Fréttablaðið - 16.10.2007, Page 26
Málgagn Landssambands hestamannafélaga
Útgefandi: Landssamband hestamannafélaga
Heimilisfang: Íþróttamiðstöðin, Engjavegi 6, 104 Reykjavík
Netfang: lh@isisport.is Sími: 514-4030
Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Jens Einarsson
Netfang: jenseinars@simnet.is Sími: 862-7898
Auglýsingar: Fréttablaðið/Bjarni Þór Sigurðsson
sími: 512-5435 gsm. 822-5062
HELSTU SAMSTARFSAÐILAR LH ERU:
lh hestar
ÍÞRÓTT • MENNING • LÍFSSTÍLL
16. OKTÓBER 2007 ÞRIÐJUDAGURlh hestar2
Eitt af þeim málum sem liggja þungt á félögum innan Landssambands hestamannafélaga vítt og breitt um landið eru skipulagsmál. Í bæjarfélögum sækir íbúða-byggð hart að útivistarsvæðum hestamanna og þarf
jafnvel að flytja heilu hesthúsahverfin vegna ágangs hennar.
Stór umferðarmannvirki hafa jafnframt verið að sækja á og
eru dæmi um að þurft hafi að rýma eða flytja hesthúsahverfi
vegna byggingar þeirra.
Hestamenn vítt og breitt um landið þurfa að standa við
bakið hver á öðrum og miðla reynslu af skipulagsmálum sín á
milli. Inn á borð LH hafa komið nokkrar beiðnir frá félögum
um aðstoð í skipulagsmálum og hafa samtökin leitast við að
aðstoða þau eftir bestu getu. Í ört stækkandi íþrótt megum við
ekki sofna á verðinum hvað varðar umhverfi okkar. Því hvet
ég alla hestamenn til að vera vel vakandi yfir skipulagsmálum
í sínum bæjar- og sveitarfélögum og fylgjast með breytingum
á skipulagi því betur sjá augu en auga.
Ógnirnar sem hestamenn eiga við að etja eru ekki einung-
is íbúðabyggð og umferðarmannvirki. Aðrar íþróttir eru farn-
ar að sækja á svæðin okkar af mikilli hörku. Að öllu jöfnu ætti
það að vera af hinu góða að margar íþróttir sameinuðust um
útiveru á einu svæði. En þar sem hesturinn er flóttadýr og
flýr það sem hann hræðist geta orðið slys við óvæntar utan-
aðkomandi aðstæður. Því er hinn mikli ágangur vélknúinna
ökutækja á reiðvegum landsins ekki af hinu góða. Reiðveg-
ir eru gerðir til útreiða en ekki til aksturs ökutækja af neinu
tagi. Liggja þeir margir hverjir undir skemmdum um land allt
sama hvort um er að ræða í þéttbýli eða ekki.
Að lokum vil ég hvetja alla hestamenn og einnig þá sem
stunda aðra útiveru á svæðum hestamanna til að sýna hver
öðrum tillitsemi.
Hestamannafélagið Gustur hefur leitað eftir samstarfi
við LH um gerð bæklings um hestamennsku fyrir al-
menning, Hestamennska á Íslandi, og hefur heitið 1,5
milljónum króna til verkefnisins ef af verður.
Bæklingurinn á að vera til upplýsingar fyrir almenn-
ing í landinu og að auki vera leiðbeinandi fyrir ýmsa
aðila svo sem skipulagsyfirvöld, lögreglu og sjúkra-
liða og vera kennsluefni og leiðbeinandi fræðsluefni
fyrir skóla og ökuskóla. Einnig fyrir þá sem eru nýir
í hestamennskunni. Bæklingurinn á einnig að auka
öryggi hestamanna.
Ennfremur hefur Gustur veitt LH styrk upp á 500
þúsund krónur til að vinna að öryggismálum hesta-
manna. Ákveðið var að veita styrkinn í framhaldi af
því að síðasta ársþing LH skipaði sérstaka öryggis-
nefnd sem þegar hefur hafið markvisst starf.
Bjarnleifur Bjarnleifsson, formaður Gusts, segir að
Landssamband hestamannafélaga hafi stutt dyggilega
við bakið á Gusturum þegar ljóst varð að Glaðheim-
ar yrðu að víkja. „Þetta er tilraun okkar í Gusti til að
endurgjalda þann stuðning,“ segir Bjarnleifur.
Það þrengir að
hestamönnum
Maríanna Gunnarsdóttir,
gjaldkeri
Landssambands hestamannafélaga.
Æskulýðsráðstefna Landssam-
bands hestamannafélaga var
haldin 6. október síðastliðinn.
Um fimmtíu æskulýðsfulltrúar
frá hestamannafélögum um
allt land sóttu ráðstefnuna.
Meginverkefni æskulýðsráð-
stefnunnar var að móta innihald
og undirbúa handbók fyrir æsku-
lýðsfulltrúa sem verður vistuð á
heimasíðu LH, www.lhhestar.is.
Einnig voru fluttir áhugaverðir
fyrirlestrar, meðal annars um
áhrif íþróttaiðkunar á börn og
unglinga.
HANDBÓKIN BRÝNASTA VERKEFNIÐ
„Það var fyrst og fremst ánægju-
legt hve ráðstefnan var vel sótt.
