Fréttablaðið - 13.10.2007, Page 22

Fréttablaðið - 13.10.2007, Page 22
Express Fer›ir, Grímsbæ, Efstalandi 26, sími 5 900 100 Fer›askrifstofa í eigu Iceland Express GOLFFERÐ Nánar á www.expressferdir.is eða í síma 5 900 100 14.–21. nóvember Fararstjóri: Björn Eysteinsson Golfmót á Real de Faula Verð á mann í tvíbýli 94.800 kr. Þ að var býsna fjarri mér að fara í framboð þegar Reykjavíkurlistinn ákvað að bjóða ekki fram aftur og ég sagði strax þá að ég gerði ekki ráð fyrir því að fara fram,“ sagði Dagur Bergþóruson Eggertsson í samtali við Frétta- blaðið 8. mars 2006 en þá voru farnar að kvisast út þær fréttir að hann hygðist sækjast eftir oddasæti á lista Samfylkingarinn- ar. Dagur tók af skarið fjórum dögum síðar og sér líklega ekki eftir því. Í prófkjöri hafði hann betur í slagnum við Steinunni Valdísi Óskarsdóttur, þáverandi borgarstjóra, og Stefán Jón Hafstein. Dagur varð aftur á móti að gera sér minnihlutann að góðu eftir að Sjálfstæðisflokk- ur og Framsókn- arflokkur mynd- uðu saman borgarstjórn. Hún sprakk aftur á móti á fimmtudag og Dagur er kominn þangað sem hann ætlaði sér – í stól borgarstjóra. Dagur er læknir að mennt og var fyrst kosinn í borgarstjórn árið 2002, en hann hafði tekið sæti á Reykjavíkurlist- anum í nafni óháðra. Hann gegndi fjölmörg- um trúnaðarstörf- um á vegum R- listans, var til dæmis formaður skipulagsráðs, menningar- og ferðamálaráðs, stjórnkerfisnefnd- ar og hverfisráðs Árbæjar, þar sem hann ólst upp. Sem drengur fann Dagur kröftum sínum viðnám í bæði handbolta og fótbolta með Fylki. Hann hætti hins vegar að æfa um það leyti sem hann hóf nám í Menntaskólann í Reykjavík en fylgist þó enn með enska boltanum eins og hann getur, en Dagur er mikill stuðningsmaður Liverpool. Í menntaskóla fór Dagur aftur á móti að fá útrás fyrir athafnaþrá og áhuga á félagsstörfum. Hann réð ásamt Guðmundi Steingrímssyni lögum og lofum í gáfumannaklíku skólans og gegndi Dagur embætti Inspector Scholae á lokaári. Á menntaskólaárunum kepptu þeir stundum í ýmiss konar leikum við aðra gáfu- mannaklíku úr Verzlunarskóla Íslands, en þar fóru fremstir í flokki Gísli Marteinn Baldursson og Sigurður Kári Kristjánsson. Að loknu stúdentsprófi skráði Dagur sig í læknisfræði við Háskóla Íslands og sýndi enn meiri lyst á félagsstörfum, þar sem hann leiddi Röskvu meðal annars til sigurs í háskólakosn- ingum, auk þess sem hann fann sér tíma til að rita þriggja binda ævisögu Steingríms Her- mannssonar. Konu sinni, Örnu Dögg Einarsdóttur lækni, kynntist Dagur árið 1998. Arna hefur sagt frá að fundum þeirra hafi borið saman á nokkuð sérstakan hátt, en segja má að þau hafi verið leidd saman af grænu hári. Arna nam læknis- fræði í Svíþjóð en Dagur hér á Íslandi, þar sem hann var á sama ári og Hulda systir Örnu. Sumarið 1998 bjó Arna á Íslandi hjá Huldu systur sinni, sem vildi endilega bjóða Degi í mat og kynna hann fyrir systur sinni. Daginn sem Dagur átti að koma í mat fór Hulda í klippingu og litun en litunin mistókst og hár hennar varð hálfgrænt. Hún vildi ekki undir nokkrum kring- umstæðum láta sjá sig þannig og þurfti því Arna að taka á móti Degi og eftir ánægju- lega kvöldstund varð ekki aftur snúið. Dagur þykir skarpgreindur og duglegur, hann á gott með að koma fyrir sig orði og hefur mikla útgeislun. Hann er vinsæll meðal samstarfsmanna og er þekktur fyrir sérstakt skopskyn, „einn mesti aulabrand- aramaður sinnar kynslóðar“, eins og einn viðmæl- andi komst að orði. Margir hafa horn í síðu hans, ekki síst þeir sem eru á öndverðum pólitískum meiði. Einn sjálfstæðis- maður segir að þótt Dagur sé klárlega hæfi- leikaríkur sé aðalveikleiki hans fullmikið sjálfsá- lit, jafnvel hroki. Hann verði seint kallaður „maður fólksins“ og hætti til að gleyma sér í Morfís- eða menntaskólaleikj- um í stað þess að tala skýrt og vera málefnaleg- ur. Þeir sem hafa unnið með Degi segja hann aftur á móti þægilegan í samstarfi og lofa dugnað hans. Hins vegar sé pólitísk sýn hans oft á tíðum óljós og hann hafi tilhneigingu til að bíða eftir niðurstöðum rýnihópa áður en hann taki afstöðu í málum. Dagur tekur við borgarstjóraembættinu við æði sérstakar aðstæður. Andstæðingar hins nýja meirihluta eru efins um að fjögurra flokka stjórn haldi út kjörtímabilið. Dagur á eftir að sýna sig og sanna, til dæmis að hann geti leikið það eftir Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur að halda ólíkum flokkum saman í samstarfi, en þau tvö þykja afar ólíkir karakterar. Hann þykir þó hafa það fram yfir flokksformann sinn að vera meiri mannasættir og það geti nýst honum vel í nýju hlutverki. Mannasættir sem kann að meta aulabrandara A u g lý si n g a sí m i – Mest lesið

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.