Fréttablaðið - 16.10.2007, Síða 2
Friðrik, verður þú klár í
slaginn fyrir næsta leik?
Karlmaður á þrítugs-
aldri hefur verið dæmdur í hér-
aðsdómi í sex mánaða óskilorðs-
bundið fangelsi, til ævilangar
sviptingar ökuréttinda og til
greiðslu nær 500 þúsunda króna í
málskostnað.
Maðurinn var ákærður fyrir
margítrekuð umferðarlagabrot og
ofsaakstur. Hann var jafnframt
ákærður fyrir akstur undir áhrif-
um fíkniefna og án ökuréttinda. Í
það skiptið var hann á stolnum bíl
og endaði ökuferðin á ljósastaur í
Sandgerði.
Maðurinn á að baki langan
brotaferil. Hann rauf skilorð með
brotum sínum nú.
Hálfs árs fang-
elsi og svipting
Málshöfðun Svandísar
Svavarsdóttir, oddvita VG, gegn
Orkuveitu Reykjavíkur um
lögmæti eigenda-
fundar Orkuveit-
unnar var
þingfest í
Héraðsdómi
Reykjavíkur í
gær.
Ragnar H.
Hall lögmaður er
staddur erlendis
en fulltrúi hans
lagði fram gögn í
málinu og hefur Orkuveitan nú
frest til að svara með greinargerð.
Málið fær flýtimeðferð hjá
héraðsdómi en Ragnar segir erfitt
að giska á hversu langan tíma það
taki, fyrr en hann sjái greinargerð
Orkuveitu. „En þetta gengur hratt
fyrir sig, nokkrar vikur.“
Þingfest í gær
Karlmaður hefur verið
sakfelldur í Héraðsdómi
Reykjavíkur fyrir að nefbrjóta
fyrrverandi sambýliskonu sína.
Málsatvik voru þau að
maðurinn fór í heimsókn til
vinar síns. Þar var fyrir fyrrver-
andi kærasta gestsins uppi í
rúmi húsráðanda. Mennirnir
ruku saman og bárust slagsmál-
in inn í herbergið. Gesturinn sló
fyrrum sambýliskonuna í
andlitið með fyrrgreindum
afleiðingum. Hann hlaut þriggja
ára fangelsisdóm á síðasta ári
fyrir nauðgun. Niðurstaða
dómsins var sú að refsing
ákærða hefði ekki orðið þyngri
en nauðgunardómurinn, þótt
bæði málin hefðu verið dæmd
saman. Manninum var því ekki
gerð sérstök refsing nú.
Nefbraut fyrr-
um kærustu
Vladimír Pútín hélt í gær ótrauður til
Írans, þrátt fyrir fréttir um að þar ætli sér hugsan-
lega einhverjir illvirkjar að ráða hann af dögum.
„Auðvitað fer ég til Írans,“ sagði hann á blaða-
mannafundi í Þýskalandi í gær eftir að hann hafði
rætt þar við Angelu Merkel kanslara. „Ef ég
hlustaði alltaf á allar hótanir og varnaðarorð
leyniþjónustunnar þá myndi ég aldrei fara að
heiman.“
Þau Pútín og Merkel ræddu bæði málefni Írans
og deilur um Kosovo-hérað, en Merkel lét að mestu
eiga sig að gagnrýna mannréttindaástandið í
Rússlandi.
„Samstarf okkar er ólgandi af lífi,“ sagði Merkel
um tengsl Rússlands og Þýskalands, og Pútín tók
undir þau orð.
Í Íran ætlar Pútín að hitta Mahmoud Ahmadin-
ejad forseta og taka þátt í ráðstefnu Kaspíahafs-
ríkja.
Á Vesturlöndum er beðið eftir því hvað Pútín
hyggst gera varðandi kjarnorkuvinnslu Írana.
Rússar hafa ekki tekið undir kröfur Bandaríkja-
manna um að Sameinuðu þjóðirnar samþykki
harðari refsiaðgerðir gegn Íran. Rússar hafa þess í
stað hjálpað Írönum að byggja kjarnaofn, en hafa
reyndar frestað þeim framkvæmdum og hvatt
Írana til að fara að kröfum um alþjóðlegt eftirlit
með kjarnorkuáætlun sinni.
32 ára gamall karlmaður lést
á Landspítalanum eftir bifhjóla-
slys í gærdag. Slysið varð með
þeim hætti að maðurinn missti
stjórn á bifhjóli sínu í beygju á
gatnamótum Bláfjallavegar og
Krýsuvíkurvegar. Hann var fluttur
á Landspítalann á fjórða tímanum
en var úrskurðaður látinn skömmu
eftir komuna þangað.
Þetta er tíunda banaslysið í
umferðinni það sem af er þessu
ári.
Karlmaður lést
eftir útafakstur
„Við þurfum að
slökkva þá elda sem brenna
heitast,“ segir Margrét Sverris-
dóttir, verðandi
forseti borgar-
stjórnar, spurð
um framtíð
Reykjavíkur-
flugvallar og
samgöngumið-
stöðvar þar.
Mál Orkuveit-
unnar gangi
fyrir hjá nýjum
meirihluta og
ekki hafi verið samið um flug-
vallarmál enn sem komið er.
