Fréttablaðið - 26.10.2007, Side 1

Fréttablaðið - 26.10.2007, Side 1
Áslaugu Traustadóttur, heimilisfræðikennara í Rimaskóla, hefur tekist að auka áhuga unglinga á matargerð svo um munar. Áslaug Traustadóttir hefur starfað sem heimilis- fræðikennari í Rimaskóla í níu ár. Hún kennir heimilisfræði í vali fyrir nemendur í níunda og tíunda bekk og hafa tímarnir notið mikilla vin- sælda. Áslaug hlaut nýlega Fjöregg Matvæla næringarfræðafélags Ísla dungs fólk Áslaug segir njóta mikilla vinsælda um þessar mundir. „Hún hefur gengið mann fram af manni að undanförnu en ég veit ekki hver á heiðurinn að uppskriftinni. Í henni er mikið af tómötum en þeir eru gríðarlega hollir og taldir lengja lífið,“ segir Áslaug og bætir við: „Við eldum skólaútgáfu af súpunni, bæði svo krakkarnir ráði við hana en líka svo hún samræmist fjárhag skólan O eru svo tilvalið ð P R O D E R M TMhúðvörn gegn kuldaog snertiofnæmi Lagar fljótt húðþurrk,roðaflekki, þurrkablettisviða og kláðaí andliti og höndum. Verndar húðinafyrir efnum á pH1 – pH12.Engin fituáferð. Fyrir börn, hlífirhúðinni við kulda,munnvatni, tárumog nefrennsli heilsa og hreyfing FÖSTUDAGUR 26. OKTÓBER 2007 U N D U R Kennir nemendum að búa til súpu og brauð 26. OKTÓBER 2007 Sjónvarpsstjörnurnar velja Steinunni Gulla selur 3 hæðir Maríanna Clara á magnaðan fataskáp P IP A R • S ÍA • 7 1 1 6 7 Prodomo er ný verslun sem býður nýjustu hönnun í ljósum og rafbúnaði og háþróaðan stjórnbúnað fyrir lýsingu, tónlist, mynd og hita. Hlíðasmári 1 / 200 KópavogurSími 520 4545 / www p d Einar Bárðarson opnar sig ROKKAR FEITT Í LONDON Landssamband íslenskra útvegsmanna (LÍÚ) telur að vaxtastefna Seðlabankans hafi kostað íslenskan sjávar- útveg áttatíu milljarða króna á síðustu fjórum árum. Útgerðin hafi því að meðaltali tapað sömu upphæð síðustu fjögur árin og tekjutap niðurskurðar veiðiheimilda á yfirstandandi fiskveiðiári er talið verða. Björgólfur Jóhannsson, formaður LÍÚ, gagnrýndi vaxtastefnu Seðlabankans harð- lega við upphaf 68. aðalfundar samtakanna í gær. „Vextir Seðlabankans eru allt of háir og nauðsynlegt að hefja lækkun þeirra strax. Talsmenn atvinnulífsins hafa ítrekað krafist breytinga og lagt fram tillögur en ekkert verið gert með þær. Það er óþolandi að stjórn- völd skuli hundsa algerlega sjónarmið atvinnulífsins.“ Björgólfur sagði að við óbreytt ástand yrði ekki unað, því verið væri að draga máttinn úr útflutningsatvinnuveg- unum, sem græfi undan undirstöðum efna- hagslífsins og samfélagsins í heild. Friðrik J. Arngrímsson, framkvæmda- stjóri LÍÚ, segir í inngangi ársskýrslu sam- takanna fyrir starfsárið 2006 til 2007 að sjávarútvegurinn standi frammi fyrir tuttugu milljarða króna skerðingu á tekjum vegna niðurskurðar veiðiheimilda á yfirstandandi fiskveiðiári. Hann segir jafnframt að viðvar- andi hágengisstefna Seðlabankans hafi kost- að sjávarútveginn um áttatíu milljarða á síð- ustu fjórum árum. Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra sagði í ræðu sinni á aðalfundinum að sterk staða krónunnar væri óþolandi. „Er mér nær að halda að erfiðleikar vegna hinnar sterku stöðu gjaldmiðilsins séu síst minni og ef til vill meiri en þeir sem stafa af niðurskurði aflaheimilda.“ Einar telur það vera umhugs- unarefni að hækkun húsnæðisverðs, sem er helsta ástæða þess að verðbólga er yfir mark- miðum Seðlabankans, skuli óbeint valda útflutningsgreinunum svo miklum vanda sem raun beri vitni. Í því ljósi þurfi að skoða þá mælikvarða sem lagðir séu til grundvallar hagstjórninni í landinu. Hann bindur þó vonir við spár sem gera ráð fyrir að gengi krónunnar muni lækka á næsta ári. Útgerðin segir 80 milljarða tapaða vegna hávaxtastefnu Vaxtastefna Seðlabankans hefur kostað sjávarútveginn 80 milljarða króna á síðustu fjórum árum, að mati LÍÚ. Formaður sambandsins segir óþolandi að sjónarmið atvinnulífsins séu hundsuð af stjórnvöldum. Fimm þúsundasti fundur borgarráðs fór fram í Höfða í gær. Að fundinum loknum var tekið á móti gestum, en öllum núlifandi borgarráðsfulltrúum frá upphafi var boðið í Höfða, auk núverandi borgarstjórnar. Borgarráð, sem þá hét bæjarráð, var sett á fót í júlí árið 1932. Þeir sem fyrst áttu sæti í því voru Guðmundur Ásbjörnsson, Hermann Jónasson, Jakob Möller, Pétur Halldórsson og Stefán Jóh. Stefánsson. Fyrsti formaður ráðsins var Knud Zimsen borgarstjóri. Björn Ingi Hrafnsson, núverandi formaður borgar- ráðs, segist hafa haft gaman af því að hitta borgarráðsfull- trúa frá gamalli tíð. „Að öðru leyti var þetta nú bara hefð- bundinn fundur.“ Fimm þúsund fundir að baki Mörður Árnason íslenskufræðingur varaði við því sem hann kallaði orðaflótta á hádegisfundi um hugtakanotkun í málefnum innflytjenda sem hald- inn var í Alþjóðahúsinu í gær. Yfirskrift fundarins var „Hvað má og hvað má ekki? Svertingi, útlendingur, negri, nýir Íslending- ar“ og voru fyrirlesarar auk Marð- ar þau Hallfríður Þórarinsdóttir, forstöðurmaður miðstöðvar inn- flytjendarannsókna, og Kristján B. Jónasson, formaður Félags íslenskra bókaútgefenda. Kristján fjallaði um prentfrelsi á bókum sem tilheyrðu öðrum hug- myndaheimi en samtímanum. Taldi hann bókina Tíu litla negrastráka, sem nú hefur verið endurútgefin, vissulega ekki heppilega fyrir börn. Hún væri þó afurð sögulegs ferlis sem ekki væri hægt að afmá auk þess sem myndskreytingar bókarinnar væru hluti af verkum myndlistarmannsins Muggs. Hallfríður sagði það miður að talsmenn pólitískrar rétthugsunar, hvað varðaði málnotkun, legðu sig ekki fram við að brýna fyrir lands- mönnum að sýna minnihlutahóp- um virðingu í orðum heldur legðu þeir áherslu á að nota hugtök sem hefðu verið íslenskuð. Tók hún sem dæmi orðið aðlögun, eða gagnkvæm aðlögun, en hún taldi orðið „integration“ mun betra í umræðu um innflytjendur. Allir ómeiddir í lok bardaga Fékk stuðning frá foreldrum sínum K LIP P IÐ Ú T O G B Æ TIÐ VIÐ B LS. 3

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.