Fréttablaðið - 16.10.2007, Side 48

Fréttablaðið - 16.10.2007, Side 48
Rafmagnaða andrúmsloftið milli Vesturlandabúa og araba í Mið- Austurlöndum er að verða næsta „æðið“ í Bandaríkjunum. Óvinir í hverju horni, hugmyndafræðilegar andstæður, grá svæði og hið stór- fenglega umhverfi Arabalandanna eru uppskrift að góðri spennumynd. Kröfurnar til The Kingdom voru því nokkuð miklar og ekki skemmir fyrir að heilinn á bak við myndina er snillingurinn Michael Mann sem kann þá list manna best að byggja upp eftirvæntingu áhorfenda fyrir uppgjörið mikla að hætti Heat og Miami Vice. Blóðugt hryðjuverk er framið á svæði bandarísks olíurisa í Sádi- Arabíu með þeim afleiðingum að yfir hundrað manns falla, þar á meðal tveir FBI-fulltrúar. Sérsveit undir stjórn hins kokhrausta Ron- alds Fleury þyrstir í hefnd en er fljótlega stöðvuð af dómsmálaráð- herra Bandaríkjanna. Nærvera fleiri vestrænna þegna sé ekki til þess fallin að róa öldurnar. En Fleury sættir sig ekki við að lúta í lægra haldi fyrir skrifræðinu og pólitíkinni og fer sínar eigin leiðir til að koma sínu fólki austur um haf og hafa hendur í hári ofbeldismann- anna. Þegar þangað er komið hafa að sjálfsögðu margir horn í síðu hinnar al-amerísku FBI-manna og vilja koma þeim fyrir kattarnef sem fyrst. Leikstjórinn Peter Berg virðist því miður ekki alveg valda verkefn- inu og hefði betur átt að láta Mann um stjórnartaumana. Handritið er klaufalegt og samræðurnar á köfl- um stirðbusalegar og þá virðast vinsældirnar á glansblöðunum hafa blindað heilbrigða skynsemi því gæðaleikarinn Chris Cooper er lát- inn mæta afgangi á kostnað hinnar ákaflega leiðinlegu Jennifer Gar- ner. Jason Bateman er síðan í einsk- ismannslandi alla myndina. Jamie Foxx stendur hins vegar fyrir sínu og virðist á góðri leið með að taka við keflinu af Denzel Washington. The Kingdom líður fyrst og fremst fyrir skort á tilfinningu fyrir viðfangsefninu. Togstreitan og tortryggnin sem ætti að svífa yfir vötnum er víðs fjarri og mynd- in nær fyrst hámarki þegar skot- vopnin eru munduð í upphafi og myndarlok. The Kingdom er því nokkur vonbrigði en eflaust eiga fleiri slíkar myndir eftir að flæða yfir og vonandi hittir einhver þeirra í mark, fyrr eða síðar. Púðurskot í Sádi-Arabíu Boys in a Band frá Fær- eyjum spilar á vegum G! tónlistarhátíðarinnar á Air- waves í ár. Steinþór Helgi Arnsteinsson hitti sveitina á hinni fyrrnefndu G! hátíð í sumar og spjallaði við Færeyingana snjöllu. Boys in a Band þykir eitt helsta stolt færeysku tónlistarsenunnar nú um stundir en þessi fimm manna sveit spilar æsilegt, grípandi og gít- ardrifið popp í anda til dæmis The Hives og Franz Ferdinand. Þrír meðlimir sveitarinnar eru frá Götu, einmitt þar sem G! hátíðin fer fram, en hinir tveir meðlimir sveitarinn- ar eru úr nágrannabæjum. Boys in a Band spila á Airwaves vegna sér- staks skiptisamnings á milli Airwa- ves og G! en Ultra Mega Techno- bandið Stefán spilaði á G! fyrr á þessu ári í tengslum við skipti- samninginn. „Við höfum þekkst í mörg ár og sumir okkar höfum verið bestu vinir frá því við fæddumst. Síðan hugsuð- um við bara: „Hey, þarna er snilld- arnafn sem ekki er frátekið, Boys in a Band,“ og við urðum einfaldlega að stofna hljómsveit,“ útskýrir Pætur, söngvari sveitarinnar, um upphaf sveitarinnar. Þegar þeir eru síðan spurðir um áhrifavaldana stendur ekki á svarinu, „Bob Dylan og svo framvegis.“ Þetta þarf ekki að vera flókið. „Við hljómum bara eins Bob Dylan hermikrákur.