Fréttablaðið - 16.10.2007, Qupperneq 56
Enskukunnátta Íslendinga kemur fyrst og fremst úr afþreyingar-
menningu. Eftir að hafa fermst,
kyngt oblátu og messuvíni, tók ég
utan af gjöfunum sem ég fékk í til-
efni dagsins. Mér er minnisstæð
gleðin sem gagntók mig yfir nýju
græjunum, en svo voru hljómflutn-
ingstæki kölluð í þá daga. Eftir að
hafa sett tækið í samband varð að
láta reyna á hljómgæðin. Geisla-
diskar voru á þessum tíma fremur
nýmóðins og stóð valið því aðeins á
milli söngkonunnar Mariuh Carey
eða rapparanna í Cypress Hill. Þeir
síðarnefndu urðu fyrir valinu og
ómuðu því lögin af geisladisknum
Black Sunday í fermingarveislu
minni; á fögrum apríldegi á æsku-
heimili mínu í Leirár- og Melasveit.
og haf skildu á milli
veruleika nýfermdrar sveitastúlk-
unnar og listamannanna af Grátvið-
arhæð sem sungu af sannfæringu
um hversu mikið þeir nytu hass-
vímu. Ég lét þó ekki á neinu bera og
þegar enginn sá til íslenskaði ég
textana með hjálp orðabókar. Mörg
orðin var þó ekki að finna í henni.
Ég leitaði því aðstoðar hjá banda-
rískum ættingja. Sá gekk í rúskinns-
jakka í bandarísku fánalitunum og
gortaði af stöðu sinni í samtökum
bandarískra skotvopnaeiganda.
Taldi ég hann kjörinn til að leiða mig
inn í heim glæpona Ameríku. Kan-
inn hristi höfuðið hins vegar forviða
þegar ég leyfði honum að heyra;
sagði að svona ensku talaði fólk ekki
á Flórída. Rann þá upp fyrir mér að
til eru margar tegundir ensku.
Íslendingar skilja ensku í
afþreyingarmenningu Kana nokkuð
vel og þykir umræðan um að enska
verði notuð í íslenska viðskiptageir-
anum lítið mál. Stundum hef ég velt
fyrir mér hvort allir, nema ég, séu
altalandi á viðskiptaensku athafna-
manna. En ég hef vissar grunsemd-
ir um að flest fólk sé í sömu sporum
og ég, dauðhrætt um að upp komist
að það skilji ekki allar tegundir
tungumálsins alþjóðlega.
skrifað var undir samning
þess efnis að í tuttugu ár gæti Orku-
veita Reykjavíkur ekki veitt sér-
fræðiaðstoð á erlendri grund nema í
gegnum REI, hefur líklega flottræf-
ilshátturinn ráðið því að ákveðið var
að hafa þetta mikilvæga plagg á
ensku, þótt aðeins væru Íslendingar
á fundinum. Alþjóða- og enskuvæð-
ing þykir hipp og kúl en fólk ætti
ekki að fara fram úr sér. Þegar
samningsmenn skrifuðu undir
plaggið án þess að vita hvað í því
fælist hljóta þeir að hafa vonað að
Bjarni Ármannsson áttaði sig ekki á
því að þeir hefðu ekki hugmynd um
hvað þeir væru að gera. Væru alveg
„insane in the brain,“ svo vitnað sé
til áðurnefndra rappara.
Sjúkir í sinni
H
V
ÍT
A
H
Ú
S
IÐ
/
S
ÍA
-
0
7
-1
8
0
9
*
M
.v
. 1
00
k
m
b
la
nd
að
an
a
ks
tu
r
HEKLA Laugavegi 172-174 · sími 590 5000 · www.hekla.is · hekla@hekla.is
Umboðsmenn HEKLU um land allt: Akureyri · Akranesi · Ísafirði · Reyðarfirði · Reykjanesbæ · Selfossi
SkodaOctavia TDI
Ímyndaðu þér
Afl og hagkvæmni
• ESP stöðugleikakerfi og spólvörn
• aksturstölva
• tengi fyrir iPod
• sex hátalarar
• hanskahólf með kælibúnaði
• sex loftpúðar
Það sem oftast er aukabúnaður er
staðalbúnaður í þessum glæsilega bíl.
Það ríkir mikill friður og sátt á þeim
heimilum sem eiga Skoda Octavia TDI.
Dísilvélin er í senn aflmikil og eyðslugrönn,
með aðeins 4,9 lítra eyðslu á hverja
hundrað kílómetra. Octavia TDI er
fáanlegur beinskiptur, sjálfskiptur og með
sítengdu aldrifi.
• hraðastillir (cruise control)
• þokuljós í framstuðara
• armpúði milli sæta
• hiti í sætum og speglum
• ISOFIX barnabílstólafestingar
• hæðarstillanleg sæti
Álfelgur og heilsársdekk fylgja, takmarkað magn!