Fréttablaðið - 16.10.2007, Side 54

Fréttablaðið - 16.10.2007, Side 54
1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 Garðurinn við Klapparstíg er með frábæran mat. Þeir heita á ensku Ecstacy´s Heart-Garden og veitingahús með nafn eins og það getur ekki verið annað en stöngin inn. Þetta er svolítið jógatengdur staður og voða heilsusamlegur og góður.“ Meira en eitt þúsund manns hefur verið boðið í glæsilega opnunar- veislu Hilton Reykjavík Nordica- hótelsins í dag. Saga Film ætlar að skapa ævintýralegan blæ í veislunni þar sem eldfjöll, jöklar og hverir verða áberandi. Kokkar frá veitingastaðnum Vox munu jafnframt sjá um að elda dýrindis- mat ofan í gestina. „Þetta verður skemmtilegt partí þar sem við ætlum að leyfa gest- unum að upplifa þetta alþjóðlega umhverfi sem við vinnum í,“ segir Ingólfur Haraldsson hótelstjóri. „Þetta verður þannig séð ekkert of formlegt heldur meira bara gaman. Við erum að sýna okkur og leyfa fólkinu að sýna sig.“ Yoko Ono var einn af fyrstu gestunum á nýja Hilton-hótelinu þegar hún var stödd hérlendis á dögun- um. Það var einmitt á Amsterdam Hilton sem hún og John Lennon héldu fyrstu rúm- mótmælin gegn stríðinu í Víetnam. „Hún er einn af okkar fastagestum,“ segir Ingólfur sem leyfði Ono vitaskuld að gista í einni af svítunum. Fyrsta Hilton-hótelið var opnað í Texas árið 1919. Stofnandi hótel- keðjunnar, Conrad Hilton, var langafi Parísar Hilton og afi henn- ar, Barron Hilton, er enn í stjórn Hilton-keðjunnar. Alls eru Hilton- hótelin um heim allan orðin tæp- lega fimm hundruð talsins og hefur Ísland nú bæst í hópinn. „Við höfum verið að vinna í því undanfarna mánuði eða ár að koma þeim til Íslands. Þetta er viður- kenning á því sem við erum að gera og sýnir að við erum á þessum alþjóðlega staðli,“ segir Ingólf- ur. Þúsund manns í Hilton-veislu Friðgeir Bergsteinsson, sem hefur verið aðstoðarmaður og rótari hljómsveitarinnar Skítamórals síðustu ár, hlaut glaðning á dögunum, þegar liðsmenn sveitarinnar hjálpuðu honum að taka bílpróf með fjár- styrk. „Hann hefur verið okkur innan handar síðustu ár og aðstoðað okkur við hitt og þetta,“ sagði Gunnar Ólason, liðsmaður Skítamórals, og neitar því hlæjandi að hljómsveitin hafi þar með verið að kaupa sér einkabílstjóra. „Nei, nei, nei, alls ekki. Hann átti þetta bara svo sannarlega skilið,“ sagði Gunnar. Friðgeir, sem er tuttugu og tveggja ára gamall, var að vonum afar ánægður með stuðninginn þegar Fréttablaðið náði tali af honum, skömmu eftir verklega prófið síð- astliðinn föstudag. „Þetta er nátt- úrulega mjög vel þegið, enda er þetta svo rándýrt nám að það hálfa væri nóg. Ég ætla að launa þeim þetta einhvern tíma fljótlega,“ sagði Friðgeir, sem er nemi í matreiðslu. „Ég læt námið alltaf ganga fyrir, og strákarn- ir vita það,“ sagði hann og hló við. Friðgeir, sem segir það alls ekki verra að bíða með að taka bíl- prófið, kvaðst ekki vera í þann mund að kaupa sér bíl. „Ég reikna samt með að ég fái bíl til að keyra, mamma á einn gamlan sem ég get örugglega fengið að keyra þangað til að hann er útbrunninn,“ sagði Friðgeir, sem kann Skítamóral bestu þakkir. „Þetta eru frábærir strákar,“ sagði hann. Fékk styrk frá Skítamóral „Ég ætla nú ekkert að erfa þetta við dagskrárstjórann en þegar þetta var kynnt fyrir mér var þetta ekki undankeppni fyrir Eur- ovision,“ segir Magnús Eiríksson, einn þátttakenda í skemmtiþætt- inum Laugardagslögin í Sjónvarp- inu. Fréttablaðið hefur heimildir fyrir því að sumir lagahöfundanna sem sömdu lög fyrir skemmtiþátt- inn hafi ekki gert sér grein fyrir því að þeir væru að taka þátt í for- keppni Eurovision og að þeir hefðu ekki fallist á að vera með á þeim forsendum. Fréttablaðið ræddi við nokkra af lagahöfundunum í gær og tóku þeir flestir undir athuga- semdir Magnúsar en fengust hins vegar ekki til að tjá sig um málið. Heimildir blaðsins herma að minnsta kosti einn lagahöfund- anna hafi íhugað að hætta við þátt- töku í keppninni, en síðan horfið frá því. „Ég var nú ekkert á þeim bux- unum að semja fyrir Eurovision og hefði varla nennt því. Kannski bara sent inn eitt lag. Enda bera lagasmíðar mínar í þessari keppni þess merki að lögin voru nú ekki hugsuð fyrir Eurovision,“ bætir Magnús við. Hann segir jafnframt að þegar falast hafi verið eftir hans framlagi hafi þetta átt að vera skemmtiþáttur en rúsínan í pylsuendanum væri sú að eitt lag- anna gæti orðið Eurovision-fram- lag þjóðarinnar. Magnús óttast þó ekki að verða Eurovision að bráð. „Nei, það hlýtur að koma eitthvað „júróvisjónlegra“ lag fram heldur en mitt,“ segir hann. Þórhallur Gunnarsson, dag- skrárstjóri RÚV, vísar því alfarið á bug að lagahöfundar hafi verið plataðir í Eurovision. „Ég taldi mig hafa gert skýra grein fyrir því að þetta væri ferlið í keppn- inni og sú hugmynd hefur ekkert breyst frá því snemma í vor,“ segir Þórhallur í samtali við Fréttablaðið. „Hins vegar er alveg ljóst að við erum að fá 33 ný íslensk lög og áherslan er ekki Eurovision heldur fyrst og fremst að sjá þá grósku sem er í íslensku tónlistarlífi,“ bætir Þórhallur við. Hann segir jafnframt að höfund- arnir níu hafi skrifað undir samn- ing um að þeir skuldbindi sig til að semja þrjú lög fyrir söngvakeppni Sjónvarpsins. ÁRMÚLA 11 | Sími 568-1500 | Lónsbakka | Sími 461-1070 | www.thor.is Rafstöðvar Bensín- og díselrafstöðvar í stærðum 2,5 kW -4,2 kW. HAGSTÆTT VERÐ

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.