“ Þegar ég síðan andmæli þeirri staðhæf- ingu eftir að hafa séð tónleika Boys in a Band segjast piltarnar einfald- lega ekkert vita hvað í ósköpunum þeir séu þá að gera. Meðlimum Boys in a Band finnst fínt að vera frá Færeyjum þótt þeir viðurkenni að þeir þurfi að sanna miklu meira en sveitir frá flestum öðrum löndum. „Það koma ekki margir þekktir tónlistarmenn frá Færeyjum, fyrir utan kannski Teit og Eivøru. G! er samt búið að breyta miklu og hjálpar okkur mikið. Við höfum fengið að spila nokkuð fyrir utan Færeyjar og erum til dæmis komnir með gaur í Danmörku sem sér um að bóka tónleika fyrir okkur.“ Tónleikar Boys in a Band er líka heljarinnar skemmtun og fjöl- breytnin hjá sveitinni og í tónlist- inni mikil. „Já, eins og þú segir þá erum við mjög ólíkir innbyrðis og þá verður tónlistargrauturinn okkar skemmtilegri.“ Boys in a Band spilar í Lídó á fimmtudagskvöld á Airwaves og einnig í Norræna húsinu sama dag. Eru allir hvattir til þess að mæta og hlýða á þessa prúðu pilta. Safnplatan Iceland Airwaves ‘07 er komin út. Platan inniheldur 22 lög frá innlendum sem erlendum flytjendum sem allir koma fram á Iceland Airwaves-hátíðinni í ár. Á meðal þeirra eru Bloc Party, Sprengjuhöllin, Chromeo, Of Montreal, Motion Boys, !!!, Deerhoof, múm og GusGus. Platan verður fáanleg í plötu- verslunum, á völdum tónleika- stöðum yfir hátíðina sjálfa og í Airwaves Info Center-miðstöð- inni sem verður í Hressingar- skálanum. Airwaves-hátíðin hefst á miðvikudag og stendur yfir til sunnudags. Airwaves-safnplata Sofðu einu sinni hjá Chuck og næsti maður sem þú hittir er ást lífs þíns. Brjálæðislega fyndin mynd! SÍMI 462 3500SÍMI 530 1919 SÍMI 551 9000SÍMI 564 0000 14 16 12 16 14 16 14 14 GOOD LUCK CHUCK kl. 8 - 10 THE KINGDOM kl. 8 - 10.10 HALLOWEEN kl. 6 SUPERBAD kl. 6 14 16 16 12 12 12 14 16 14 4 MONTHS ENSKUR TEXTI kl. 5.40 - 8 - 10.15 EDGE OF HEAVEN ENSKUR TEXTI kl. 5.40 - 8 - 10.20 ALEXANDRA ENSKUR TEXTI kl. 10.15 HALLOWEEN kl. 8 - 10.30 VEÐRAMÓT kl. 5.40 - 8 GOOD LUCK CHUCK kl. 3.45 - 5.50 - 8 - 10.10 GOOD LUCK CHUCK LÚXUS kl. 3.45 - 5.50 - 8 - 10.10 HALLOWEEN kl. 8 - 10.25 SUPERBAD kl. 5.30 - 8 - 10.30 SHOOT´EM UP kl. 10.20 HÁKARLABEITA 600 KR. kl. 3.50 - 6 HAIRSPRAY kl. 5.30 - 8 BRETTIN UPP ÍSL. TAL kl. 4 THE SIMPSONS MOVIE ÍSL. TAL kl. 3.45 300 kr. Síð. sýningar - I. Þ. Film.is - J. I. S. Film.is “Skotheld skemmtun” - T.S.K., Blaðið “H EIMA ER BEST” - MBL “ ALG JÖRLEGA EINSTÖK” - FBL “VÁ” - B LAÐIÐ “ME Ð GÆSA HÚÐ AF HRIFNIN GU” - DV “SI GUR ROS HAVE REINVENTED THE ROCK FILM” - Q “SO BEAUTI FUL ITS HYPNOTIC” - EMPIRE Dóri DNA - DV ATH: EKKERT HLÉ OG MIÐASÖLU LÝKUR ÞEGAR SÝNING MYNDAR HEFST Bölvun eða blessun? GOOD LUCK CHUCK kl. 5.40 - 8 - 10.20 THE KINGDOM kl. 5.40 - 8 - 10.20 HEIMA - SIGURRÓS kl. 6 - 8 - 10 VEÐRAMÓT kl. 5.40 - 8 - 10.20 - L.I.B. Topp5.is STARDUST ER MÖGNUÐ ÆVINTÝRAMYND STÚTFULL AF GÖLDRUM, HÚMOR OG HASAR. ROBERT DE NIRO OG MICHELLE PFEIFFER Í FRÁBÆRRI MYND SEM VAR TEKINN UPP Á ÍSLANDI OG ALLIR ÆTTU AÐ HAFA GAMAN AF www.SAMbio.is 575 8900i i AKUREYRI ÁLFABAKKA THE BRAVE ONE kl. 5:30 - 8D - 10:30D 16 THE BRAVE ONE kl. 8 - 10:30 STARDUST kl. 5:30D - 8 - 10:30 10 STARDUST kl. 5:30 NO RESERVATIONS kl. 8 - 10:30 L SUPER BAD kl. 8 - 10:30 12 CHUCK AND LARRY kl. 8 12 MR. BROOKS kl. 10:30 16 BRATZ kl. 5:30 L ASTRÓPÍÁ kl. 6 L RATATOUILLE M/- ÍSL TAL kl. 5:30 L THE BRAVE ONE kl. 8 - 10:20 16 STARDUST kl. 8 -10:20 10 SELFOSSI HAIRSPRAY kl. 8 L BRATZ kl. 8 L 3:10 TO YUMA kl. 10:20 16 CHUCK AND LARRY kl. 10:20 12 KEFLAVÍK GOOD LUCK CHUCK kl. 8 - 10 L HAIRSPRAY kl. 10:20 L STARDUST kl. 8 7 Hugljúf rómantísk gamanmynd Leiðin að hjartanu er í gegnum ljúfengan mat! KRINGLUNNI THE KINGDOM kl. 5:40 - 8 - 10:20 10 THE BRAVE ONE 5:40D - 8D-10:20D 16 STARDUST kl. 5:30D 10 NO RESERVATIONS kl. 10 L ASTRÓPÍÁ kl. 8 L JIS - FILM.IS - bara lúxus Sími: 553 2075 THE KINGDOM kl. 5.45, 8 og 10.15 16 3:10 TO YUMA kl. 5.30, 8 og 10.30 16 CHUCK & LARRY kl. 5.45, 8 og 10.15 12 LAUGARÁSBÍÓ - SÝNINGARTÍMAR www.laugarasbio.is - Miðasala á

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.