Fréttablaðið - 16.10.2007, Síða 1

Fréttablaðið - 16.10.2007, Síða 1
Nýtt félag fyrir fitness- keppendur Vinsælustu stóðhestarnir Keppendur í fitness og vaxtarrækt stofnuðuum síðustu helgi Félag keppenda í fitness ogvaxtarrækt sem hefur það að markmiði að gætahagsmuna þeirra og kynna greinina betur fyriralmenningi. Ingunn Guðbrandsdóttir er ein þeirra sem stóðufyrir stofnun félagsins og var kjörin gjaldkeri þess ástofnfundinum. „Nokkrir keppendur héldu fundnýlega um mótin sem eru framundan, skort á upplýs-ingum til keppenda og ákveðna óánægju sem hefurverið í gangi meðal þeirra. Þá ræddum við hvernighægt væri að gæta hagsmuna þeirra keppenda sem eru að fara að keppa á mótunum og hvernig hægt sé að kynna sportið betur fyrir almenningi. Í framhaldiaf því ákváðum við að stofna þetta félag,“ segir Ing-unn sem er sjálf að undirbúa sig fyrir keppni í fitn-ess. „Margir halda að við séum allt árið í því formisem við erum þegar við keppum en það er alls ekki og við erum heldur ekki svona rosalega brún allt áriðeins og við erum á sviðinu,“ segir Ingunn og hlær.„Allir sem hafa áhuga á að keppa í vaxtarrækt eðafitness, hvort sem það er innan Icefitness eða IFBB,eru gjaldgengir í félagið. Það er hagur okkar allra aðþað mæti sterkir keppendur til leiks þannig að flest-ir eru tilbúnir til að miðla upplýsingum og hjálpastað við undirbúninginn,“ segir Ingunn og bætir þvívið að það sé ekkert gaman að keppa þegar einn eðatveir standi svo mikið upp úr að það sé engin sam-keppni. Þá segir Ingunn það líka vera markmið að fá fleiri keppendur og áhorfendur á mótin. „Áhuginn erreyndar alltaf að aukast og ungt fólk að bætast í hóp-inn sem er tilbúið að leggja þetta á sig og prófa,“segir Ingunn og vonast eftir góðri þátttöku í félagið.Formaður félagsins er Sunna Hlín Gunnlaugsdótt-ir sem heldur úti vefsíðunni vodvafikn.net og á þeirrisíðu má finna allar upplýsingar um Félag fitness-keppenda. Umbo›s- og sölua›ili Birkiaska ehf. sími: 551 9239 www.birkiaska.is Birkiaska F í t o n / S Í A Hlutafélag hefur verið stofnað utan um stóð-hestinn tilvonandi, Hákon, sem er aðeinsnokkurra mánaða. Stofnað hefur verið hlutafélag um stóðhestinn Hákonfrá Ragnheiðarstöðum, sem er undan hinni fræguHátíð frá Úlfsstöðum og Álfi frá Selfossi, einum eftirsóttasta stóðhesti landsins um þessar mundir.Telst það til nokkurra tíðinda vegna þess að Hákoner aðeins nokkurra mánaða gamall, folald síðan í vor.Boðnir voru til sölu 30 hlutir í folaldinu, sem seldustupp á augabragði og fengu færri en vildu.Skapast hefur sú venja að stóðhestum er skipt í sjötíu hluti, sextíu eru til eignar og gefa rétt á einumfolatolli á ári, en tíu folatollar eru seldir á frjálsummarkaði og standa undir rekstri hestsins.Verð á hlut fékkst ekki uppgefið en ekki er óvar-legt að áætla að hann kosti á bilinu 200 til 300 þús-und krónur. Miðað við sextíu söluhluti er folaldið þvímetið á 12 til 18 milljónir króna. Hátíð var ein af skærustu stjörnum á Landsmótihestamanna 2006 á Vindheimamelum. Hún var sýnd í 5-vetra flokki og fékk 8,62 fyrir kosti, sem er mjög háhæfileikaeinkunn hjá klárhrossi. Þar af fékk Hátíð 10fyrir tölt, 9,5 fyrir fegurð í reið og 9,0 fyrir brokkog vilja/geðslag. Álfur sló í gegn á sama móti, einn-ig klárhestur með tölti. Hann var sýndur í flokki 4-vetra stóðhesta og fékk 9,0 fyrir tölt, brokk og fegurðí reið, og 9,5 fyrir vilja/geðslag. Á fundi sem boðað var til vegna stofnunar félags-ins um Hákon var Erlingur Erlingsson fenginn til aðlýsa foreldrum folaldsins, en hann tamdi og sýndibæði Álf og Hátíð. Sagði hann aðal þeirra beggja veramjög jákvæða lund og vilja ásamt miklu og sjálf-gerðu tölti, sem einkenndist af mýkt og rými.Fyrstu eigendur og ræktendur Hákons eru HelgiJón Harðarson, Hannes Sigurjónsson og Inga Christ-ina Campos. Ætla þau að eiga áfram 30 hluti í