Að fá staðfestingu á því hversu
margir eru ennþá tilbúnir til að
leggja á sig fórnfúst sjálfboða-
liðastarf fyrir börnin okkar og
þar með hestamenn framtíðar-
innar,“ segir Helga B. Helgadóttir
sem er formaður æskulýðsnefnd-
ar LH og starfar í hestamanna-
félaginu Fáki.
„Ráðstefnan var nú haldin í
fyrsta sinn eftir nokkurra ára hlé
og engin spurning að ástæða er
til að halda hana með skemmra
og reglulegra millibili.
Það komu fram margar góðar
hugmyndir varðandi handbók
fyrir æskulýðsfulltrúa. Ég tel
mjög brýnt að koma þessari hand-
bók út sem fyrst, en hún er hugs-
uð sem eins konar gagnabanki
fyrir þá sem starfa að æskulýðs-
málum. Þar verður að finna allar
upplýsingar um þá vinnu sem er í
gangi á hverjum tíma og leiðbein-
ingar fyrir þá sem eru að byrja.
Því miður hefur það oft viljað
brenna við að fólk hefur hætt í
félagsmálum og tekið þekking-
una og reynsluna með sér.“
MEGUM EKKI MISSA GLEÐINA
„Viðar Halldórsson, lektor við Há-
skólann í Reykjavík, flutti mjög
áhugavert erindi um íþróttir
barna og unglinga og hlutverk for-
eldra og forráðamanna í keppni,“
heldur Helga áfram. „Þar kom
fram að of mikill þrýstingur frá
foreldrum hefur neikvæð áhrif á
árangur barna. Rannsóknir sýna
að þeir sem ná bestum árangri
eru þeir sem hafa mestu ástríð-
una. Líka að íþróttiðkun hefur
jákvæð áhrif: Líkamleg, sálræn
og félagsleg. Krakkar í íþróttum
hafa sterkari sjálfsmynd. Viðar
spurði einnig: Hverjum á að
hrósa? Barninu sem þarf ekki að
leggja sig fram en vinnur verð-
laun, eða barninu sem leggur sig
mikið fram og vinnur ekki verð-
laun. Hestamennskan er bæði
keppnisíþrótt og tómstundagam-
an og þannig á það að vera. En
við megum ekki missa gleðina og
leikinn út, keppnin má ekki verða
of hörð.
Á meðal hugmynda sem fram
komu í vinnuhópum á æskulýðs-
ráðstefnunni var hugmynd um
að koma á eins konar sumarbúð-
um fyrir börn og unglinga í hesta-
mennsku. Þar verði lögð áhersla
á leiki og samveru með öðrum
börnum — og hestinum.“
ÞAKKIR TIL ROSEMARIE
„Að lokum vil ég, fyrir hönd
æskulýðsnefndarinnar, færa
Rosemarie Þorleifsdóttur kærar
þakkir fyrir allt sem hún hefur
gert fyrir æskufólk í hesta-
mennsku á löngum og farsælum
ferli í æskulýðsmálum innan LH
og FEIF,“ segir Helga, en Rosem-
arie var heiðruð á ráðstefnunni
fyrir framlag sitt til æskulýðs-
mála þar sem hún hefur starfað
ötullega á þeim vettvangi í fjölda
ára. „Hún er frumkvöðull sem
hefur lagt hestamannahreyfing-
unni ómetanlegt lið, ekki bara hér
heima, heldur í öllum þeim lönd-
um sem eiga aðild að FEIF.“
Æskulýðsráðstefna LH
fór fram með ágætum
Frá vinstri: Andrea Þorvaldsdóttir, Helga B. Helgadóttir, Sóley Margeirsdóttir og Sigríður Birgisdóttir, allar í æskulýðsnefnd LH,
Sigrún Ögmundsdóttir, ráðstefnustjóri og skrifstofustjóri LH, Rosemarie B. Þorleifsdóttir æskulýðsfrömuður Þorvarður Helgason,
æskulýðsnefnd LH, og Regína Gunnarsdóttir, verkefnis- og markaðsstjóri LH. MYND/JENS EINARSSON
Maður er aldrei of öruggur, ekki einu sinni með mömmu.
Vissara að vera með hjálm. MYND/JENS EINARSSON
Gustur veitir LH styrk
Bergur Már Hallgrímsson, for-
maður Freyfaxa, og Guðröður
Ágústsson, formaður Hrossa-
ræktarsamtaka Austurlands, hafa
stofnað fyrirtæki um innflutn-
ing á hestakerrum og stíuinnrétt-
ingum frá Karlslund í Danmörku.
Fyrirtækið heitir Austar ehf. og
er starfsemin þegar komin í full-
an gang.
„Ég flutti inn tvær kerrur frá
Karlslund fyrir nokkrum árum
og líkaði þær vel. Verðið var einn-
ig mjög hagstætt,“ segir Bergur
Már.
„Í sumar keyptum við svo inn-
réttingar frá þeim í stóðhesta-
húsið á Stekkhólma og Guðröður
keypti einnig stíur í hesthúsið hjá
sér. Þetta eru sterkar og góðar inn-
réttingar og verðið töluvert lægra
en gengur og gerist. Við teljum að
þessar vörur eigi fullt erindi á ís-
lenskan markað og erum mjög
bjartsýnir,“ segir Bergur.
Austar á Austurlandi
Austar ehf. flytur inn hestakerrur og
stíuinnréttingar.