Fréttablaðið - 16.10.2007, Qupperneq 43
Tónlistardagar Dómkirkjunnar
verða haldnir í 26. skipti í ár og
standa frá 17. október til 10. nóv-
ember. Haldnir verða fernir tón-
leikar og að vanda verður hátíðar-
messa á kirkjuvígsludegi
Dómkirkjunnar sunnudaginn 28.
október. Tilgangur tónlistardag-
anna er að stuðla að eflingu kirkju-
tónlistar og auðga sönghefð kirkj-
unnar.
Fyrstu tónleikarnir verða í
Dómkirkjunni á morgun kl. 20 en
þá leikur Matthias Grünert á orgel
kirkjunnar. Grünert er kantor eða
tónlistarstjóri Frúarkirkjunnar í
Dresden sem var endurreist og
vígð á nýjan leik í ársbyrjun 2005.
Þar stjórnar hann 120 manna
blönduðum kór og 30 manna
kammerkór, auk þess að leika á
orgelið. Fyrir orgelleik sinn hefur
hann hlotið margvíslega viður-
kenningu og verðlaun víða um
heim, þar á meðal alþjóðaverðlaun
kirkjutónlistarfólks árið 2000.
Heimsókn hans verður því að telj-
ast viðburður í íslensku tónlistar-
lífi. Þess má geta að Dómkórnum
hefur verið boðið að syngja í Frú-
arkirkjunni næsta vor.
Sú hefð hefur fylgt Tónlistar-
dögum Dómkirkjunnar frá upp-
hafi að Dómkórinn hefur pantað
tónverk frá íslensku eða erlendu
tónskáldi og frumflutt það á Tón-
listardögum. Í ár er það ungt tón-
skáld, Þóra Marteinsdóttir, sem
hefur samið tónverkið Missa
Brevis og verður það frumflutt á
tónleikum í Dómkirkjunni laugar-
daginn 27. október kl. 16. Dóm-
kórinn endurflytur verk Þóru í
útvarpsmessu daginn eftir frum-
flutninginn kl. 11.
Laugardaginn 3. nóvember er
röðin komin að því að heiðra Jón
Þórarinsson tónskáld sem varð
níræður í september. Tónleikarnir
fara fram í Dómkirkjunni en á
þeim syngur Dómkórinn nokkur
sálmalög eftir Jón og kammerkór-
inn Hljómeyki og Kór Langholts-
kirkju syngja einnig sem gestir
Dómkórsins.
Lokatónleikar Tónlistardaga
Dómkirkjunnar verða svo í Krists-
kirkju í Landakoti laugardaginn
10. nóvember. Þar flytur Dómkór-
inn nokkrar mótettur, þær elstu
eru frá barokktímanum á 16. og
17. öld en sú yngsta var frumflutt
árið 1994.
Tónlistardagar Dóm-
kirkjunnar í 26. sinn Ljósmynd af tveimur rússnesk-um lögreglumönnum sem kyss-ast í skógi vöxnu vetrarlandslagi
hefur valdið þó nokkrum usla í
rússnesku menningarlífi.
Ljósmyndin er verk listahóps-
ins Bláu nefin, sem vildi með
henni votta þekktu verki eftir
graffarann Banksy virðingu
sína. Myndin hefur verið til
sýnis undanfarið í Tretyakov-
listasafninu í Moskvu. Safnið
stendur að sýningu á rússneskri
samtímalist í París í vikunni en
menningarmálaráðherra Rúss-
lands, Alexander Sokolov, hefur
ákveðið að myndin umdeilda fái
ekki að vera með.
„Birtist þessi mynd í París
mun hún eingöngu kalla skömm
yfir rússneska menningu. Því er
ótækt að senda þetta klám til
Parísar,“ sagði ráðherrann
spurður um ákvörðun sína.
Ráðherrann setti annað verk
eftir blánefjahópinn einnig í far-
bann, en það er mynd sem sýnir
Vladimír Pútín, George W. Bush
og Osama bin Laden hoppa um í
hjónarúmi á nærfötunum einum
klæða.
