október, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni í Reykjavík mánudaginn 15. október kl. 15.00. Óskar F. Sverrisson Sigurveig J. Einarsdóttir Gunnar A. Sverrisson Hrafnhildur Garðarsdóttir Garðar Sverrisson Gerður Kristjánsdóttir ömmubörn og langömmubörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.