hestinum, aðminnsta kosti fyrst um sinn. Stórt félag um lítinn hest Hákon frá Ragnheiðarstöðum nokkura daga gamall. MYND/ HANNES SIGURJÓNSSON. Jóna Fanney Friðriksdóttir, bæj-arstjóri á Blönduósi, hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Lands-móts ehf. en næsta landsmót Framkvæmdastjóri LM08Einn fegursti gæðingur landsins,Hrímnir frá Hrafnagili, er fallinn,32 vetra. Hann var heygður undirhúsvegg í garðinum hjá eigandasínum, Birni Sveinssyni á Varma-læk Hrímnir fallinn Hrímnir frá Hrafnagili, knapi Björn Sveinsson. MYND/EIRÍKUR JÓNSSON Tölvudeild Bændasamtaka Íslands, BÍ, og tölvunefnd LH vinna nú að frekari þróun á mótakerfinu Kappa og Mótafeng. Nokkrar villur hafakomið upp í Kappa og eins hefurverið misbrestur á að félög hafi skil-að upplýsingum inn í Mótafeng. Jón Baldur Lorange, forstöðu-maður tölvudeildar BÍ, segir að opnast hafi spennandi möguleik-ar með nýrri útgáfu af „þróun-artólinu“ sem Kappi var hannað-ur í, sem muni gera hann notenda-vænni. Einnig þurfi að efla þjálfunnotenda í forritinu því fylgja þurfi í þaula reglum FIPO. Marko Mazeland, sportforsetiFélags eigenda íslenskra hesta er-lendis, FEIF, hefur lagt til að Ís-lendingar taki í notkun mótaforrit-ið IceTest, sem hann er höfundurað og er í notað í öllum FEIF-lönd-unum nema Íslandi. Hann segir forritið einfalt í notkun, það séfrítt og öllum frjálst að nota það.IceTest heldur utan um svokallað-an WorldRanking lista sem vistað-ur er á www.feif.org. Jón Baldur segir það ekki sitthlutverk að ákveða hvaða mótafor-rit sé notað en það sé sín skoðun að aðeins eigi að nota eitt mótakerfi íöllum FEIF-löndunum. Endurbætur á Kappa Enginn af þeim tuttugu keppnis-hestum sem fóru í lyfjapróf áHeimsmeistaramótinu 2007 reynd-ist vera með ólögleg lyf í blóðieða vefjum. Er þessi niðurstaðamjög jákvæð fyrir ímynd íslenskahestsins, hreysti og heilbrigði. Tilsamanburðar má geta þess að 30 prósent sýna úr keppnishestumá Ólympíuleikum eru talin þurfafrekari skoðunar við hverju sinni. Allir edrú Íslenskir keppnishestar eru ekki á lyfj-um. Hér eru hinn frækni garpur Jarl fráMiðkrika og knapi hans Stian Petersensem urðu heimsmeistarar í tölti og fjórgangi á HM07. MYND/ÖRN KARLSSON Hestamenn í Sóta á Álftanesi hafaverið uggandi vegna reiðstíga í hinu nýja miðbæjarskipulagi ogþéttingar byggðar á Álftanesi.Einnig er tilfinnanlegur skortur á nýjum lóðum undir hesthús. Sigurður Magnússon bæjar-stjóri og Bjarni Einarsson bæjar-tæknifræðingur mættu á fund hjáSóta vegna málsins og er skemmstfrá því að segja að þeir voru já-kvæðir í garð hestamanna endaeitt af slagorðum SveitarfélagsinsÁlftaness: SVEIT Í BORG! Stefnter að því að leggja nýja reiðstígaí námunda við hesthúsahverfiðog tengja þá við þá sem fyrir eru.Steinunn Guðbjörnsdóttir, formað-ur Sóta, segir hestamenn á Álfta-nesi bjartsýna og þakkláta eftirfundinn. Enginn vilji fara þaðan í önnur hesthúsahverfi. Nýir reiðstígar á Álftanesi „Það er mikill skortur á góðu tam-ingafólki og það er slegist um það.Launin í faginu hafa heldur aldrei verið eins há og þar með launa-kröfurnar “ segir Hafliði H lldó Slegist um tamningafólk ÍÞRÓTT • MENNING • LÍFSSTÍLL lh hestar ÞRIÐJUDAGUR 16. OKTÓBER 2007 Bóndinn í Miðkoti ræktar heilleg hross BLS. 4 Áætlað er að stóðhesturinn tilvonandi Hákon frá Ragnheiðar- stöðum sé metinn á allt að 18 millj- ónir króna, þrátt fyrir að aðeins sé um nokkra mánaða folald að ræða. Hlutafélag var stofnað í kringum folaldið og seldust þeir þrjátíu hlutir sem voru boðnir til sölu upp á augabragði. Eigendurn- ir kusu að halda eftir þrjátíu hlutum. Áætlað er að að hver hlutur kosti 200 til 300 þúsund krónur. Samanlagt er það á bilinu 12 til 18 miljónir króna. Áhuginn á Hákoni er rakinn til ætterni folaldsins, sem er undan Hátíð frá Úlfsstöðum, þekktri hryssu, og Álfi frá Selfossi, einum eftirsóttasta