„En ég vil hafa flugvöllinn í
Reykjavík. Það er búið að tryggja
að hann verði í Vatnsmýrinni til
2016, þannig að ég sé ekki að það
verði gerðar neinar grundvallar-
breytingar á þessu kjörtímabili,“
segir Margrét.
Málefni OR
ganga fyrir
„Ertu tilbúinn til að vitja
þíns skerfs af milljarðatekjum ver-
aldarvefsins?“ Á þessa leið hljómar
ein af fullyrðingum fyrirtækisins
StoresOnline.com sem hefur sent
fjölda auglýsinga inn á íslensk
heimili.
Fyrirtækið býður fólki upp á
frían málsverð og fyrirlestur á
Hótel Sögu næsta mánudag og
þriðjudag en þar vill það kenna
fólki að græða á netverslunum.
Svipuð bréf bárust Íslendingum
fyrir um tveimur árum og var fólki
þá gert að greiða staðfestingar-
gjald að sögn lögreglu en enginn
fundur var haldinn þar sem fulltrú-
ar fyrirtækisins létu aldrei sjá sig.
Hótel Saga segir þessa aðila þó
þegar hafa greitt fyrir salinn og að
fyrirlesarar séu þegar mættir. Þær
fregnir fengust frá Ríkislögreglu-
stjóra að fyrirspurnir um fyrirtæk-
ið hefðu borist en málið hefði ekki
enn verið kannað.
Samkvæmt upplýsingum neyt-
endasíðunnar Ripoffreport.com,
sem rekin er af einkaaðilum sem
hvetja fólk til að tilkynna þar um
fyrirtæki sem ekki standa við sölu-
skilmála, hafa 351 manns kvartað
yfir StoresOnline.com. Kvartanirn-
ar snúa að kaupum á hugbúnaði og
má finna frásagnir fólks sem segist
hafa tapað háum fjárhæðum eftir
viðskipti við fyrirtækið.
Á ripoffreport.com kemur þó
einnig fram að eftirgrennslan
blaðamanna síðunnar hafi leitt í
ljós að fyrirtækið hafi sýnt vilja til
að bæta sig.
Netfyrirtæki lofar auðæfum
Stjórnarformenn Orku-
veitu Reykjavíkur og Reykjavík
Energy Invest (REI) segja Vil-
hjálm Þ. Vilhjálmsson borgarstjóra
hafa vitað um tuttugu ára samning
Orkuveitunnar og REI tíu dögum
fyrir stjórnarfund þar sem samn-
ingurinn var samþykktur.
Vilhjálmur hefur sagst ekki hafa
vitað að því fyrirfram að samhliða
samruna REI og Geysis Green
Energy hafi verið ákvæði um að í
tuttugu ár hefði REI forgang að
verkefnum sem Orkuveitan aflar í
útlöndum. Það er meðal annars í
tilefni þessa sem þeir Bjarni
Ármannsson, stjórnarformaður
REI, Haukur Leósson, stjórnarfor-
maður Orkuveitunnar og Hjörleif-
ur Kvaran, forstjóri Orkuveitunn-
ar sendu frá sér í gær greinargerð
um atburðarásina í málinu. Þar
kemur fram að Haukur og Bjarni
hafi hitt borgarstjórann á löngum
fundi á heimili hans og farið yfir
minnisblað sem síðan var lagt til
grundvallar endanlegum samningi.
Í einum lið minnisblaðsins er rætt
um aðgang REI að þekkingu, starfs-
fólki og vörumerki Orkuveitunnar
og að Orkuveitan beini öllum verk-
efnum utan Íslands til REI. „Samn-
ingur um slíkt sé til tuttugu ára,“
stendur í minnisblaðinu. Fundur-
inn var 23. september en stjórnar-
fundur í Orkuveitunni var síðan 3.
október.
„Við sátum yfir þessu í nokkra
klukkutíma og fórum vandlega yfir
málið. Þetta er á kjarnyrtri íslensku
og það á ekki að leika nokkur vafi á
því hvað var við átt,“ segir Bjarni
sem kveðst hafa skilið eftir eintak
af minnisblaðinu heima hjá Vil-
hjálmi að fundinum loknum.
Þessu harðneitar Vilhjálmur.
„Ég minnist þess ekki að þetta blað
hafi verið skilið eftir á mínu heim-
ili og ég hef enga ástæðu til að vera
að fara með rangt mál í þessu.
Aldrei var talað um það í mín eyru
að þetta fyrirtæki fengi einkarétt
til þess að veita aðgang að okkar
þjónustu og sérfræðiþekkingu,“
segir Vilhjálmur.
„Þetta er mér óskiljanlegt. Ég
sat á fundi með Vilhjálmi og Hauki
Leósyni þar sem við fórum yfir
minnisblaðið og skildi það eftir á
heimili hans sunnudaginn 23. sept-
ember,“ ítrekar Bjarni. „Ég er
algerlega gáttaður en er svo sem
hættur að kippa mér upp í þessu
máli yfir viðbrögðum manna við
staðreyndum sem við þeim blasa.“
Borgarstjóri þverneitar
frásögn formanns REI
Stjórnarformenn Orkuveitunnar og REI segist hafa gefið Vilhjálmi Þ. Vilhjálms-
syni borgarstjóra langa kynningu um sameiningu REI og Geysis Green Energy og
afhent honum minnisblað þar sem getið er um samning fyrirtækjanna til 20 ára.