Fréttablaðið - 13.10.2007, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 13.10.2007, Blaðsíða 32
Nærtæk leið til að draga verulega úr mengun frá bílaumferð er að knýja bíla með lífrænu etanóli í stað bensíns eða díselolíu. Ford C-Max Flexifuel er þannig bíll. Innan nokkurra áratuga verða olíulindir heimsins þurr- ausnar. Jafnframt er reiknað með því að bílaeign mann- kynsins muni meira en tvöfaldast fram til ársins 2030 – úr um 925 milljónum nú yfir í tvo milljarða. Ef allur þessi bílafloti á að ganga fyrir olíu og bensíni mun ganga enn hraðar á olíubirgðirnar og olíuverð hækka í samræmi við það. Að sama skapi yrði mannkyninu lítt ágengt í að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda ef ekki verður stórlega dregið úr notkun jarðefnaelds- neytis í samgöngum. Það er því ekki að undra að bílaframleiðendur eru byrjaðir að bjóða upp á bíla sem ganga fyrir öðrum og umhverfisvænni orkugjöfum en olíu og bensíni. Á meðan beðið er eftir því að rafhlöðutæknin nær því stigi að mengunarlausir rafmagnsbílar verða sam- keppnisfærir – eða vetnisbílar – eru í boði bílar með hefðbundnum sprengihreyflum sem ganga fyrir elds- neyti sem mengar miklu minna en bensín. Um nokkurt skeið hafa bílar sem ganga fyrir jarð- eða metangasi verið í umferð, meðal annars hér á landi, en aðalgallinn við þá er að stór gaskútur tekur mikið af farangurs- rýminu og áfyllingarstöðvar eru mjög fáar (aðeins ein hér á landi). Fljótandi lífeldsneyti hefur marga kosti fram yfir lífrænt gas, séð frá sjónarhóli neytandans. Það er af þessari ástæðu sem líf-etanól – unnið úr lífmassa sem til fellur í landbúnaði – hefur náð afgerandi forystu á markaðnum fyrir umhverfisvæna bíla. Í Brasilíu hafa þeir um árabil verið markaðsráðandi. Í Svíþjóð sækja etanólbílar hratt á og eru nú komnir um 80.000 slíkir bílar á göturnar þar í landi. Um þessar mundir er verið að opna eitt þúsundustu E85-eldsneytisstöðina í Sví- þjóð, en E85 er alþjóðlega heitið á lífetanóli sem bland- að er bensíni, 85 prósent etanól en 15 prósent bensín. Brimborg, umboðsaðili Ford, Volvo og Citroën, og Olís hafa nú hafið innflutning E85-eldsneytis og bíla sem ganga á því. Fréttablaðið reynsluók Ford C-Max Flexifuel, öðrum tveggja bensín/etanól-tvíorkubíla sem Brimborg hefur nú flutt inn til að kynna þessa tækni hér á landi. Aðalkosturinn við að knýja bíl með E85 í stað bensíns er að koltvísýringsútblástur telst vera allt að því 80 prósent minni. Þar sem etanólið hefur minna orkugildi á hvern lítra eldsneytis en bensín eyðir Flexifuel-vélin meiru þegar hún gengur á E85 og munar þar sam- kvæmt mælingum í reynsluakstri erlendis allt að 30 prósentum. Hvort etanólbílar verða samkeppnisfærir á markaðnum hérlendis veltur því að mestu á því hvernig stjórnvöld ákveða að haga skattheimtu af lífetanól-eldsneytinu. Í Svíþjóð kostar lítrinn af E85 sem svarar um 80 krónum en bensín 110-120 krónum, sem gerir að verkum að þótt nærri þriðjungi meira þurfi af E85 en bensíni til að knýja bílinn þá er það samt ódýrara. Og ekki síst: samviskan er hreinni. Í C-Max Flexifuel-bílnum er hin vel þekkta 1,8 lítra Duratec-bensínvél frá Ford. Í Flexifuel-útgáfunni er bíllinn útbúinn eldsneytisgeymi, leiðslum og inn- spýtingu sem betur þolir tæringu, þar sem meira vatns- innihald er í etanólinu en bensíni. Í tvíorku-útgáfunni er einnig öflugri vélartölva, sem nemur sjálfkrafa hvers konar eldsneyti kemur inn á vélina og stillir eldsneytisdælinguna og innspýtinguna í samræmi við það. Ökumaður verður ekki var við neinn mun. Í notkun finnst sem sagt enginn munur á Flexifuel-útgáfunni og venjulegum bensínbíl. C-Maxinn, sem er svokölluð „rýmisbíls“-útgáfa af Ford Focus (en er nú ekki lengur kenndur við Focus- fjölskylduna), er lipur og notadrjúgur fjölskyldubíll. Undirritaður kann að vísu ekki að meta eitt helsta hönnunareinkenni rýmisbílanna, sem er mjög áber- andi á C-Maxinum, en það er að A-póstarnir eru teygðir út á mitt húdd svo að framrúðan er mjög langt frá öku- manni og póstarnir skyggja á útsýni hans. Og jafnvel þótt setið sé hátt í bílnum, rúður stórar og útsýni þar með almennt gott, sér ökumaður ekki fram á húdd- brún, sem spillir skynjuninni fyrir ytri mörkum bílsins sem er ókostur til dæmis þegar lagt er í stæði. Um C-Maxinn gildir annars það sama og um Focus- inn, þar fer lipur bíll sem sýnir skemmtilega aksturs- eiginleika í borgarumferð og á þjóðvegum. Ódýrt verk- andi plast í mælaborði og innanrými dregur nokkuð niður tilfinninguna fyrir gæðum, en hönnun og frá- gangur er annars hinn ágætasti. Aðalsmerki C-Max er auðveld umgengni, fjölhæfni og notagildi. Meðal stað- albúnaðar er nú ESP-stöðugleikakerfi og 6 loftpúðar. Þar sem stjórnvöld hafa ekki tekið ákvörðun um hvort etanólbílar skuli njóta afsláttar af aðflutnings- gjöldum eins og aðrir umhverfisvænir bílar liggur ekki fyrir að svo stöddu hvað Ford C-Max Flexifuel mun kosta. Ef enginn afsláttur skyldi fást af aðflutn- ingsgjöldunum yrði hann samkvæmt upplýsingum frá Brimborg á bilinu 60-80.000 krónum dýrari en bensín- útgáfan af bílnum með sömu vél, 1,8 Duratec. Lista- verð á honum er 2.380.000 kr. Umhverfissamviska í akstri Ökunám í fjarnámi !!!! Ekill ökuskóli er eini ökuskólinn á landinu sem býður upp á ökunám í fjarnámi. Þú getur unnið námskeiðin í tölvunni heima þegar þér hentar. Skoðaðu þennan frábæra kost á ekill.is Námskeið sem hægt er að taka nú þegar eru fyrra námskeið til almennra ökuréttinda (Ö1) og bifhjólanámskeið. Fleiri námskeið eru væntanleg á næstu mánuðum Ö2 námskeið / Aukin ökuréttindi / Fyrir lesblinda ofl. Ekill ökuskóli. Sími 461-7800 www.ekill.is ekill@ekill.is Vagnhöfða 7 110 Reykjavík Sími: 517 5000 FJAÐRIR OG GORMAR Í FLESTAR GERÐIR JEPPA Japan/U.S.A.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.