Fréttablaðið - 26.10.2007, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 26.10.2007, Blaðsíða 2
Katrín, buðuð þið í nokkra lokka fyrir formanninn? Tveir aðilar eru hæst- bjóðendur í byggingarrétt á öllum þeim 22 lóðum sem í boði voru sunnan Sléttuvegar í Fossvogi. Lóðirnar eru fyrir samtals 57 eignir. Í þær bárust 1.609 tilboð frá 167 bjóðendum. Þeir sem eiga hæsta tilboð í fleiri en eina lóð gætu keypt þær allar en eru aðeins bundnir af einu tilboði. Frá framkvæmda- sviði Reykjavíkur fengust þau svör að ekki væri hægt að gefa upplýsingar um hversu margar lóðanna bjóðendurnir hyggjast kaupa. Sigrún Benediktsdóttir og eiginmaður hennar, Ingólfur Frið- jónsson, voru hæstbjóðendur í 23 íbúðir en feðgarnir Kristján P. Guðnason og Guðni D. Kristjáns- son eru svo hæstbjóðendur í þær 34 sem eftir eru. „Þetta er alfarið okkar einkamál,“ svaraði Sigrún spurð hvort ætlun þeirra væri að taka öllum íbúðunum. Guðni vildi heldur ekki svara fyrir um hvort ætlunin væri að kaupa allar íbúð- irnar. Ákvörðun um það hvernig standa ætti að úthlutun íbúðanna var tekin fyrir stjórnarskipti í borginni. Eitt af loforðum sjálf- stæðismanna fyrir síðustu borgar- stjórnarkosningar var þó að ekki ætti að láta lóðir til hæstbjóðanda og að áhersla yrði lögð á að hver umsækjandi fengi aðeins eina lóð úthlutaða á föstu verði. Þar sem slíkt kæmi í veg fyrir hagnaðar- vonir lóðabraskara. „Það er alveg rétt, lóðauppboð getur boðið upp á lóðabrask, hins vegar er þetta skásta leiðin sem hægt er að fara þegar um er að ræða jafn gróin hverfi og á Sléttuvegi þar sem afar takmarkað framboð er af byggingarsvæði,“ segir Hanna Birna Kristjánsdóttir, borgarfull- trúi sjálfstæðismanna og fyrr- verandi formaður Skipulagsráðs Reykjavíkur. „Það er eðlilegt að fast verð sé á lóðum í nýjum hverfum og þannig viljum við sjálfstæðismenn hafa það og þannig hefur það verið í okkar stjónartíð svo tryggt sé að að allir borgarbúar eigi kost á lóð. Sú leið sem var notuð á Sléttuvegi á alls ekki að vera meginregla en þannig var það nú samt í stjórnar- tíð R-listans. Ég hef áhyggjur af því að núverandi meirihluti muni aftur gera lóðauppboð að almennri reglu,“ segir Hanna. „Við höfðum auðvitað á árum áður boðið út lóðir og höfum ekki gefið nein fyrirheit um annað,“ segir Dagur B. Eggertsson borgar- stjóri. „Við gengum úr skugga um að aðeins einn íbúi fengi lóð í Úlfarsfelli á sínum tíma en í þessu tilviki var þetta boðið hæstbjóð- endum. Við munum fara yfir reynsluna á þessu máli og móta stefnu nýs meirihluta út frá henni,“ segir Dagur. Tveir bjóðendur geta fengið allar lóðirnar Tveir aðilar gætu fengið allar þær lóðir sem í boði voru í Fossvogi eftir lóða- uppboð. Hanna Birna Kristjánsdóttir segir uppboð bjóða upp á lóðabrask. Hún segist óttast að slík uppboð verði aftur meginregla hjá nýjum meirihluta. Hæsta boðið í ráðherrabíl Björns Bjarnasonar, dóms- og kirkjumálaráðherra, í útboði Ríkiskaupa var 2,8 milljónir króna. Bíllinn var í útboði ásamt nokkrum fjölda annarra bíla í eigu ríkisins. Bíll dómsmálaráðherra er af gerðinni Mercedes Benz, árgerð 2004, og er ekinn tæplega 74 þúsund kílómetra. Tilboðið í bílinn var það langhæsta í útboðinu. Lægst var boðið í Renault- fólksbíl úr eigu Ríkisútvarpsins, 35 þúsund krónur. Sá bíll er þrettán ára og ekinn 105 þúsund kílómetra. Og 69 þúsund krónur voru boðnar í sjö ára Opel-bíl frá Ríkislögreglustjóra. Ráðherrabíll á 2,8 milljónir Á bænum Holtseli í Eyjafirði er framleiddur sælkeraís sem nefnist Holtselshnoss. Fjölskyldan á bænum tekur öll þátt í framleiðslunni á ísnum, sem meðal annars er seldur í verslun- um Nóatúns, og annar ekki eftirspurn. Ísgerðin hefur að sögn Guð- mundar Jóns Guðmundssonar bónda skapað tvö ný störf. Holtsel er eina mjólkurbúið á Íslandi sem framleiðir ís af þessu tagi en á bænum eru sextíu kýr og slatti af hænum eins og Guðmundur orðar það sjálfur. Skapar tvö störf Um sextíu kindur drápust er flutningabíll valt við bæinn Arnarstaði á Snæfellsnesi í gær. Tvo menn sem í bílnum voru sakaði ekki. Kindunum hafði verið safnað saman á bæjum í Helgafellssveit og átti að flytja þær til slátrunar. Um 230 kindur voru í bílnum og var þeim sem ekki drápust í veltunni komið fyrir í nálægum útihúsum eftir óhappið. Hvasst var og vont skyggni þegar blautur kantur gaf sig undan stórum flutningabílnum á þröngum stað á veginum. Kindurnar sem drápust eru taldar hafa kafnað. Lögreglumenn og björgunarsveitar- menn