Listamennirnir eru að vonum
ekki ánægðir með ákvörðun ráð-
herrans. „Ríkisafskipti af menn-
ingarlífi og listsköpun í Rúss-
landi eru að komast á sama stig
og var undir stjórn Krústsjevs,“
sagði Alexander Shaburov sem
er annar tveggja listamanna í
Bláu nefjunum.
Ljósmyndinni af lögreglu-
mönnunum var ætlað að vera
draumsýn um umburðarlyndan
og ástríkan heim. „Ef tekið er til-
lit til þess að verkið hefur verið
bannfært af ríkinu er klárt að
draumsýnin er ekki við það að
rætast,“ sagði Shaburov.
Koss í farbann
Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur,
í samvinnu við táknmálsfræði við
Háskóla Íslands, stendur fyrir
fyrirlestri á morgun kl. 16 í stofu
225 í aðalbyggingu Háskólans.
Þar fjallar Russel Aldersson um
hvort íslenskt táknmál hafi þróast
út frá dönsku táknmáli. Hann leit-
ast meðal annars við að skilgreina
hvort íslenskt táknmál sé mál-
lýska dansks táknmáls eða sjálf-
stætt tungumál.
Íslenskt táknmál er talið eiga
rætur að rekja til dansks tákn-
máls þar sem lengi tíðkaðist að
senda íslensk heyrnarlaus börn til
menntunar í Danmörku og því
hafa lengi verið mikil samskipti á
milli heyrnarlausra í löndunum.
Staða táknmálsins hefur þó breyst
töluvert eftir að skóli fyrir heyrn-
arlausa var stofnaður á Íslandi
1906. Þar að auki hefur málið þró-
ast um árin meðal heyrnarlausra
á Íslandi sem er frekar lítill en
afar samstæður hópur. Íslenskt
táknmál er móðurmál um 300
Íslendinga og er stór hluti af
menningu heyrnarlausra hérlend-
is.
Russel Aldersson, sem er sjálf-
stætt starfandi táknmálstúlkur og
kennari, byggir fyrirlesturinn á
mastersritgerð sinni frá Birkbeck
College í London. Rannsókn hans
á þessum tveimur táknmálum er
fyrsti samanburðurinn sem á
þeim hefur verið gerður og mun
hann í fyrirlestrinum lýsa aðferða-
fræði sinni og niðurstöðum.
Dönsk mállýska?
Tríó Vadims Fedor-
ov leikur á tónleik-
um í Gerðubergi
annað kvöld kl. 21.
Tríóið skipa Vadim
Fedorov á harmon-
iku, Gunnar Hilmars-
son á gítar og Leifur
Gunnarsson á kontra-
bassa. Efnisskrá tón-
leikanna er fjölbreytt
en á meðal þess sem
þar má heyra verður
frönsk valssveifla í bland við
heimstónlist og djass.
Vadim Fedorov er fæddur í
Pétursborg í Rúss-
landi árið 1969.
Hann var aðeins 6
ára þegar hann byrj-
aði að læra á harmon-
iku og stundaði fram-
haldsnám bæði í
Rússlandi og Þýska-
landi.
Miðasala á tónleikana
fer fram við inn-
ganginn og er miða-
verð 1000 kr. Húsið
opnar kl. 20 og býðst tónleika-
gestum þá leiðsögn um sýning-
una Handverkshefð í hönnun.
Nikkutónleikar
Íslenskt stjórnborð
Íslenskar leiðbeiningar
Stórt hurðarop
20 ára ending
Eirvík kynnir
sportlínuna frá Miele
AFSLÁTTUR
30%
Miele gæði
ÞVOTTAVÉL frá kr. 99.900
Vinningar verða afhendir hjá BT Sm
áralind. Kópavogi.
M
eð því að taka þátt ertu kom
inn í SM
S klúbb. 99 kr/skeytið.
SMS
LEIKUR
9. HVER
VINNUR!
SENDU SMS JA GLF
Á 1900 OG ÞÚ GÆTIR
UNNIÐ BÍÓMIÐA!
VINNINGAR ERU BÍÓMIÐAR,
DVD MYNDIR, TÖLVULEIKIR
OG MARGT FLEIRA!
Fru
ms
ýnd
12
. ok
tób
er