stóðhesti landsins. Hlutir seldust upp á augabragði Forráðamenn Fylkis fylgjast grannt með gangi mála hjá landsliðsmanninum Ragnari Sigurðssyni þessa dagana. Hann hefur slegið í gegn með IFK Gautaborg í sænska boltanum og er orðaður við stórlið á borð við Roma. Talað er um að slík stórlið séu til í að borga allt upp í 450 milljónir fyrir leikmann- inn. Fylkir myndi hagnast verulega á slíkri sölu enda fær félagið 30 prósent af söluverðinu selji Gautaborg leikmanninn. Það hefur Fréttablaðið eftir áreiðanlegum heimildum. Yfirmaður íþróttamála hjá Gautaborg, fyrrum landsliðsmað- urinn Håkan Mild, spáir því að Ragnar eigi eftir að spila með stórliði. Tugir milljóna til Fylkis? „Ég efast um að ég fái nokkurn tíma að sjá þetta skjal. Ég held að það fjalli um njósnir Banda- ríkjamanna á Íslandi eða samskipti Bandaríkjamanna við íslensk yfir- völd,“ segir Chay Lemoine, sem síð- astliðin þrjú ár hefur rannsakað afskipti Bandaríkjastjórnar af Halldóri Laxness. Lemoine er bókmenntafræðingur og hefur fengið aðgang að ýmsum skjölum bandarísku alríkislögregl- unnar, FBI. Hann fann til dæmis skeyti þar sem bandaríska sendi- nefndin á Íslandi upplýsir leyni- þjónustumenn um ferðir Halldórs á fimmta áratugnum í Evrópu. Lemoine hefur alla tíð fengið mis- vísandi svör við beiðnum sínum um aðgang að skjalasöfnunum og verið sagt að hjá FBI væru ýmist þrjár, sex eða ellefu síður um Laxness, verndaðar sem leyniskjöl. Í hvert skipti hefur Lemoine áfrýjað og fengið upplýsingarnar í smáskömmtum. Þann 3. október síðastliðinn var honum sagt að fjög- ur skjöl stæðu eftir. Þrjú þeirra snúist um vegabréfaáritanir og flokkist undir einkamál umsækj- anda. Fjórða skjalið innihaldi hins vegar upplýsingar sem geti „skaðað þjóðaröryggi Bandaríkjanna með alvarlegum hætti“. „Ég hafði alltaf á tilfinningunni að þeir vildu fela eitthvað. Og það er þetta skjal. Hvað getur það verið við Halldór, eftir sextíu ár, sem ógnar öryggi bandarísku þjóðarinn- ar?“ spyr Lemoine. Tilgáta hans er sú að skjalinu sé haldið leyndu því það geti skaðað bandamenn, í þessu tilfelli Ísland. Það fjalli að öllum líkindum um íslenska ráðamenn eða samskipti leyniþjónustumanna við þá. Meðal þess sem Lemoine telur styðja þessa tilgátu er að hingað til hafi lágt settir skriffinnar úrskurð- að um aðgang hans að skjölum. Síðasta skjalið þurftu hins vegar „sjóaðir stjórnarerindrekar“ úr utanríkisráðuneytinu að fara yfir. Meðal þeirra voru sendiherrar. Laxness ógnar enn þjóðaröryggi BNA Fræðimanninum Chay Lemoine var nýlega neitað um aðgang að skjölum FBI um Halldór Laxness. Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna segir upplýsingar í skjalinu ógnun við þjóðaröryggi. Lemoine telur skjalið fjalla um íslensk stjórnvöld. „Það er alveg ljóst að ef þessi umræða heldur áfram og það næst ekki niðurstaða þá erum við að verða af tækifærum sem við ella kynnum að nýta,“ segir Bjarni Ármannsson, stjórnarformaður Reykjavík Energy Invest (REI). Til skoðunar er að ógilda eigendafund í Orkuveit- unni þar sem samruni Geysis Green Energy og REI var samþykktur. „Við reiknum með að þeir samning- ar sem hafa verið gerðir standi,“ segir Bjarni. „Þrátt fyrir umfjöllun síðustu daga um þá samn- inga sem gerðir hafa verið, hef ég enga ástæðu til þess að ætla að menn muni ekki standa við skriflega samninga. Við sjáum mikil sóknarfæri fyrir hið sameiginlega félag þar sem íslensk þekking verður í fyrirrúmi,“ segir Hannes Smárason, stjórnarformað- ur Geysis Green Energy. „Samhliða samrunanum komu FL-Group, Atorka og ég með 14 milljarða króna í peningum að REI og gera auðvitað ráð fyrir því að allar skuldbindingar standi. Við teljum okkur geta búið til verðmæti út úr þessari fjárfestingu en það gerist auðvitað ekki af sjálfu sér,“ segir Bjarni.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.