Fréttablaðið - 16.10.2007, Page 25

Fréttablaðið - 16.10.2007, Page 25
Hlutafélag hefur verið stofnað utan um stóð- hestinn tilvonandi, Hákon, sem er aðeins nokkurra mánaða. Stofnað hefur verið hlutafélag um stóðhestinn Hákon frá Ragnheiðarstöðum, sem er undan hinni frægu Hátíð frá Úlfsstöðum og Álfi frá Selfossi, einum eftirsóttasta stóðhesti landsins um þessar mundir. Telst það til nokkurra tíðinda vegna þess að Hákon er aðeins nokkurra mánaða gamall, folald síðan í vor. Boðnir voru til sölu 30 hlutir í folaldinu, sem seldust upp á augabragði og fengu færri en vildu. Skapast hefur sú venja að stóðhestum er skipt í sjötíu hluti, sextíu eru til eignar og gefa rétt á einum folatolli á ári, en tíu folatollar eru seldir á frjálsum markaði og standa undir rekstri hestsins. Verð á hlut fékkst ekki uppgefið en ekki er óvar- legt að áætla að hann kosti á bilinu 200 til 300 þús- und krónur. Miðað við sextíu söluhluti er folaldið því metið á 12 til 18 milljónir króna. Hátíð var ein af skærustu stjörnum á Landsmóti hestamanna 2006 á Vindheimamelum. Hún var sýnd í 5-vetra flokki og fékk 8,62 fyrir kosti, sem er mjög há hæfileikaeinkunn hjá klárhrossi. Þar af fékk Hátíð 10 fyrir tölt, 9,5 fyrir fegurð í reið og 9,0 fyrir brokk og vilja/geðslag. Álfur sló í gegn á sama móti, einn- ig klárhestur með tölti. Hann var sýndur í flokki 4- vetra stóðhesta og fékk 9,0 fyrir tölt, brokk og fegurð í reið, og 9,5 fyrir vilja/geðslag. Á fundi sem boðað var til vegna stofnunar félags- ins um Hákon var Erlingur Erlingsson fenginn til að lýsa foreldrum folaldsins, en hann tamdi og sýndi bæði Álf og Hátíð. Sagði hann aðal þeirra beggja vera mjög jákvæða lund og vilja ásamt miklu og sjálf- gerðu tölti, sem einkenndist af mýkt og rými. Fyrstu eigendur og ræktendur Hákons eru Helgi Jón Harðarson, Hannes Sigurjónsson og Inga Christ- ina Campos. Ætla þau að eiga áfram 30 hluti í hestinum, að minnsta kosti fyrst um sinn. Stórt félag um lítinn hest Hákon frá Ragnheiðarstöðum nokkura daga gamall. MYND/ HANNES SIGURJÓNSSON. Jóna Fanney Friðriksdóttir, bæj- arstjóri á Blönduósi, hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Lands- móts ehf. en næsta landsmót hestamanna verður haldið á Gaddstaðaflötum við Hellu í júlí á næsta ári. Jóna Fanney nam fjölmiðla- fræði í Berlín og hefur starfað við blaðamennsku og stjórnunarstörf. Hún hefur ekki áður unnið fyrir hestamannahreyfinguna en stund- ar hestamennsku í frístundum. „Ég er ekki þaulkunnug fé- lagsmálum hestamanna af eigin raun, en maðurinn minn, Hjört- ur Einarsson, hefur lengi verið í hrossarækt og hestamennsku og var meðal annars í framkvæmda- nefnd landsmótsins á Vindheima- melum 2002. Þannig að ég er ekki alveg græn í þessu, hef fylgst með af hliðarlínunni. Ég hef hins vegar allgóða reynslu af félags- og stjórnun- arstörfum á öðrum sviðum og vona að ég geti komið með ferska vinda inn í landsmótshaldið. Ég geri mér þó alveg grein fyrir að það þarf ekki að finna hjólið upp á nýtt. Landsmótin eru í nokkuð fastmótuðum farvegi,“ segir Jóna Fanney. Framkvæmdastjóri LM08 Jóna Fanney er nýráðinn framkvæmdastjóri Landsmóts ehf. MYND/JENS EINARSSON Einn fegursti gæðingur landsins, Hrímnir frá Hrafnagili, er fallinn, 32 vetra. Hann var heygður undir húsvegg í garðinum hjá eiganda sínum, Birni Sveinssyni á Varma- læk. Hrímnir kom fyrst fram 5 vetra árið 1980 á Vindheimamelum, knapi þá Marjolyn Tiepen. Ári síðar varð Björn Sveinsson Íslandsmeistari á honum í tölti. Á Landsmóti hesta- manna á Vindheimamelum árið 1982 varð Hrímnir svo efstur í B- flokki gæðinga, eigandinn þá knapi. Eftir það tók Björn þá ákvörðun að Hrímnir skyldi ekki koma fram í keppni framar. Hann stóð við það og skipaði hestinum slíkt öndvegi