komu til aðstoðar. Drápust á leið til slátrunar Þorgeir Pálsson, forstjóri ríkisfyrirtækisins Flugstoða ohf, fær 900 þúsund krónur í mánaðarlaun samkvæmt upplýsingum frá fyrirtækinu. Þorgeir, sem var flugmálastjóri áður en þeirri stofnun var skipt upp og Flugstoðir ohf. settar á laggirnar, fékk 820 þúsund krónur í mánaðarlaun fyrir breytinguna um síðustu áramót. Til samanburðar má nefna að Páll Magnússon útvarpsstjóri hækkaði í launum úr um 800 þúsund krónum í 1.500 þúsund við það að Ríkisútvarpinu var breytt í opinbert hlutafélag í byrjun apríl. Fær 900 þúsund hjá Flugstoðum Gengi hlutabréfa Decode, móðurfélags Íslenskrar erfðagreiningar, fór um tíma í gær niður í það lægsta sem það hefur verið á Nasdaq-markaðnum í New York í meira en fjögur ár þegar hluturinn seldist á 3,15 dollara. Það hefur ekki farið svo lágt síðan í byrjun september 2003 þegar gengið var 3,10. Niðursveiflan var þó tímabundin og endaði gengið í 3,45 dölum á hlut í lok dagsins, sem er ríflega tveggja prósenta hækkun frá því í fyrradag. Náði fjögurra ára botngengi Vinnuvél valt á hliðina ofan í grunn við norðanverða Smáralind skömmu eftir hádegi í gær. Einn var í vélinni þegar hún valt og slapp hann með rispur. Lögregla, sjúkra- og slökkvilið var kallað á staðinn. Óttast var að verr hefði farið og mögulega þyrfti að klippa manninn úr vélinni en það reyndist ekki nauðsynlegt. Vélin laskaðist og tafðist vinna nokkuð á meðan unnið var á vettvangi, meðal annars við að reisa vélina við að nýju. Gröfustjórinn slapp rispaður Ákall til flutn- ingabílstjóra hefur verið birt á fréttavefnum Tíðis í Vestur- byggð. Það er Anna Guðmunds- dóttir á Patreksfirði sem biðlar til bílstjóranna að sýna ökumönnum minni bíla tillitssemi þegar komið er úr Breiðaferjunni Baldri. „Þannig er að þegar stórir flutningabílar aka upp úr ferjunni eru þeir oftar en ekki fyrstir eða með þeim fyrstu að aka út úr skipinu. Fljótlega eftir að komið er suður fyrir Stykkishólm byrja tilraunir annarra bíla til að komast fram úr,“ segir Anna. „Fínt væri ef bílstjórar flutninga- bílanna hinkruðu í örstutta stund og hleyptu minni bílunum á undan.“ Hleypi fram úr „Ég lagði til að utanað- komandi fjárfestar kæmu ekki að REI fyrr en í desember þar sem ég taldi það alls ekki tilbúið fyrir innkomu fjárfesta,“ segir Björn Ársæll Pétursson, fyrrver- andi stjórnarformaður Reykja- vík Energy Invest. Hann gegndi stjórnarformennsku fyrir hönd Sjálfstæðisflokksins frá því í mars til 23. ágúst. „Mér fannst ekki ljóst með hvaða hætti fjár- festar ættu að koma að félaginu. Það átti eftir að fara fram undir- búningsvinna þegar ég hætti og það er ekki að sjá að hún hafi farið fram.“ Í Fréttablaðinu á þriðjudag kom fram að rætt hefði verið um einkaréttarsamning á hugverki og þjónustu Orkuveitu Reykja- víkur (OR) á síðasta stjórnar- fundi Björns, 23. ágúst, en haft var eftir honum í fréttum Ríkis- útvarpsins 16. október að aldrei hefði verið rætt um einkaréttar- samning í hans tíð. Björn Ársæll segir umræðuskjöl hafa verið lögð fram sem ekki hafi verið kynnt sem samningsdrög. „Það var aldrei rætt um né sett á blað að samningur milli REI og OR yrði óuppsegjanlegur einkaréttar- samningur, og hvað þá til tuttugu ára. Það var rætt um tíu ár en ekki tuttugu, og að hann yrði upp- segjanlegur.“ Björn Ársæll segir enn fremur að þau plögg sem notuð hafi verið til undirbúnings samnings milli REI og OR hafi öll tekið mið af því að REI hafi að öllu leyti verið í eigu OR. „Það liggur í augum uppi að forsendur fyrir samningi milli REI og OR breytast þegar fjárfestar koma inn í félagið með skömmum fyrirvara. Það lá ekk- ert á því að fjárfesta strax inn í félagið enda eru jarðvarmaverk- efnin langtímafjárfesting, sem eru mæld í árum frekar en vikum eða dögum.“ Vildi ekki fá fjárfesta strax Umhverfisráð Ísafjarðar hefur nú til skoðunar hugmynd um að gera flugvöll í Fljótavík á Horn- ströndum. Fram kom á fundi umhverfi- ráðs á miðviku- dag að erindi hefði borist frá Hjalta J. Guðmundssyni forstöðumanni hjá Umhverfisstofnun sem vísaði í greinargerð varðandi flugöryggi í Fljótavík og hugsanlega lagningu flugbrautar. Sagði Hjalti að leita þyrfti leyfis Umhverfisstofnunar til framkvæmda í friðlandinu auk þess sem fyrir þyrfti að liggja samþykki sveitarfélags og landeigenda. Málinu var vísað til vinnuhóps aðalskipulags norðan Djúps. Vilja flugvöll á Hornstrandir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.