að sómi er að. Hrímnir var alla jafna notað- ur til reiðar og kom stöku sinnum fram við hátíðleg tækifæri. Bar hann jafnan af öðrum hestum og gladdi augu þeirra sem á horfðu. Hrímnir fallinn Hrímnir frá Hrafnagili, knapi Björn Sveinsson. MYND/EIRÍKUR JÓNSSON Tölvudeild Bændasamtaka Íslands, BÍ, og tölvunefnd LH vinna nú að frekari þróun á mótakerfinu Kappa og Mótafeng. Nokkrar villur hafa komið upp í Kappa og eins hefur verið misbrestur á að félög hafi skil- að upplýsingum inn í Mótafeng. Jón Baldur Lorange, forstöðu- maður tölvudeildar BÍ, segir að opnast hafi spennandi möguleik- ar með nýrri útgáfu af „þróun- artólinu“ sem Kappi var hannað- ur í, sem muni gera hann notenda- vænni. Einnig þurfi að efla þjálfun notenda í forritinu því fylgja þurfi í þaula reglum FIPO. Marko Mazeland, sportforseti Félags eigenda íslenskra hesta er- lendis, FEIF, hefur lagt til að Ís- lendingar taki í notkun mótaforrit- ið IceTest, sem hann er höfundur að og er í notað í öllum FEIF-lönd- unum nema Íslandi. Hann segir forritið einfalt í notkun, það sé frítt og öllum frjálst að nota það. IceTest heldur utan um svokallað- an WorldRanking lista sem vistað- ur er á www.feif.org. Jón Baldur segir það ekki sitt hlutverk að ákveða hvaða mótafor- rit sé notað en það sé sín skoðun að aðeins eigi að nota eitt mótakerfi í öllum FEIF-löndunum. Endurbætur á Kappa Enginn af þeim tuttugu keppnis- hestum sem fóru í lyfjapróf á Heimsmeistaramótinu 2007 reynd- ist vera með ólögleg lyf í blóði eða vefjum. Er þessi niðurstaða mjög jákvæð fyrir ímynd íslenska hestsins, hreysti og heilbrigði. Til samanburðar má geta þess að 30 prósent sýna úr keppnishestum á Ólympíuleikum eru talin þurfa frekari skoðunar við hverju sinni. Allir edrú Íslenskir keppnishestar eru ekki á lyfj- um. Hér eru hinn frækni garpur Jarl frá Miðkrika og knapi hans Stian Petersen sem urðu heimsmeistarar í tölti og fjórgangi á HM07. MYND/ÖRN KARLSSON Hestamenn í Sóta á Álftanesi hafa verið uggandi vegna reiðstíga í hinu nýja miðbæjarskipulagi og þéttingar byggðar á Álftanesi. Einnig er tilfinnanlegur skortur á nýjum lóðum undir hesthús. Sigurður Magnússon bæjar- stjóri og Bjarni Einarsson bæjar- tæknifræðingur mættu á fund hjá Sóta vegna málsins og er skemmst frá því að segja að þeir voru já- kvæðir í garð hestamanna enda eitt af slagorðum Sveitarfélagsins Álftaness: SVEIT Í BORG! Stefnt er að því að leggja nýja reiðstíga í námunda við hesthúsahverfið og tengja þá við þá sem fyrir eru. Steinunn Guðbjörnsdóttir, formað- ur Sóta, segir hestamenn á Álfta- nesi bjartsýna og þakkláta eftir fundinn. Enginn vilji fara þaðan í önnur hesthúsahverfi. Nýir reiðstígar á Álftanesi „Það er mikill skortur á góðu tam- ingafólki og það er slegist um það. Launin í faginu hafa heldur aldrei verið eins há og þar með launa- kröfurnar,“ segir Hafliði Halldórs- son, hrossabóndi og framkvæmda- stjóri á Ármóti á Rangárvöllum. „Því miður virðist sú vakning í hestatamningum og þjálfun, sem átt hefur sér stað undanfarin ár, og hið mikla framboð á námi í hesta- mennsku ekki skila sér nægilega í fleiri og betri tamningamönnum. Það eru að sjálfsögðu ýmsir sem eru mjög færir, en of marga skort- ir þá reynslu sem menn fá aðeins með því að vinna við alls konar að- stæður í lengri tíma. Tamningar eru erfið vinna og það þarf kjark og fimi, þor og þol til verða góður í faginu. Bestu tamningamennirnir eru þeir sem hafa gamla skólann plús þá fag- þekkingu sem hefur bæst við á síð- ustu árum. Framboðið af þeim er því miður bara allt of lítið.“ Slegist um tamningafólk ÍÞRÓTT • MENNING • LÍFSSTÍLL lh hestar ÞRIÐJUDAGUR 16. OKTÓBER 2007 Bóndinn í Miðkoti ræktar heilleg hross BLS. 4

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.